Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

KAUPMANNAHÖFN!

Í dag er ég að flytja til Kaupmannahafnar, og ég finn mig rólega ætla kasta upp af spenningi.

Ég get ekki beðið, ég veit ekki hvernig það verður með net, en ætli ég finni mér ekki kósý kaffihús.

WOOHOO!

OLD PHOTOGRAPHY.

Ég rakst óvart á margar af gömlu myndunum mínum og mér fannst það svo skrýtið, en auðvitað æðislegt líka! Ég datt í svaka nostalgíu-kast og hlustaði á gömul lög sem ég hafði skýrt myndirnar eftir. Þetta var a trip down memory lane og margar minningar og hugsanir kviknuðu. Þvílík synd að margar af þessum myndum eru glataðar í fullri upplausn eftir að flakkarinn minn krassaði.

Mér datt þó í hug að deila með ykkur nokkrum af þessum myndum. Ég var mikið í creative self-portraits áður en ég byrjaði að vinna við ljósmyndun.

Þessar myndir eru teknar þegar ég er 16 – 17 ára.

Enjoy!

Pínu skrýtin tilfinning að fara yfir þær allar – ég verð að viðurkenna. En mjög mjög skemmtileg á sama tíma!

Tilbúinn í hlaupið!

Á þriðjudaginn er ég að flytja til Kaupmannahafnar og ég hlakka svo til. Er að flytja með góðri vinkonu minni eftir við deildum saman þeirri reynslu að við fórum í frí þangað í sumar og vildum hreinlega ekki fara þaðan.

Svo í sameiningu ákváðum við að við mundum finna okkur íbúð og taka stökkið og leita af ævintýrum.

Ég var vafrandi um á Fifth Avenue í New York á fimmtudaginn einn með sjálfum mér og fjárfesti í hlaupaskóm til að skokka um í garðinum við hliðin á íbúðinni okkar, spennandi spennandi!

Kveðja Helgi

Sunset at skyline.

Skyline er einhversskonar garður ofan á byggingu með fullt af gróðri og læk en allt á steypu. Fólk sat þar á bekkjum og las, skrifaði eða bara naut sín í umhverfinu. Ótrúlega heillandi. Ég allavega sat þarna og horfði á sólsetrið í gær, kannski smá dramatískt en það var æði.