fbpx

UNDIRBÚNINGUR FYRIR SUMARIÐ

DEKUR

Ég er komin í mikið sumarskap.. já ég veit að það er samt bara mars haha og ískalt úti. Sumarið er samt að koma eftir nokkra mánuði og mig langar að byrja undirbúa líkamann fyrir það. Ég er samt ekki vön að byrja undirbúa líkamann fyrir sumarið eða eitthvað slíkt en ég hef oft ætlað að gera það. Ég er ekki nógu dugleg við það að skrúbba og næra líkamann en kannski með því að gera færslu þá peppa sjálfan mig og vonandi ykkur líka xx Ég ætla deila með ykkur nokkrum vörum sem eru á óskalistanum mínum frá The Body Shop en það er hægt að finna allt til þess að dekra og næra líkamann þar.

 

*Færslan er unnin í samstarfi við The Body Shop

ÞURRBURSTI

Ég verð að eignast þennan bursta en þurrburstun er mjög mikilvæg og hjálpar við það að tóna líkamann. Þurrburstun eykur blóðflæðið í húðinni og getur komið í veg fyrir appelsínuhúð eða unnið gegn appelsínuhúð. Þú nuddar burstanum þurrum í hringlaga hreyfingar í átt að hjartanu. Það er mælt með því að gera þetta einu sinni á dag.

Ég er samt ekkert á móti appelsínuhúð og maður á ekkert að vera hræddur við að sýna það, það eru flestir með appelsínuhúð. Það er bara mjög gott að koma blóðflæðinu af stað og er appelsínuhúð orsök eiturefna sem safnast hafa saman í fitufrumum líkamans.

 

SÓLARVÖRN

 

Sólarvörn er mjög mikilvæg og sérstaklega núna með hækkandi sól. Þótt að það sé ennþá mínus gráður úti þá er sól alltaf sól og mikilvægt að verja sig gegn henni. Mér finnst mjög gott að nota dagkrem sem inniheldur sólarvörn. Ég sá þetta hjá The Body Shop og þetta hljómar aðeins of vel, sólarvörn með vitamín C.

SKRÚBBUR

Skrúbbur hjálpar manni við að endurnýja húðina og ég sá einmitt þennan skrúbb hjá The Body Shop sem á að tóna húðina. Það er því tilvalið að nota þennan eftir þurrburstunina og er Spa Fit línan sérstaklega hönnuð til þess að tóna líkamann.

BODY LOTION

Það er mjög mikilvægt að bera á sig body lotion en ég þarf klárlega að vera duglegri í því. Body lotion gefur líkamnum góðan raka og getur til dæmis komið í veg fyrir slit eða hjálpað slitum að fara fyrr. Ég er mjög hrifin af body lotion frá Spa of the world línunni.

NÆRANDI STURTUSÁPA

Sturtusápa sem nærir húðina og gerir hana silkimjúka. Ég er mjög hrifin af öllu svona en ég er mjög léleg við að setja á mig body lotion og þá finnst mér gott að næra húðina í sturtu. Þessi sturtusápa verður að olíu og einnig sniðugt að setja nokkrar púmpur í baðið.

 

BAÐLILJA

 

Ég elska þessar baðliljur en mér finnst ég nýta sturtusápuna miklu betur og skrúbbar líkamann létt í leiðinni.

 

P.S. Það er 20% afsláttur af öllu í The Body Shop dagana 8.mars – 12.mars xx

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á hinum samfélagsmiðlunum mínum ..

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

SEIÐANDI ILMIR

Skrifa Innlegg