*Færslan er í samstarfi við Bourjois/PR
Halló!
Ég fékk nokkra varaliti til að prófa fyrir rúmum mánuði síðan og hef verið að prófa mig áfram. Þessir varalitir komu mér skemmtilega á óvart og eru þeir búnir að vera í mikilli notkun síðan ég fékk þá. Ég fékk nokkra liti og einn af þeim var gullfallegur rauður litur. Þið sem hafið fylgst með mér lengi vitið að ég er meira fyrir þessa “nude” eða hlutlausu varaliti en það er eitthvað við þennan rauða lit. Mér finnst hann vera í þessum fullkomna rauða lit, ekki of hlýr og ekki of kaldur.
Varalitirnir eru frá Bourjouis og er formúlan alveg hreint æðisleg. Formúlan er ótrúlega létt, mött og meðfærileg. Það er auðvelt að bera varalitinn á sig en þeir koma í blýantsformi og er því einnig hægt að móta varirnar áður en maður fyllir þær síðan með litnum. Varaliturinn helst á vörunum í allt að átta klukkustundir. Ég fór út að borða með rauða varalitinn um daginn og hann hélst ótrúlega vel á vörunum. Mér finnst maður þó allt af þurfa bæta á ef maður er að borða og drekka en það persónulega truflar mig ekki neitt.
Þægilegt blýantsform
Bronze húð og rauðar varir
Eftir margra vikna notkun get ég vel mælt með þessum varalitum!
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg