Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

Kristján Hreinsson

Það er ótrúlega stutt síðan að ég fékk að kynnast ljóðum Kristjáns Hreinssonar.
En síðan þá hafa ljóðin hans verið partur af minni daglegu rútínu. Ég get óhræddur sagt að ég er bókstaflega orðinn ástfanginn af ljóðunum hans.

Mig langaði að deila með ykkur einu, einnig hvet ég ykkur til að finna ‘ Orðayndi ‘ sem þið getið like-að á Facebook og njóta vel.

UPPGJÖR

Ef burðast fólk með böl og fals
það bugast sárt og lúið
á tröðum lífsins táradals
trausti öllu rúið.

Því skaltu hjartað hreinsa nú
og hirslur sálarinnar
og byrðar allar brennir þú
á báli ævi þinnar.

Það skilja þeir sem forðast fals
og fá til gæfu snúið
að lífið það er uppgjör alls
sem ekki verður flúið.

Edda Oskars by me

Edda Óskars er ekkert nema draumur – hún er signuð hjá Select í London.

Hér eru myndir sem við gerðum saman sem aldrei hafa verið birtar áður fyrren núúúú.

eddafilm1

eddafilm2

eddafilm3

eddafilm4

helgi@trendnet.is

Leðurvesti í H&M

Halló leðurvesti!

Ég veit ekki, ég er að melta þetta, ég er búinn að leita af flottu leðurvesti í örugglega tvö ár, og þegar ég heyrði að það væri komið í H&M þá auðvitað strunsaði á beinustu leið þangað til að prófa. Ég veit ekki .. ég veit ekki, hvað finnst ykkur?

SKÓR.

Ég er enginn skó gaur, ég í rauninni veit ekkert hvaða skór eru flottir og hverjir ekki. Mér finnst converse flottir og allskonar boots flott, annars tel ég mig ekki vita mikið hvaða skór eru geggjaðir og hverjir ekki.

Ég elska að hoppa í íþróttaskó, eða aðra þæginlega og ég er bara sáttur. Þetta er orðið frekar slæmt ástand, en þetta kemur allt með tímanum.
Í gær þegar ég var í símakorts mission-i ákvað ég að kíkja inní Zara þar sem ég er enn svo ánægður með kaupin sem ég gerði þar í Barcelona. Ég var dauðhræddur að ég mundi finna eitthvað sem mundi öskra á mig sem er alveg týpískt þegar maður er blankur og ekki að leita af neinu.

Viti menn, auðvitað fann ég eitthvað, þessir hérna tóku á móti mér ..

.. öskrandi á mig af öllum krafti.

Ég stóðst freistinguna í gær.

En á morgun ætla ég að fara kaupa þá því ég get ekki hætt að hugsa um þá.

Yfirdráttur heeeere I come!!