fbpx

TOPP 10 SNYRTIVÖRUR FYRIR HÁTÍÐIRNAR

SNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er í samstarfi við Nathan&Olsen

Halló!

Ég ákvað að taka saman nokkrar af mínum uppáhalds snyrtivörum eða þær sem eru á mínum óskalista og eru núna á Tax Free í Hagkaup. Listinn varð óvart mjög glamúrlegur en það passar líka mjög vel við þennann tíma árs. Ég gríp allavega mun oftar í rauðavaralitinn eða geri eitthvað extra á veturna!

 

Chanel Les 4 Ombres N°5 – Gullfalleg augnskuggapalletta úr hátíðarlínu Chanel. Mér finnst Chanel alltaf toppa sig og er þessi augnskuggapalletta svo vel heppnuð hjá þeim. Það er hægt að gera ótrúlega mikið af fallegum hátíðarförðunum með þessari pallettu.

Clarins Lip oil – Varaolía sem nærir varirnar ótrúlega vel og gefur vörunum fallegan ljóma. Ég fæ alltaf varaþurkk á þessum tíma árs og finnst þá svo gott að grípa í góða varaolíu sem nærir vel!

Chanel Limited-Edition Iridescent Illuminating Fluid – Gullfallegur ljómi sem hægt er að nota undir eða yfir farða. Húðin verður ótrúlega fersk og ljómandi.

Clarins Ombre Shimmer Eyeshadow – Þessir augnskuggar frá Clarins eru mjög vanmetnir að mínu mati! Svo fallegir og kremaðir. Mér finnst líka mjög jákvætt að það sé hægt kaupa einn augnskugga, því maður á oft kannski aðrar augnskuggapalletturnar.

Shiseido Synchro Skin Self-refreshing Concealer – Ég er búin að nefna þennan hyljara oft hér og verð bara að fá mæla með honum einu sinni enn! Hyljari sem þekur vel, gefur létta og fallega áferð. Síðan er mögnuð formúla á bakvið þennan hyljara en hann á að hreyfa sig með húðinni, þannig hann sest síður í fínar línu.

Clarins Waterproof Chestnut – Ég set alltaf á mig eyeliner þegar ég mála mig og nota þennan alltaf. Augnblýantur sem blandast ótrúlega vel og helst á sínum stað. Ég er líka ótrúlega hrifin af því að nota brúnan eyeliner, finnst allt verða miklu mildara.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation – Ef þið eruð að leita ykkur að góðum farða sem endist vel og er fallegur á húðina þá mæli ég með þessum. Mögnuð formúla frá Shiseido en þið getið lesið meira um farðann hér en ég gerði bloggfærslu um farðann fyrir nokkrum árum.

Chanel Rouge Allure – Alltaf á þessum tíma árs fer ég að skoða rauðu varalitina mína, þeir kalla á mann! Gullfallegur rauður varalitur er alltaf svo hátíðlegur.

Good Girl Carolina Herrera – Æðislegur ilmur frá Carolina Herrera sem er einn af mínum uppáhalds en er núna kominn í hátíðarbúning.

Guerlain Terracotta Gold Bronze – Gullfallegt sólarpúður sem gefur sólkysst útlit og frískleika.

HVAÐ GERIR GLYCOLIC SÝRA?

Skrifa Innlegg