Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

Kaup dagsins!

Í fyrra blogginu deildi ég með Topman óskalistanum mínum, í dag var ég í fríi til hálf 5 og nýtti allan þann tíma að hoppa niðrá shopping street-ið sem ég fæ mig aldrei til að muna hvað heitir.

Ég kíkti inní Topman og því miður voru engar af þeim flíkum sem ég setti á bloggið hangandi. Frekar lítil, og frekar óspennandi. Verslunarstjórinn og ég höfum mjög ólíka skoðun um hvað er flott. Allavega, þýddi ekki annað að en að skoða þig aðeins betur um og ég endaði í Zara sem hefur ekki á neinn hátt valdið vonbrigðum í þessari ferð.

Varð þessum flíkum ríkari í gær.

Ég er ekki týpan sem kaupi mér mikið svo ég er ekkert smá ánægður að þurfa að setjast ofaná ferðatöskuna til að loka henn vegna of mikið af nýjum flíkum og mig grunaði aldrei að ég mundi aldrei vera í neinu galla að ofan, eeeen what’yaknow, ég elska þetta.

Klukkan er 04:06 að nóttu til á íslenskum tíma og tveimur tímum á undan hér, svo hér er mjög snemmt og ég draslaðist til að deila þessu með ykkur áður en ég fer í check out.

Ísland, hér kem ééég!

Óskalisti dagsins.

Síðasti tökudagur í dag og tökur byrja seinni partinn, sem þýðir aðeins eitt, kíkja á menninguna, fólkið, arkitektúrinn og loks hoppa eldsnöggt Topman þar sem góður vinur sem búsettur í Barcelona benti mér á að sú snilldarbúð væri hér í bæ.

Ég kíkti eldsnöggt inná Topman síðuna og byrjaði strax að gramsa og skoða og krossa fingrum að þær flíkur sem leist á væru til í búðinni hérna. Ákvað að deila þessum óskalista á sama tíma og ég er vongóður og bjartsýnn!

KROSSA FINGRUM því þetta þykir mér mjög fallegt – annars bíður mín morgunmatur & steikjandi hiti.

PEACE

ALL MINE

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég staddur í Barcelona í vinnuferð en fæ þó smá frítíð til að stökkva í búðir og ég er svo að nýta mér það til fulls.

Heimskulegt en satt þá hef ég fundið geðveikt hlý föt til að nota fyrir haustið og get tékkað eitt af “must-have” fyrir haustið sem var nice jakki með leðurermum.

VOILA!

Fjárfesti einnig í svona;

& svona

Ásamt því að hafa misst vitið í H&M, þá er ég ótrúlega sáttur með kaupin mín hingað til og hef verið ótrúlega hagkvæmur í kaupunum. Win, gleði og frábært!

Kveðja úr 46°hita (jebb, í dag var 46° stiga hiti.)

Oroblu – Behind the scenes

Ég myndaði lookbook fyrir Oroblu á dögunum með hinni fögru Sylviu Briem og við tókum nokkrar myndir í gegnum tökudagana og mér datt í hug að deila með ykkur nokkrum.

Þær verða publishaðar á næstu dögum – hlakka til að sýna people.

– Helgi

Barcelona

Stutt og laggott!

Var að lenda og kominn uppá hótel, þreyttur og þarf að vakna extra snemma útaf ffffjandans tímamismuni.

Kveðja úr biiiluðum hita!! :)

– Helgi