Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

Allt á hálftíma!

Sturta, henda inn einu spenningsbloggi og stökkva útum dyrnar að hitta hina bloggarana niðrí RUB 23 – sem ég veit ekki enn hvar er – á hálftíma.

Eigið gott kvöld!

ooooog

 

 

ALL SAINTS

Það er á svona dögum sem ég vildi óska þess að ég hefði ekki rennt nýja Visa kortinu mínu svona hratt í gegnum posa bæjarins í vor.

Því núna er útsala í All Saints og það er hálf sárt að horfa á þessar flíkur á 20 – 70 % afslætti. All Saints er uppáhalds búðin mín og lang flestar flíkurnar mínar eru þaðan. Ég fór til Köben fyrr í sumar og ég gerði mér leið í Illum 5 sinnum þessa 10 daga sem ég var þarna. Alltaf fór ég beinustu leið í All Saints og lét mig dreyma. Pínu dramatískt, ég veit. En ég á ekki margar uppáhalds búðir – það er í rauninni bara All Saints. Ég labbaði út með einn hlýrabol einn daginn, gríðarlega sáttur.

Ég ákvað þó að deila með ykkur nokkrar flíkur sem gripu mín augu og þið hin eða hinir sem eruð með ferskt Visa kort, þá getið þig nýtt ykkur þetta. Flíkur sem voru á 95 pund eru komnar niðrí 28 pund.

ENJOY!

– Helgi.