Halló!
Síðan að covid byrjaði er ég búin að vera með áhyggjur og kvíða yfir þessum faraldri, eins og eflaust margir. Þetta hefur áhrif á alla og manni finnst þessi óvissa svo óþægileg. Ég hef að mestu reynt að halda mínum samfélagsmiðlum jákvæðum og covid fríum, ekki útaf mér er sama heldur að reyna hafa miðlana mína sem stað til þess að gleyma sér og hugsa um eitthvað annað eða reyna það.
Það að eignast barn á covid tímum er ótrúlega skrítið, mér finnst við mæðgur hafa verið extra einangraðar. Margir sem hafa lítið séð hana og manni finnst oft lítil tilbreyting. Ég er alltaf að minna mig á að þetta er bara tímabil og mun líða hjá. Mig langaði að deila með ykkur einu sem ég hef gert núna í nokkur ár, sem hjálpar mér ótrúlega mikið og er þetta eitthvað sem mamma mín kenndi mér. Það er að gera þakklætislista og segja hann annað hvort upphátt eða í hljóði áður en maður fer að sofa. Þetta þarf alls ekki að vera flókið, heldur best að einbeita sér að einföldu hlutunum í lífinu sem maður er þakklátur fyrir. Ég mæli með að gera svona lista og gera þetta að rútínu á hverjum kvöldi. Þá fer maður þakklátur að sofa.
Ég er þakklát fyrir..
Áslaugu Rún dóttur mína
Steinar kærasta minn
Fjölskylduna mína
Vini mína
Eiga þak yfir höfuðið
Heilsuna mína
Geta unnið við það sem ég elska
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg