Halló! Það er Tax Free um helgina í Hagkaup og langaði mig því að taka saman nokkrar (margar) vörur sem ég mæli með.
Clinique ID Dramatically hydrating jelly – Rakagefandi gel sem hægt er að aðlaga að þinni húðtýpu. Ég er með venjulega út í olíumikla húð og þess vegna valdi ég mér gel með bláu hylki. Bláa hylkið minnar ásýnd húðhola, birtir og jafnar húðáferð.
Chanel Soleil Tan De Chanel – Eitt fallegasta krem sólarpúður sem ég hef átt og gefur fallegan lit. Ég mæli sérstaklega með Chanel vörunum á Tax Free en ég sá að það eru sérstakir Chanel dagar þannig það er tvöfaldur afsláttur.
Urban Decay Brow Endowed – Augabrúnablýantur með tveimur endum. Einn er með blýant og hinn með túss. Þetta er æðislegt combo og hægt að móta augabrúnir vel með þessu.
Real Techniques Enhanced Eye Set – Ef ykkur vantar augnskuggabursta þá mæli ég innilega með þessu setti. Þetta sett inniheldur fjóra bursta og eina greiðu.
BIOEFFECT EGF – 2A Daily Duo – Æðisleg vara frá BIOEFFECT sem gefur húðinni ótrúlega mikinn raka og heldur einnig rakanum vel í húðinni yfir daginn.
Chanel complexion-enhancing highlighter stick – Náttúrulegur highlighter sem gefur húðinni fallegan ljóma og fullkomið fyrir sumarið þegar sólin skín á hæstu staði andlitsins.
Becca Cosmetics Glow Shield Prime & Sit Mist – Þetta er nýtt sprey frá Becca Cosmetics og strax orðið uppáhalds. Spreyið gefur góðan raka og úðin er ótrúlega fínn, þannig það er fullkomið til að spreyja yfir förðun.
Swati – Sænskar litalinsur sem gefa manni þetta extra. Mér finnst þetta eiginlega það sama og að setja á sig augnhár, skemmtilegt og öðruvísi. Þessar linsur eru líka mjög náttúrulega og litirnir mjög flottir.
Urban Decay Brow Blade – Skemmtileg augabrúna vara en öðru megin er primer sem maður greiðir fyrst í gegnum augabrúnirnar og því næst lit sem er á hinum endanum.
Carolina Herrera Good Girl – Lyktin af þessu ilmvatni er svo góð. Hún er ekki of þung en ekki of létt haha, það er mjög erfit að lýsa ilmum en mæli með að fara og finna lyktina! Skemmir líka ekki fyrir hvað ilmvatnsglasið er “over the top” og flott.
Chanel Rouge Coco Flash Chicness – Minn uppáhalds hversdags nude varalitur. Gefur raka og maður getur bara hent honum á sig án þess að horfa.
Clarins Instant bright Concealer – Ég sagði ykkur frá þessum hyljara um daginn en þessi hyljari gefur raka, birtir, léttur á húðinni og þekur vel.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg