Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

ALL MINE

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég staddur í Barcelona í vinnuferð en fæ þó smá frítíð til að stökkva í búðir og ég er svo að nýta mér það til fulls.

Heimskulegt en satt þá hef ég fundið geðveikt hlý föt til að nota fyrir haustið og get tékkað eitt af “must-have” fyrir haustið sem var nice jakki með leðurermum.

VOILA!

Fjárfesti einnig í svona;

& svona

Ásamt því að hafa misst vitið í H&M, þá er ég ótrúlega sáttur með kaupin mín hingað til og hef verið ótrúlega hagkvæmur í kaupunum. Win, gleði og frábært!

Kveðja úr 46°hita (jebb, í dag var 46° stiga hiti.)

Oroblu – Behind the scenes

Ég myndaði lookbook fyrir Oroblu á dögunum með hinni fögru Sylviu Briem og við tókum nokkrar myndir í gegnum tökudagana og mér datt í hug að deila með ykkur nokkrum.

Þær verða publishaðar á næstu dögum – hlakka til að sýna people.

– Helgi

Barcelona

Stutt og laggott!

Var að lenda og kominn uppá hótel, þreyttur og þarf að vakna extra snemma útaf ffffjandans tímamismuni.

Kveðja úr biiiluðum hita!! :)

– Helgi

Haust/Vetrarlína Frankie Morello.

frankiemorello

Í byrjun þessa árs rakst ég á þennan hönnuð Frankie Morello og skoðaði þaðan línurnar hans, þær gömlu og nýju.

Hönnunin hans er tryllt og langaði að deila haust og vetrarlínunni hans 2012. –
Ég held að ef að ég mundi hanna línu þá væri hún eflaust í svipuðum dúr.

Gaddar, leður, dýrakragar – þetta er brilliant! Enjoy.

ASOS

Fékk smá glaðning í dag þegar ég kom heim frá ASOS.

Ég sem hélt þetta yrði svaka kaup sem ég ætlaði að gera, en ég er eitthvað nískari en ég geri mér stundum grein fyrir. Gríðarlega sáttur með gripina.

Hlýrabolur – tilvalinn fyrir Barce á laugardaginn, hringur, armbönd, 2 stykki hálsmen & stutt húfa. Flest allt úr útsölunni – win!

– Helgi