fbpx

TRENDNET GOODIE BAG

LÍFIÐSNYRTIVÖRUR

Hversu fallegt er nýja útlitið á Trendnet!? Ég er allavega gjörsamlega ástfangin og er mjög spennt fyrir komandi tímum. Þið hafið eflaust tekið eftir að við hjá Trendnet vorum með viðburð um daginn með öllu tilheyrandi. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að sjá alla sem komu að fagna með okkur. Ég steingleymdi að taka myndir en ég mæli með að kíkja á nýju færsluna hans Helga og Elísabetar, þar getið þið séð betur stemninguna og gleðina.

 

Ég var líka svo utan við mig að ég steingleymdi að fara úr kápunni haha og þetta var eina myndin sem ég tók. Þarna er ég mjög spennt að fara fá mér Trendnet bol!

Mig langaði aðeins að sýna ykkur hvað var að leynast í gjafapokanum og í leiðinni langaði mig að segja takk við alla samstarfsaðila sem tóku þátt í þessum flotta gjafapoka. Það voru allavega margir spenntir fyrir þessum flottu gjafapokum en vörurnar komu í Trendnet taupoka sem er æðislega flottur, hlakka strax til að fara út í búð og versla í matinn.. verð mega skvís með Trendnet poka. Það var síðan hægt að kaupa Trendnet boli með nýja logo-inu á og allur ágóðinn fór til styrktar Unicef.

 

Þetta eru glæsilegar vörur sem leyndust í pokanum. Það vantar reyndar lúxusprufur af body lotion og skrúbb frá The Body Shop en ég var svo fljótfær að ég tók allt uppúr gjafapokanum heima hjá kærastanum mínum og gleymdi því svo hjá honum.. týpiskt!

Þið getið einnig fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

BESTU SNYRTIVÖRURNAR

Skrifa Innlegg