Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

Til hamingju karlmenn Íslands!

Við megum þakka fyrir að hönnunarteam ZARA sem snéru sér eitthvað við, eða reyktu eitthvað, eða einhver var rekinn því það hefur aldrei verið eins flott föt þarna og nú. Engin tacky print, skær grænir og gulir litir heldur einfaldlega sjúklega flott föt.

Í gær fór ég ferð í ZARA og ég bölvaði þeirri staðreynd að ég er að reyna vera fjárhagslega skynsamur.
Eins og þið eflaust vitið öll, þá er þessi fína ZARA MEN búð í Smáralindinni, og ég hvet ykkur til að stökkva þarna inn og nýta tækifærið að það séu flott föt til á Íslandi á viðráðanlegu verði.

Hér eru smá brot af því sem eru á óskalistanum mínum.

0367311401_1_1_3 0458331800_1_1_3 0593350401_1_1_3 0706314800_1_1_3 0706390407_1_1_3 0761301800_1_1_3 2187306922_1_1_3 2187309800_1_1_3 4833307801_1_1_3 5322303800_1_1_3 5702600800_1_1_36002300800_1_1_3

6002301800_1_1_3

Strákar – Street style.

Um daginn settist ég niður á kaffihúsi einn með sjálfum mér með tónlist og sat úti. Það má vel vera að ég sé eitthvað klikkaður, en ég elska að horfa á fólkið hérna í Kaupmannahöfn. Hér er svo mikil menning, tískumenningin er áberandi og ég elska að sjá hvað karlmennirnir hér eru meðvitaðir um hvað í hvað þeir fara.

Síðan þá ætlaði ég alltaf út með myndavélina og reyna mynda einhver outfit en hef ekki fengið mig í það.
En, ég fór samt að surfa á netinu og fann ýmsar flottar street myndir. Ég skemmti mér konunglega hérna í morgun að safna saman myndum – og smá afsökun að þurfa ekki að fara í ræktina aaaaaalveg strax ;)

eigði góðan dag!

dan

felipe

franck

marcus

nicholas2

rocco

tommy

tony1

tumblr_m5v64bhN1b1qbzysno1_r2_1280

tumblr_ma01vtpnM01qbzysno1_1280

tumblr_ma4wghFeeU1qbzysno4_1280

 

Smá dagdraumur.

Þessir Christian Louboutin poppuðu uppá Instagram-inu mínu í morgun.

Mér finnst ég ekki þurfa að segja meir!

Í GÆR.

Í gær var ótrúlega góður dagur. Þrátt fyrir endalausa þreytu eftir langar barvaktir yfir helgina þá naut ég mín endalaust með góðum vin með Thailenskan mat & Playstation 3 og rölt um endalaust fallegu Kaupmannahöfn.
Mér finnst svo ánægjulegt að labba um göturnar og vera ástfanginn af umhverfinu, ó svo góð tilfinning.

Í dag er Abercrombie & Fitch þar sem ég er að fara byrja að vinna þar á næstu dögum. Þetta er allt að koma, góð byrjun á flutningunum. Ótrúlega ánægður.

Hér eru smá myndir frá gærdeginum.

photodagsins

photodagsins2

photodagsins3

photodagsins4

photodagsins5

Outfit
Leðurjakki: All Saints
Hlýrabolur: American Apparel
Peysa: Bläck
Buxur: H&M
Skór: Timberland

All Saints vetrar lookbook!

Alltaf jafn ánægjulegt að rekast á nýtt & nýtt frá All Saints. Hér eru nokkrar vetrarvörur úr look bookinu þeirra.

Yfirhafnaráráttan mín tryllist við að skoða þetta. Fallegt, alltaf bara fallegt.

a1 a2 a3 a4 a5 a6