Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

Tattoo mania.

Ég er farinn að finna það í húðinni, eyrunum, fingrunum og öllum hinum líkamspörtunum hvað mig langar að fá mér nýtt flúr. Endalaus hugmyndavinna og endalausar myndir til að skoða. Hér í Köben er svo fín stofa sem heitir Brightside Tattoo sem ég er búinn að vera skoða og hlakka mikið til að fara til þeirra. Peningarnir og vinnan þarf að koma fyrst.

Búinn að vera að skoða án þessa að stoppa í of langan tíma og er orðinn rangeygður, skrifa niður hugmyndir og sketsa.
Næsta flúr verður eitthvað skemmtilegt.

helgi@trendnet.is 

Svört þruma.

Ójá! Þetta kalla ég ánægjuleg kaup!

Verð þjótandi um götur Kaupmannahafnar, yndislegt! yndislegt!

– Helgi

helgi@trendnet.is 

DK life.

Fluttur til Danmerkur í ótrúlega fína íbúð í norður Köben.

Yndislegt, yndislegt að vera kominn aftur. Kemst þó ekki á því að vera skíthræddur við hvað allt er dýrt hérna og er lifi einstaklega varlega og sparlega. Bý hér með vinkonu minni Kristjönu og höfum verið í stússi frá mínútunni sem við lentum. Enda nóg að gera og nóg að hugsa um, eins og skráningu inní landið sem var ekki eins auðvelt og síðast þegar við gerðum það og atvinnu umsóknir um allar trissur.

Eitt atvinnu viðtal á morgun sem við förum saman í, krossið fingrum fyrir okkur :)

OLD PHOTOGRAPHY vol 2

Mér datt í hug að ég mundi gera aðra færslu með eldri ljósmyndum eftir mig. Mér finnst þetta eitthvað svaka gaman, haha.

Þetta eru allar myndir frá því ég var 17 – 18 ára.

KAUPMANNAHÖFN!

Í dag er ég að flytja til Kaupmannahafnar, og ég finn mig rólega ætla kasta upp af spenningi.

Ég get ekki beðið, ég veit ekki hvernig það verður með net, en ætli ég finni mér ekki kósý kaffihús.

WOOHOO!