Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

HELGI OG ELÍSABET Í KÖBEN

DANMÖRKPERSONAL

Það er yfirleitt hlegið ansi mikið þegar ég og Elísabet erum á sama stað, og gærdagurinn var engin undantekning. Það er alveg ótrúlega gaman að hafa hana svona nálægt. Við áttum annars fáranlega góðan dag hér í Kaupmannahöfninni í gær, en við fórum í showroom og svo smá pressudag hjá 66°Norður. Hér eru nokkrar myndir;

el01

Náði aðeins að paprassa EG, en hún tók eftir mér alltof snemma.

el02

Vorið er allavega 100% komið til Köben og það er oooofur næs!

el03

Nauðsynleg næring fyrir langan dag!

el04 el05

EG

el06

Við lentum óvart á yndislegu kaffihúsi með enn yndislegri eiganda sem passaði alveg einstaklega vel uppá okkur!

el07

Hún hafði áhyggjur að kaffið okkar var orðið kalt svo hún kom með allan bolla og skot handa okkur. Þetta er formlega uppáhalds kaffihúsið mitt í Kaupmannahöfn og hvet ykkur til að heimsækja hana, einum of yndisleg.

el08

Café Grabow – write it down! Þetta er á götunni fyrir aftan Strikið.

el09

.. meira á morgun!

GJAFALEIKUR: STÚTFULLIR POKAR AF FUDGE URBAN VÖRUM

HAIR

Ég ætlaði að gefa fullt af vörum frá Fudge Urban, eins og ég sagði frá um daginn, og ég ELSKA að gefa. Allir sem þekkja mig vita það, ég ætti kannski að gera það meira hér á blogginu. Kem mér vonandi í þann gír á næstunni!

f02

En mig langar að gefa TVOOOO gjafapoka! 

Einn höfðar örlítið meira til kvenna, og hinn til stráka, EN .. þið þekkið mig, mér þykir flest voða kynlaust.

Einn er pakkfullur af hinum ýmsu spreyjum, volume, salt, hita, hárspreyjum og sjampóum og næringum fyrir hárin ykkar.

Hinn er smekkfullur af öllum vöxunum sem línan geymir, gelum, hárpúðri, spreyi og allskonar falleg.
Það sem þið þurfið að gera er eftirfarandi:

Smella like-á þetta;

Fudge Urban á Íslandi á Facebook

&
Helgi Ómars Blog á Facebook –

Látið vita í kommentum þegar þið eruð búin og hvaða poka þið viljið og ég dreg út á næstu dögum!

Peace

x

f07

 

RAUÐHÓLAR – HOODIES FRÁ 66°NORÐUR

66°NorðurÍSLAND

Við kæró skelltum okkur til Íslands í örlítið frí þar sem ég gaf honum þyrluflug í jólagjöf og við höfum verið að plana ferðina síðan en hann elskar Ísland og ég er að falla meira og meira fyrir þessu stórkostlega landi okkar. Djöfull er það fallegt.

Ferðin var ótrúlega skrautleg og troðfull af ævintýrum, góðum og ekki svo góðum. En þyrlufluginu okkar var tildæmis aflýst og tveimur öðrum túrum vegna veðurs. Það voru þó alveg stútfullt af fallegum stundum líka.

Ég verð að segja að Rauðhólar – heitir það ekki annars pottþétt það? Það þykir mér örugglega fallegasti staðurinn á Reykjavíkursvæðinu, og aðeins þremur mínútum frá Reykjavík. Ég væri til í að bara fara þangað og gera ekki neitt, njóta, labba, þið vitið. Ég elska þennan stað.

Við smelltum örfáum myndum frá seinni heimsókninni á Rauðhólum, í geggjuðu verði, og í splúnkunýjum hettupeysum frá 66°Norður sem komu í búðir þennan sama dag, og við vorum svo heppnir að fá að gjöf í sitthvorum litnum.

is01 is02 is03 is04 is05 is06

is07

Þetta var geggjaður dagur – en síðasti dagurinn var svo einum of fallegur. Ég hef verið að berjast við hellings heimþrá, og svo Ísland sendi mig aftur til Kaupmannahafnar og skartaði sínu allra fallegasta. Fannst það mjög næs.

