*Færlsan er unnin í samstarfi við Real Techniques
POWDERBLEU
Loksins loksins eru PowderBleu burstarnir mættir til landsins! Ég er búin að bíða lengi eftir þessum burstum. Ég fékk að prófa þá fyrir nokkrum vikum og get 100% mælt með þeim. Þetta er eitt flottasta “launch” sem Real Techniques hefur komið út með að mínu mati. Þessir burstar eru ekki bara ótrúlega fallegir heldur einnig mjög góðir. Ég er búin að nota þá mikið á mig sjálfa og einnig þegar ég er að farða. Mig langar að segja ykkur betur frá þessum burstum og í leiðinni segja ykkur frá því að þeir eru mættir í verslanir!
PowderBleu er ný gullfalleg lína frá Real Techniques, sem inniheldur bursta sem eru sérstaklega ætlaðir í púður. Innblásturinn af burstunum er komin frá bláum íkorna sem hafa lengi veirð talin ein af þeim allra mýkstu og dýrmætustu í heimi, og margir af dýrustu burstum heims innihalda þau.
Púður getur verið eitt það mikilvægasta í förðun þegar kemur að endingu en með því að setja púðurvörur yfir kremaðar eða fljótandi förðunarvörur mun allt haldast betur yfir daginn. Hárin í PowderBleu burstunum eru sérstaklega gerð fyrir púður förðunarvörur. Hárin í burstunum eru einnig sérstaklega hönnuð til þess að grípa vel púður förðunarvörur, bera þær á þau svæði sem þú vilt púðra og án þess að hreyfa við farðanum. Það er skemmtilegt að segja frá því að PowderBleu burstarnir eru þeir fyrstu á markaðnum til að nota sérstaka FauxBleu tækni sem líkir eftir hárum blárra íkorna bæði í áferð og lit. Allir burstar frá Real Techniques eru að sjálfssögðu Cruelty Free.
B01
Soft Powder Brush: er hannaður til þess að bera púður yfir stærri svæði andlitsins og blöndun sólarpúðra og highlighters. Þessi er búin að vera í stanslausri notkun hjá mér en hann blandar út sólarpúður mjög vel. Hann nær að grípa passlega mikið af vöru og blandar síðan fallega við húðina.
B02
Soft Finishing Brush: Þessi bursti er hannaður til þess að bera kinnliti og blanda þeim svo að þekjan verði létt og ljómandi. Lögunin gerir það að verkum að auðvelt er að blanda út vöru en halda henni á nákvæmum stað. Ég er búin að nota þennan mikið til þess að setja púður undir augun en mér finnst hann fullkominn í það verk.
B03
Soft Complexion Brush: Burstinn er kúptur og mjög þéttur, og er hannaður til að pakka og blanda föstum púðurfarða á húðina. Með honum er auðvelt að byggja upp þekju með mattri áferð. Mér finnst þessi bursti bestur í kinnaliti eða til þess að gera nákvæma skyggingu.
B04
Soft Shadow Brush: Nákvæmur bursti til að byggja upp og blanda púður augnskuggum, og gefa létta áferð. Þessi bursti er strax orðinn minn allra uppáhalds blöndunarbursti en hann er fullkominn til þess að blanda “fyrsta” lit eða sem sagt blanda út fyrsta augnskuggan í blöndunarferlinu. Ég ætla klárlega að fá mér nokkra af þessum en góður blöndunarbursti er must í förðunarkittið!
B05
Soft Kabuki Brush: Stór og einstaklega mjúkur bursti sem þéttir og blandar sólarpúður, highlighter eða aðrar púðurvörur inn í húðina á andliti og yfir bringu. Þessi er æðislegur til þess að blanda út sólarpúður og blanda út highlighter á stærri svæði á líkamanum, eins og til dæmis bringuna. Síðan er hann svo fallegur á snyrtiborðið!
Plush Powder Puff
Plush Powder Puff: Mjúkur púði með flauels áferð sem er fullkominn til að setja farða með lausu púðri. Þessi púði er einnig gott verkfæri þegar maður er að farða aðra eða til þess að “baka”.
Ég vona að þið séuð jafn spennt og ég yfir þessum burstum! Þeir eru svo fallegir og ótrúlega mjúkir – Þeir eru klárlega þess virði að skoða xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg