fbpx

TAX FREE: HAUST FÖRÐUN

SNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er ekki kostuð/samstarf

Halló!

Það er Tax Free í Hagkaup um helgina 5-9.september. Ég ætla halda í hefðina mína og gera Tax Free lista. Þetta eru allt vörur sem ég nota sjálf og hef prófað mig áfram með og mæli innilega með! Það er líka tilvalið núna að endurnýja snyrtibudduna fyrir haustið og ég ákvað að setja listann upp þannig að þetta væri nánast allt fyrir fallega haust förðun.

Glow Body Stick frá Becca Cosmetics:  Gullfallegt ljómastifti úr Champange Pop línunni frá Becca sem gefur líkamanum ljóma og hefur góð áhrif á húðina. Formúlan inniheldur meðal annars kókosolíu, shea butter og vitamín E. Ég mæli með að bera þetta á leggina og bringuna fyrir fallegt haustkvöld. Ég mæli annars með allri Champange Pop línunni og þið getið lesið meira um hana hér.

LES 4 OMBRES frá Chanel: Þessi augnskuggapalletta finnst mér einstaklega haustleg en hún inniheldur fallega rauða, brúna, græna og fjólubláatóna. Það er endalaust hægt að gera með þessum litum og ég mæli sérstaklega með að gera fallegt haust smokey með þessum rauðtóna.

St.Tropez Self Tan Classic: Núna þegar sólin er farin þá er gott að fjárfesta í góðu brúnkukremi fyrir komandi árshátíðir, veislur og jólaboð. Ég mæli líka með að kaupa hanska frá St.Tropez en þeir gera brúnkukrems ásetninguna miklu auðveldari og síðan getur maður sett hann bara í þvottavélina (alls ekki einnota!).

Idole by Lancome: Nýr ilmur frá Lancome sem ég er ótrúlega hrifin af. Mér finnst alltaf erfitt að lýsa ilmum og mæla með, því það er mjög persónubundið en ég mæli með að fara og finna lyktina af þessum. Þetta er ótrúlega fersk lykt en alls ekki sæt og síðan skemmir það ekki hvað flaskan er flott. Ilmurinn var hannaður með yngri kynslóð í huga og því flaskan í laginu eins og sími, sem mér finnst mjög skemmtileg hugsun.

Stay Naked frá Urban Decay: Nýr farði frá Urban Decay sem á að endast í allt að 24 klst, vegan og gefur þetta náttúrulega matta útlit. Þetta er tilvalin farði fyrir öll boðin og árshátíðirnar. Ég mæli alltaf með að nota gott rakakrem áður en maður setur á sig farða og sérstaklega fyrir þær sem eru með þurra húð. Þessi farði er þó alls ekki þurrkandi, formúlan er mjög fljótandi og er ótrúlega létt að bera á húðina.

Enchaned Eye Set frá Real Techniques: Æðislegt augnskuggaburstasett sem inniheldur alla þá bursta sem þú þarft til þess að ná fram fallegri augnförðun. Ef þú ert í efa hvernig á að nota burstana þá mæli með að lesa þessa færslu hér.

Terracotta Contour & Glow Palette: Þessi palletta er búin að vera í stanslausri notkun hjá mér síðan ég fékk hana fyrst fyrir nokkrum mánuðum. Hún inniheldur tvö falleg sólarpúður, annað er með smá ljóma í en hitt ekki. Síðan er ljómandi kinnalita og highlighter blanda. Mjög þægilegt að ferðast með þessa og ég nota matta sólarpúðrið líka oft til þess að skyggja augun. Mikið notagildi!

LE VOLUME ULTRA-NOIR DE CHANEL: Þessi maskari er einn sá besti sem ég hef prófað!.. og þá er mikið sagt. Ég er með frekar fíngerð og ljós augnhár en hann lengir, þykkir ótrúlega mikið og rammar augun fallega. Ég mæli innilega með honum.

Archliner Ink frá Shiseido: Nákvæmur og kolsvartur eyeliner sem auðvelt er að gera örmjóa línu með.

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

AFMÆLISÓSKALISTI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    8. September 2019

    Elska þessa lista !