Ég má til með að segja ykkur frá því að Beyoncé verður á forsíðu Vogue í september. Það hefur líklegast ekki farið framhjá ykkur eftir Berlínar færsluna mína, þar sem ég sá hana spila í fyrsta skipti (loksins!), að ég held mikið uppá þessa konu. Mér finnst hún vera svo framúrskarandi listamaður og æðislegt að fylgjast með henni.
Vogue er eitt flottasta tímarit í heiminum og september tímaritið þeirra eitt það mikilvægasta. Í blaðinu má finna gullfallegar myndir af Beyoncé sem teknar af Tyler Mitchell sem er aðeins 23 ára gamall. Þetta er í fyrsta skipti sem African American tekur mynd fyrir forsíðu Vogue. Það má einnig finna áhrifaríkt viðtal við Beyoncé, þar sem hún talar um lífið sitt, líkama sinn og uppruna sinn.
Viðtalið er magnað en þar talar hún meðal annars um hvernig líkaminn hennar hefur breyst eftir barnsburð og pressuna frá samfélaginu um að líkaminn eigi að vera kominn í topp stand þrjá mánuði eftir fæðingu. Hún talar einnig um uppruna sinn og segir frá því þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í bransanum. Á þeim tíma hefði aldrei komið til greina að svört kona yrði á forsíðu tímarits, því það myndi ekki seljast. Sem manni finnst fáránlegt og skrítið að hugsa til þess að það sé ekki lengra síðan. Í dag, 2018 er ekki bara African American kona á forsíðu Vogue heldur einnig ljósmyndarinn.
Það gladdi mig einnig mikið þegar hún minnist á OTR II tónleikaferðalagið sitt og Jay Z. Hún man þá sérstaklega eftir tónleikunum sínum í Berlín á Olympiastadion. Hún segir í viðtalinu að þessir tónleikar standi uppúr vegna þess að þessi staður var eitt sinn þekktur fyrir stuðla að hatri, rasisma og sundurleika. Beyoncé segir að þegar hún og Jay Z tóku lokalagið þeirra sáu þau alla brosa, haldast í hendur, kyssast og allir fullir af ást. Ég var ein af þessu fólki, man eftir lokalaginu og fékk gæsahúð þegar ég las þetta. Þau voru svo þakklát og voru endlaust að segja takk eftir lagið sem sýnir hvað þau eru auðmjúk.
Myndirnar eru ótrúlega flottar og mjög mikið í anda Beyoncé að mínu mati. Förðunin látlaus og dregur fram það besta – Love it!
Vá hvað ég er spennt að fá þetta blað í hendurnar. Hún er svo sannarlega ein flottasta kona í heiminum – staðfest!
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg