Það er Tax Free dagana 1.-5. febrúar og mig langaði að deila með ykkur hvaða snyrtivörum ég mæli með. Ég ákvað að gera Tax Free listana örlítið öðruvísi núna en ég ætla sem sagt að gera tvo lista. Fyrsti listinn sem ég ætla deila með ykkur eru vörur sem mér finnst algjört “must” og vörur sem ég kaupi aftur og aftur. Hinn listinn er meira óskalisti og kannski vörur sem sniðugt er að kaupa á Tax Free ef manni er búið að langa lengi í vöruna.
WELL OFF – ORIGINS
Ég skrifaði um þennan augnfarðahreinsi fyrir nokkrum mánuðum, þá var ég nýbúin að eignast hann. Hann er ótrúlega mildur, góður og sértaklega góður fyrir viðkvæm augu.
BROW PREICE – MAYBELLINE
Augabrúnavörur eru eitthvað sem ég nota á hverjum degi og því tilvalið að nýta Tax Free í að kaupa þær vörur. Ég er mjög hrifin af mjóum blýöntum fyrir augabrúnirnar og er þessi frá Maybelline í miklu uppáhaldi. Hann er líka á mjög góðu verði.. sem skemmir aldrei fyrir.
BRONZING GEL – SENSAI
Þessa vöru er ég líka búin að skrifa nokkrum sinnum um en hún er einfaldlega æðisleg. Ég nota hann nánast alltaf undir farða eða eina og sér þegar ég nenni ekki að mála mig en vill vera aðeins ferskari. Ég mæli með!
PARADISE EXTATIC – L’ORÉAL
Maskarar eru skyldukaup á Tax Free en ég er búin að vera fýla þennan mjög mikið. Þetta er nýlegur maskari frá L’oréal sem þykkir augnhárin og gefur þeim þetta gerviaugnhára “look”.
BRUSH CLEANSING GEL – REAL TECHNIQUES
Burstasápan frá Real Techniques er líka nauðsyn fyrir mig en þessi burstasápa er besta burstasápan að mínu mati fyrir burstana mína. Þessi sápa fer einstaklega vel með hárin og þeir verða einsog nýir.
2 MIRACLE COMPLEXION – REAL TECHNIQUES
Það er mjög mikilvægt að endurnýja svampana sýna á þriggja til sex mánaða fresti en það fer algjörlega eftir hversu mikið maður notar svampinn. Það er mjög sniðugt að kaupa tvo í einu og þá á maður alltaf auka þegar hinn er orðinn sjúskaður.
LIQUID FOUNDATION – INIKA ORGANIC
Þetta er uppáhalds hversdagsfarðinn minn og er einmitt að klárast, því tilvalið að nýta Tax Free. Það fylgir líka kaupauki með öllum keyptum förðum og púðrum hjá INIKA allan febrúar, þannig maður gæti slegið tvær flugur í einu höggi.. fengið nýjan farða og sætan kinnalit sem er kaupaukin.
GLAMGLOW – SUPERMUD
Þetta er æðislegur hreinsimaski frá GlamGlow. Hann hreinsar einstaklega vel úr svitaholum og þetta er maski sem ég mun kaupa aftur og aftur, mæli með!
EXPRESS – ST.TROPEZ
Brúnkukrem eru alltaf góð kaup á Tax Free og reyni ég einmitt alltaf að nýta Tax Free í brúnkukremskaup. Þetta brúnkukrem er eitt af mínum uppáhalds, liturinn kemur strax eftir klukkutíma og hægt að stjórna litnum.
GLAMSTARTER – GLAMGLOW
Rakakrem og ljómakrem í einu, yndisleg blanda sem gott er að setja undir farða. Ég er líka mikið búin að tala um þessa voru en ég mæli 100% með henni.
RAPIDLASH
Þetta er vara sem mig langar að nýta Tax Free í en þetta er Rapidlash og er augnháraserum sem hjálpar augnhárunum að vaxa. Ég hef prófað þetta áður og fannst það virka mjög vel.
Þið getið líka fylgst með mér hér..
Snapchat: gsortveitmakeup
Instagram: gudrunsortveit
Skrifa Innlegg