fbpx

TVÖFÖLD AFMÆLISGLEÐI

INNBLÁSTURLÍFIÐSAMSTARF

Halló!

Við við vorum með tvöfalda afmælisveislu um helgina. Steinar kærasti minn varð 30 ára þann 11.febrúar og Áslaug Rún dóttir okkar varð 1 árs þann 14. febrúar. Ég bara trúi ekki að Áslaug Rún sé orðin 1 árs! Þessi tími er búin að líða svo hratt og ég búin að bíða spennt eftir að halda þessa veislu. Vá hvað það er fullorðins að halda barnaafmæli, allt í einu eigum við bara 1 árs barn.

Þetta var lítil veisla með okkar nánasta fólki og það var að sjálfsögðu öllum sóttvarnarreglum fylgt. Ég er algjör gestgjafi, elska að halda veislur og var byrjuð að skoða innblástur á Pinterest þegar Áslaug Rún var sex mánaða. Þetta er held ég þriðja eða fjórða veislan sem Áslaug Rún fer í og hún var mjög hissa að sjá svona “mikið” af fólki haha.

Instagramið mitt eiginlega sprakk með spurningum um kjólinn minn en ég keypti hann í algjöru flýti panikki á Asos og vonaðist eftir að hann myndi passa, sem hann gerði og ég var mjög ánægð með hann. Þið getið skoðað hann hér.

Kakan er frá snillingum í Bake me a Wish og fékk ég hana í samstarfi en ég var líka með köku frá þeim í nafnaveislunni hennar. Ég var í skýjunum með kökuna en ég var með ákveðna hugmynd um hvernig köku ég vildi og Sylvía hjá Bake me a Wish gerði hana miklu flottari en mig hefði nokkur tímann geta ímyndað mér! Miðarnir á Coke Cola flöskurnar fékk ég hjá Vörumerking ehf. en ég lét gera þetta fyrir nafnaveisluna hennar og átti afgangs miða. Servétturnar voru líka afgangs úr nafnaveislunni og eru frá Reykjavík Letterpress, svo fallegar! Blöðrurnar og hluta af skrautinu fékk ég í samstarfi við Confetti sisters. Þær eru með ótrúlega flott úrval af skrauti og var ég algjörum vændræðum að velja.

Sætasta kaka sem ég hef séð og vá hvað hún var góð á bragðið!

Kakan hennar Áslaugar Rúnar var melóna með smá rjóma, jarðaberjum og bláberjum. Melónur eru það besta sem hún fær og var hún í skýjunum með þessa köku. Henni fannst rjóminn hinsvegar ekki en það fær hún ekki frá mömmu sinni.

Yndislegur dagur með fólkinu okkar, ég er að springa úr þakklæti xx

HEIMA MEÐ YEOMAN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    19. February 2021

    Til hamingju með þín <3