Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

SKÓR.

Ég er enginn skó gaur, ég í rauninni veit ekkert hvaða skór eru flottir og hverjir ekki. Mér finnst converse flottir og allskonar boots flott, annars tel ég mig ekki vita mikið hvaða skór eru geggjaðir og hverjir ekki.

Ég elska að hoppa í íþróttaskó, eða aðra þæginlega og ég er bara sáttur. Þetta er orðið frekar slæmt ástand, en þetta kemur allt með tímanum.
Í gær þegar ég var í símakorts mission-i ákvað ég að kíkja inní Zara þar sem ég er enn svo ánægður með kaupin sem ég gerði þar í Barcelona. Ég var dauðhræddur að ég mundi finna eitthvað sem mundi öskra á mig sem er alveg týpískt þegar maður er blankur og ekki að leita af neinu.

Viti menn, auðvitað fann ég eitthvað, þessir hérna tóku á móti mér ..

.. öskrandi á mig af öllum krafti.

Ég stóðst freistinguna í gær.

En á morgun ætla ég að fara kaupa þá því ég get ekki hætt að hugsa um þá.

Yfirdráttur heeeere I come!!

Ekkert haust í Köben!

Ég á ekki til orð með myndirnar sem ég sá þegar ég fletti í gegnum instagram-ið mitt í morgun. Snjór, og kuldi, rafmagnsleysi og rok á Íslandi.

Hér aftur á móti, var ágætur 30 stiga hiti og ég er búinn að vera í hitabaði í dag! Yndislegur dagur í Kaupmannahöfn. Það er ótrúlegt hvað ég ELSKA að fylgjast með fólki hérna. Ég rölti um Norrebro í dag og leitaði af gömlum húsgögnum, eða hlutum ásamt því að fylgjast með menningunni, fötunum og fólkinu. Sat svo í Kongens Have og naut lífsins í tætlur. Æ hvað mér finnst gott að vera hér.

Afsveinaði svo þennan jakka í kvöldgöngu um hverfið mitt! Hlakka smá til haustsins og getað nýtt allar yfirhafnirnar.

Ef það eru einhverjar fyrirspurnir, spurningar eða almennar vangaveltur þá eruði velkomin að senda mér mail á
helgi@trendnet.is 

OROBLU haust – preview.

Ég er alveg að fara posta lookbookinu í heild sinni en mér datt í hug að sýna smá preview.
Mér líður mjög vel með útkomuna og hlakka til að posta öllu saman.

Eigði góðan dag! x

TUMBLR.

Ég elska Tumblr, ég get legið allan daginn og refreshað og skoðað nýjar og nýjar myndir fá innblástur.

Þið sem ekki eigið Tumblr þá mæli ég með þessu. Ég elska þetta. Ég fór í dag yfir myndirnar sem ég er búinn að “like-a” og fann ég margar fallegar myndir sem mér datt í hug að deila með ykkur.

Finnst eins og ég sé ekki búinn að mynda í heila eilífð – hlakka til að fara byrja aftur!

tumblr_llgkihr2Wj1qd1vrto1_500 tumblr_lhlk3ayhXz1qaov6zo1_500 tumblr_l75j2hZh2h1qaagfbo1_500 tumblr_lcr3neItwu1qf9v2mo1_500 tumblr_lt7383Q0wR1qlhzxdo1_500 tumblr_lxkf256pNB1qdsxb2o1_500 tumblr_ly8yg027CR1r9tdn6o1_500 tumblr_lz4mtvNPh61qauqkgo1_500 tumblr_lz090wXVVn1r3krupo1_500 tumblr_lz356g8YTm1qb4hiyo1_500 tumblr_lzitl2geuR1r3krupo1_500 tumblr_lzvxw1HxhQ1r8obamo1_500 tumblr_m1owha48Oz1qlmuluo1_500 tumblr_m2bymcpr8r1qh0g6wo1_500 tumblr_m2l70pWKdZ1qh0g6wo1_500 tumblr_m2r1pegf7W1qlsycuo1_500 tumblr_m2w241HRv91qzn1jeo1_500 tumblr_m5gw523nSH1r0ovpwo1_500 tumblr_m05xk1fSci1r3ep8zo1_500 tumblr_m05xreIP1W1qf2pkdo1_500 tumblr_m6b8ocJE7l1r6dpvto1_500 tumblr_m6e779P71r1rxeogho1_500 tumblr_m6jqv7e5hp1r5kru7o1_500 tumblr_m6qfvmrqiD1qhgogbo1_500 tumblr_m08zhnAxkV1qa2nzso1_r1_500 tumblr_m24gd704tL1qjkjfoo1_500 tumblr_m24mvzDbi01qkfqd7o1_500 tumblr_m27yygdKVE1qzrrqmo1_500 tumblr_m31ybypp9S1r302kmo1_500 tumblr_m32z07OE1R1qb38x9o1_500 tumblr_m34ko1CsaF1qg2mt6o1_500 tumblr_m38le59tJ61qztfwfo1_500 tumblr_m39iw6hD461qd30cfo1_500 tumblr_m82rpeZs0o1r5tlvko2_500 tumblr_m091flNZ6V1r3pnrio1_500 tumblr_m271riT4CN1qk1v5to1_500 tumblr_m845qyBnsd1qddppio1_500 tumblr_m2811ibHPi1qh0g6wo1_500

Tattoo mania.

Ég er farinn að finna það í húðinni, eyrunum, fingrunum og öllum hinum líkamspörtunum hvað mig langar að fá mér nýtt flúr. Endalaus hugmyndavinna og endalausar myndir til að skoða. Hér í Köben er svo fín stofa sem heitir Brightside Tattoo sem ég er búinn að vera skoða og hlakka mikið til að fara til þeirra. Peningarnir og vinnan þarf að koma fyrst.

Búinn að vera að skoða án þessa að stoppa í of langan tíma og er orðinn rangeygður, skrifa niður hugmyndir og sketsa.
Næsta flúr verður eitthvað skemmtilegt.

helgi@trendnet.is