fbpx

TAX FREE MUST HAVES!

SNYRTIVÖRURTAX FREE

Það er tax free dagana 3-7. maí í Hagkaup og mig langaði að deila með ykkur nokkrum snyrtivörum sem ég mæli með!

 

GUERLAIN ROUGE G LIPSTICK

 

Þessi varalitur er gullfallegur og mér finnst tilvalið að nýta Tax Free í að kaupa kannski eitthvað sem er á óskalistanum og í dýrari kantinum. Þetta eru nýir varalitir frá Guerlain og eru gordjöss! Mér finnst pakkningarnar ótrúlega fallegar og það er hægt að velja eftir sínum smekk.

URBAN DECAY ALL NIGHTER POLLUTION PROTECTION SETTING SPRAY

 

Þetta sprey er búið að vera í miklu uppáhaldi. Spreyið heldur farðanum lengur á húðinni og verndar hana frá óhreinindum í umhverfinu. Ég nota þetta í gegnum alla förðunina, yfir og undir farða.

   MAYBELLINE BROW PERCISE  FIBER FILLER

 

Ég er orðin háð því að nota þetta í augabrúnirnar á mér. Þetta er augabrúnagel sem inniheldur trefja sem þykkja augabrúnirnar og greiðir í gegnum öll litlu hárin.

BECCA BRONZER

 

Ljómandi sólarpúður sem gefur frísklegt og ljómandi útlit.. þarf ég að segja mér? Þetta er allavega komið í snyrtibudduna mína og verður þar í sumar!

 

URBAN DECAY 1993 LIPLINER

Klassískur nude varablýantur sem hægt er að nota með öðrum varalitum. Þennan varablýant má alltaf finna í veskinu mínu.

L’ORÉAL PARADISE EXATIC MASKARI

Þessi maskari er búin að vera minn uppáhalds í nokkra mánuði núna en hann þykkir ótrúlega vel og lengir. Ég er yfirleitt meira fyrir gúmmí bursta á möskurum en þessi bursti er æði, nær öllum litlum augnhárum.

YSL TOUCHE ÉCLAT ALL-IN-ONE GLOW

Þetta er yndislegur ljómandi farði sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér einsog þið hafið eflaust tekið eftir. Hann gefur einnig góðan raka en ég gerði færslu um hann þannig þið getið lesið um hann hér.

L’ORÉAL LIFE’S A PEACH KINNALITUR

 

Kinnlitur sem gefur fallegt og frísklegt útlit. Það líka besta við þennan kinnalit er að hann lyktar einsog ferskjur. Hann gefur líka ljóma og nota ég því bara þetta dagsdaglega og sleppi highlighter.

REAL TECHNIQUES INSTAPOP BURSTAR

Instapop burstarnir eru búnir að vera í miklu uppáhaldi hjá mér uppá síðkastið en ég nota þá í allt. Mér finnst æði að nota þá í farða því þeir eru skáskornir og liggja svo vel við andlitið.

 

SCENT FOR HER – HUGO BOSS

Þessi ilmur er búin að vera mitt uppáhald þessa dagana og fæ ég alltaf mjög góð viðbrögð þegar ég er með það. Þessi ilmur er ávaxtakenndur með blómakeim en er létt kryddaður.

I LOVE YOU MUCHI HIGHLIGHTER – NYX PROFESSIONAL MAKEUP

Þetta er highlighter úr nýrri línu frá Nyx Professional Makeup en hann er ótrúlega kremaður og gefur fallegan ljóma. Ég nota alltaf þennan sem er lengst til hægri.

BECCA BRIGHTENING CORRECTOR

 

Baugabani sem tekur í burtu dökka bauga og birtir til. Ég nota þetta oft áður en ég set á mig hyljara en stundum er gott að litaleiðrétta áður, sérstaklega ef maður er með dökka bauga. Síðan er æðislegt að nota þetta á dögum sem maður nennir ekki að mála sig en vill samt aðeins fríska uppá sig.

 

Vonandi hjálpaði þetta ykkur sem eruð í verslunarleiðangri og takk fyrir að lesa xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

 

Á BAKVIÐ TJÖLDIN: MYNDATAKA FYRIR REAL TECHNIQUES

Skrifa Innlegg