Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

Dr. Martins fyrir haustið.

Ég datt inná Dr. Martens í dag og rakst þar á skó sem sprengdu upp augun mín. Ég er enginn skómaður, ég á yfirleitt bara eitt eða tvö pör af skóm. Fæ bara stresskast að kaupa skó – þeir eru yfirleitt ekkert ódýrir og ég veit aldrei hvort ég mun nota þá eða ekki.

ALLAVEGA ..

Þá langaði mér að deila þessum með ykkur

Ég fer til New York í lok ágúst, ég krossa fingrum að ég finni þessa!

– Helgi x

Gaypride!!

Ég er alltaf stoltur hommi en í dag er ég einstaklega stoltur því þjóðin kemur öll saman og sýnir svo mikla ást, stuðning og gleði með samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki. Ég verð alltaf jafn glaður þennan dag – þó að ég komist ekki í gönguna þetta árið vegna vinnu þá finnur maður samt ástina og stoltið.

TIL HAMINGJU ÍSLAND!! 

Við megum vera svo stolt af landinu okkar í dag!! :)

Long live gay!

Eigiði yndislega Gaypride helgi allir saman.

– Helgi

 

New York.

Í fyrra fór ég til New York, skemmti mér vel með vinum og loks kom mamma mín og áttum ótrúlega kósý túristadaga.

Ég tók nokkrum sinnum myndavélina með mér og reyndi að fanga áhugaverðar og fallegar myndir af borginni. Eftir nokkra daga dvöl komst ég að því að New York er eitt stórt svæði að myndefni. Ótrúlegustu hlutir sem maður sá og upplifði bara með því að labba um götur borgarinnar. Það sem greip mig mest hvað myndefni varðar var Ground Zero. Ótrúleg upplifun að finna og átta sig á þessum hræðilega atburð sem alltaf var svo óraunverulegur vera raunverulegur. Maður var virkilega snertur.  Ég varð þó ekki eins ástfanginn af borginni og ég hélt ég mundi vera – en eflaust voru eftirvæntingarnar of háar. Alls ekki misskilja mig samt, þetta er þó stórkostleg borg.

Ég er að fara aftur núna í ágúst þó í þeim tilgangi  að vinna, en ég hlakka rosa til að fara með engar eftirvæntingar og leyfa sjálfum mér að nýta borgina sem vinnu umhverfi, tilhugsunin stútfyllir mig af spenning!

Annars langaði mig í fyrsta skipti að opinbera myndirnar sem ég tók á meðan ég var þarna.

Vona að ykkur líkar við myndirnar.

2

9

12

newyork5

newyork6

16

18

20

25

27

33

newyork2

Allt á hálftíma!

Sturta, henda inn einu spenningsbloggi og stökkva útum dyrnar að hitta hina bloggarana niðrí RUB 23 – sem ég veit ekki enn hvar er – á hálftíma.

Eigið gott kvöld!

ooooog

 

 

ALL SAINTS

Það er á svona dögum sem ég vildi óska þess að ég hefði ekki rennt nýja Visa kortinu mínu svona hratt í gegnum posa bæjarins í vor.

Því núna er útsala í All Saints og það er hálf sárt að horfa á þessar flíkur á 20 – 70 % afslætti. All Saints er uppáhalds búðin mín og lang flestar flíkurnar mínar eru þaðan. Ég fór til Köben fyrr í sumar og ég gerði mér leið í Illum 5 sinnum þessa 10 daga sem ég var þarna. Alltaf fór ég beinustu leið í All Saints og lét mig dreyma. Pínu dramatískt, ég veit. En ég á ekki margar uppáhalds búðir – það er í rauninni bara All Saints. Ég labbaði út með einn hlýrabol einn daginn, gríðarlega sáttur.

Ég ákvað þó að deila með ykkur nokkrar flíkur sem gripu mín augu og þið hin eða hinir sem eruð með ferskt Visa kort, þá getið þig nýtt ykkur þetta. Flíkur sem voru á 95 pund eru komnar niðrí 28 pund.

ENJOY!

– Helgi.