Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

Tilbúinn í hlaupið!

Á þriðjudaginn er ég að flytja til Kaupmannahafnar og ég hlakka svo til. Er að flytja með góðri vinkonu minni eftir við deildum saman þeirri reynslu að við fórum í frí þangað í sumar og vildum hreinlega ekki fara þaðan.

Svo í sameiningu ákváðum við að við mundum finna okkur íbúð og taka stökkið og leita af ævintýrum.

Ég var vafrandi um á Fifth Avenue í New York á fimmtudaginn einn með sjálfum mér og fjárfesti í hlaupaskóm til að skokka um í garðinum við hliðin á íbúðinni okkar, spennandi spennandi!

Kveðja Helgi

Sunset at skyline.

Skyline er einhversskonar garður ofan á byggingu með fullt af gróðri og læk en allt á steypu. Fólk sat þar á bekkjum og las, skrifaði eða bara naut sín í umhverfinu. Ótrúlega heillandi. Ég allavega sat þarna og horfði á sólsetrið í gær, kannski smá dramatískt en það var æði.

Inspirational photos.

Ég sé ekki fram á að geta tekið myndir næstu vikurnar – hlakka þó til að taka þær næstu sem verða eflaust í elsku Kaupmannahöfn.

grant thomas

NEW YORK.

Ég fæ rosalegt kitl að flytja til New York. Ég elska að fylgjast með fólki hérna, og elska að labba um göturnar á Manhattan.

Sjáum til hvernig það fer! Ég skipti um skoðanir eins og nærbuxur, kannski langar mig að flytja til Thailands eða London á morgun – eða á eftir. Ég ætla allavega að halda áfram að njóta mín á meðan ég er hér :)