fbpx

TAX FREE HJÁ HEILSUHÚSINU: VEGAN & LÍFRÆNAR FÖRÐUNARVÖRUR

SAMSTARFSNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er unnin í samstarfi við Heilsuhúsið

Halló!

Það eru Tax Free dagar af förðunarvörum hjá Heilsuhúsinu sem gildir til 8.júní. Ég fæ oft spurningar út í viðkvæma húð og hvaða förðunarvörur hentar þeirri húðtýpu. Það er mjög erfitt að gefa eitthvað eitt ráð eða hvaða förðunarvörur virka, það eru allir með mismunandi húð. Ég bendi yfirleitt á förðunarvöru úrvalið hjá Heilsuhúsinu en lífrænar förðunarvörur henta oft vel þeim sem eru með viðkvæma húð. Ég tók saman nokkrar förðunarvörur sem fá mín meðmæli og sem eru á óskalistanum mínum.

DR. HAUSCHKA BRONZING POWDER 10 GR. #01 BRONZE

Sólarpúður sem gefur hlýju og mótar andlitið. Mér finnst liturinn á þessu sólarpúðri einstaklega fallegur en hann er ekki of hlýr og ekki of kaldur.

MÁDARA ANTI-POLLUTION CC CREAM MEDIUM

Þetta er náttúrlegur léttur farði, inniheldur SPF15, dregur fram ljóma húðarinnar. Kremið jafnar tóna húðarinnar, þar á meðal roða, dullness, dökka bletti og fölva. Vísindalega sannað að ver húðina fyrir mengun og öðrum umhverfisþáttum. Ver húðina fyrir sólinni og gefur henni góðan raka með hyaluronic sýru. Varan er vegan og cruelty free.

LAVERA ILLUMINATING EFFECT FLUID #SHEER BRONZE 02

Léttur og ljómagrunnur sem gefur húðinni fallegan ljóma. Það er hægt að bera grunninn yfir andlitið eða blanda við farða.

DR. HAUSCHKA LIQUID EYELINER 01 BLACK

Svartur augnblýantur í fljótandi formi. Burstinn er eintaklega mjór og fíngerður sem gerir það að verkum að auðvelt er að búa til fallegan eyeliner.

DR. HAUSCHKA LIP GLOSS 05 CORNELIAN

Falleg rakagefandi nude tóna gloss sem hægt er að nota eitt og sér eða yfir aðrar varaliti.

LAVERA LIPSTICK #TENDER TAUPE 30

Fallegur nude varalitur sem veitir raka og er silkimjúkur.

BENECOS REFILL PALLETTA #FREAKING HOT

Augnskuggapalletta sem inniheldur hlýja og fallega liti. Það er mikið hægt að leika sér með þessa pallettu, bæði hægt að gera dagsförðun og kvöldförðun. Síðan er mikill kostur og umhverfisvænn að hægt sé að fylla á pallettuna. Ég á þessa pallettu sjálf og nota hana mikið hversdags.

LAVERA BEAUTIFUL MINERAL EYESHADOW #MATT N’ COFEE 30

Stakur augnskuggi sem hentugt er að hafa í snyrtibuddunni. Liturinn er hlýr, mattur augnskuggi og mótar augun fallega.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

NÝJUSTU KAUP: HNÖKRAVÉL

Skrifa Innlegg