Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

EITTHVAÐ SEM MÁ EKKI ..

Hvað er það sem má ekki?

Jú, að lenda í Samsøe Samsøe útsölu þegar allar þínar litlu sætu krónur eiga að fara í fæðu, reikninga eða almennt common sense. Já, kæru vinir, það má alveg orða það svoleiðis að ég hafi verið heimskulega kærulaus í dag. Ég gerði sjálfum mér reglur og sór að ég mundi lifa skírlífi hvað varðar verslanir hér í Danmörku þangað til að fastar og góðar tekjur væru komnar, negldar og þinglýstar.

Þetta allt fór til fjandans og skellti kortinu í blessaða posann.

Einfaldar flíkur en mér finnst þær æðislegar, stórar og þæginlegar. Ég er bara í oversized þessa dagana, það er það eina sem grípur augun mín þessa dagana.

HELGIKAUP helgikauppppp

Einstaklega myglaður á þessum myndum – en, svoleiðis var það bara.

Ég veit ekki með ykkur en ég ætla fara í smá afmælisteiti hjá frænku.

Góða helgi!

Meistari Steven Klein.

Ég er rólega að tapa öllu viti, ég hef ekki tekið myndir í svo langan tíma.
Ég þó eyði löngum tíma að skoða myndir og sækjast í innblástur í aðra ljósmyndara.

Steven Klein er amerískur og er með stærstu kúnna heims í möppunni. Mér finnst ég varla þurfa skrifa frekar um hann, myndirnar tala sínu máli og hann er of successful fyrir að pinpointa út velgegni hans. Hann er stórkostlegur!

img387 img390 img393 dolce-gabbana-fw09_steven-klein4-722x481 v7 v8 pitt_jolie_steven-klein7 kleinhorse lily-donaldson5 lily-donaldson8 50278_Dita_Von_Tease__Steven_Klein_shoot_5020_122_69lo Steven klein + mcqueen 2002 fw 1 Steven klein + mcqueen 2002 fw 3 VOGUEITALIA_RIE_2010_005

VINNINGSHAFINN MINN Í TRENDNETLEIKNUM!

GÍGJA SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR!! 

Þú hefur unnið gjafabréf hjá Gallerí 17!

Ég er með massa valkvíða, og ég veit ég sagðist ætla velja strák en ég hef ekki getað hætt að hugsa um þessa mynd síðan ég sá hana.

Þetta eru deteilar hjá kærastanum hennar sem er með eeeinstaklega flottan fatasmekk sem ég vona að hún deili þessum vinning með :)

Til að nálgast vinninginn sendið mail á trendnet@trendnet.is.

WOOHOO! TIL LUKKU! xx

CHEAP MONDAY, S/S 2013 – SPENNÓ

Vor og sumarlínurnar eru farnar að láta sjá sig á veraldarvefnum og ég er spenntur að sjá.

Ég rakst á Cheap Monday vor collectionið og ég varð smá spenntur. Wild at heart og visually young, elektrískt og skemmtilegt.

Skil ekki conceptið með make-upið eeeen overall fríkaðar myndir – enjoy!

cheap-monday6 cheap-monday7 cheap-monday9 cm1-800x1162 cm2-800x1066 cheap-monday3 cheap-monday4 cheap-monday5 cheap-monday2

Ég er í fríi á morgun og set í 3 gírinn í blogginu, yesyes!

Fura Music

Síðustu daga hef ég verð að spila sama playlistan aftur og aftur og aftur. Á honum er að finna lög eftir söngkonuna Fura eða Björt Sigfinnsdóttir. Lagið Desperate Silence situr núna nr 3 á Top 25 most played songs á Itunes-inu mínu. Ég hvet ykkur að hlusta á þessa einstaklegu falleg tónlist & rödd. Ég fæ allavega ekki nóg. Alltaf gaman að uppgvöta nýja íslenska tónlistarmenn svo mér datt í hug að deila þessu með ykkur.

Njótið vel.

6 1 2 3