Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

Photoshoot!

Mikið var góð tilfinning dursta rykið af myndavélinni í gær. Ég tók það líka alla leið og var að taka myndir allan daginn og á bæði digital form & filmu. Fann módel og missti mig aðeins. Góð tilfinning, ég fékk útrás, ég get svo svarið það.

Hlakka til að sýna útkomuna, gaman gaman & gleði!

Einnig er smá fréttir í vinnslu, hlakka líka til að deila því með ykkur.

photokas2 photokas3 photokas4 photokas

Fréttatíminn í dag.

Þið getið fundið mig í Fréttatímanum í dag aðeins að blaðra meira um karlmenn og make-up :)

Sit hér með engifer te & dauðkvíður að fara út í kuldann. Þessar filmur framkalla sig ekki sjálfar :)

Eitt í viðbót!

Trendnet er komið í samstarf við Coke Light og Instagram gleðin heldur áfram! Coke Light styður íslenska hönnun og í þetta skiptið er það Shadow Creatures og getiði unnið glæsilega vinninga frá Shadow Creatures og gjafabréf úr Kiosk – og auðvitað helling af Coke Light. Hashtaggið fallegar myndir af ykkur eða öðru #trendlight – mikil gleði & gaman!

Usher – Jakki jjjá takk!

Ég rakst á þessa mynd af Usher uppá asnalega tilviljun;

usher

Hann var semsagt að fagna 34 ára afmælinu sínu í London og ég rak augun beint í jakkann og gerði ddddauðaleit um allt internetið og fann loksins jakkann! Þetta er semsagt gullfallegur jakki frá Balenciaga sem má sjá hér;

balenciagabikerjacket

Þó að rennilásinn á vinstri erminni (kannski er þetta hægri, ég kann ekki á svona hægri vinstri kerfi, ég stóð allavega upp og snéri mér við til að tékka.) fer í taugarnar á mér þá mundi ég ekki hika við að fjárfesta í honum ef veskið mundi leyfa.

Skórnir sem hann er í er frá Pierre Hardy með animal printi sem ég ætla að skrifa um seinna. Karlmenn og leopard print? – stay tuned.

Edda Oscars – How To Spend It.

Ein af okkar flottasta módelum Edda Óskars í nýjasta issue-i How To Spend It.
Mynduð af Andrew Yee í Baroque stíl.

Þetta er eins og fallegt olíuverk. Þessi stelpa er mitt allra uppáhalds módel og ég elska að fylgjast með henni.

Stórkostlegt! – svo fallegt.

BOSS BLACK winter campaign.

Rakst á þessar myndir af vetrar campaigninu hjá BOSS Black og þær gripu mig strax! – Ekkert smá fallegar.
Myndirnar eru teknar af teyminu Hunter & Gatti.

Dauðlangar í jakkaföt, ég er einn af fáum sem á ekki almennileg falleg jakkaföt.

Auðvitað endalaust af jökkum og blazerum, en ekki jakkaföt. Það er næst á listanum!

rj-rogenski-boss1

rj-rogenski-boss2

rj-rogenski-boss3