Ég – elska – Ísland

FUDGE URBAN HÁRVÖRURNAR

HAIR

Ég var að mynda uppí MOOD fyrir hreint ekki svo löngu og ég mætti fyrsta daginn með rakt og tuskulegt eftir sturtu og ætlaði bara að fá að stela einhverjum hárvörum af förðunarfræðingunum sem þar voru að verki. NEEEMA hvað, að þegar ég kom var borðið þar sem geymdar eru ýmsar vörur fyrir nemendurna, pakkfullt með vörum frá Fudge Urban, svo ég greip það og ég stælaði hárið mitt svo GEÐVEIKT FLOTT og fékk bara svona .. “damn” svo ég spurðist um hvaðan þessar vörur voru. Ég kannaði málið og vitið vinir, ég fékk fullt af vörum til að prufa.

Ég ákvað þó að nota þær í smá tíma áður að ég mundi skrifa almennilega um þær, og get ég nú formlega og hreinskilnislega sagt hvað ég er fáranlega ánægður með þær. Ég hef yfirleitt verið nokkuð einfaldur þegar kemur að hárvörum, og nota yfirleitt bara það sem færst niðrí Nettó hjá mér, og oft fel brúskinn bara undir derhúfu. Það er fáranlega gaman að eiga næs hárvörur og nota þær og vera fokking kjút.

Hér er smá af góssinu sem ég fékk að prufa;

f01

Sjávarsalt spreyið hef ég nánast notað daglega, og finnst það fáranlega gott. Hef bæði bara skellt því í hárið og líka notað það sem beis fyrir vax og hársprey, gerir geðveikan fítus þannig.

f02

Hárspreyin klikka akke neitt. Lykta stórkostlega, Coconut er að eins meira notað.

f03

Hef ekki enn prófað þetta! Er þó mjög spenntur fyrir því, mig vantar eitthvað tilefni til að vera flippaður með power hóld gel!

f05

Þetta eru semsagt bullandi sigurvegararnir mínir, hef bæði verið að worka dú með púðrinu og svo seasalt.

f06

Þetta eru semsagt vöxin tvö, til vinstri er semsagt Rocker Wax og er svona allsherjar vax með góðu haldi og svo er hitt svona meira edgý bókstaflegur vax fýlingur sem ég fýla sjálfur. Reyndar er Texture Junk fullkomnleg lýsing, en vaxið heitir það líka!

f07

 Og þetta tvennt kom sérlega á óvart og eru í aðal uppáhaldi.

Stælum brúskinn:

f08

Þetta er raunverulegt ástand þegar ekkert í hárinu, eins og sneiðar af hangandi skinku, og lít í rauninni alltaf frekar heimskulega út að mínu mati, haha.

f09

Salt spreyið –

f10

Rocker Wax og Vanilu hárspreyið ..

f11

og BOOM! Haggast varla, sem hentar mér einstaklega vel.

Fylgist með blogginu, því ég ætla í samvinnu við Fudge Urban að gefa brjálaðslega veglega gjafapakka frá þessu merki, en meira um það eftir helgi! Ég ætla heim til Íslands í smá frí með kæró fyrst.

Peace og kærleikur

FALLEG ÍSLENSK HEIMILI – Í KVÖLD!

ÍSLANDMY WORKPERSONAL

Já kæru vinir, Dagný systir hringdi í mig í dag og talaði um að hún þyrfti nú að fara yfir til mömmu og pabba og horfa á Stöð2 og alltíeinu bara “JJJÁ, SHIT” ..

En þátturinn minn, Falleg Íslensk Heimili verður frumsýndur í kvöld kl 20:40 í kvöld og eru 10 þættir alls, og þeir verða sýndir alla sunnudaga.

Mér finnst MJÖG skrýtið að vera ekki heima og geta ekki horft á þetta sjálfur, en ég talaði við nokkur bransa fólk í teiti á Íslandi um daginn, og þau sem hafa semsagt séð þættina og allir voru gríðarlega ánægð með þetta, svo ég VONA, kæru lesendur að þið munuð vera ánægð með þennan þátt. Ég er mjög stoltur af honum og vinnunni sem fór í hann, og fólkið sem kemur í þáttinn mun ég elska að eilífu. Jesús.

NJÓTIÐ VEL –

Falleg Íslensk Heimili – Stöð2 – 20:40 á sunnudögum

fih01

 

 

Processed with VSCO with a9 preset

fih03

fih04

fih05

Þegar við skutum á Seyðisfirði og ég fékk 10 tíma (með nætursvefni) til að knúsa og kyssa fjölskylduna.

Processed with VSCO with a7 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a9 preset

fih10  fih11

Þessar konur eru náttúrulega stórkostlegar, gæti ekki beðið um betri vínkonur og vinkonur til að vera með í svona verkefni.