Halló!
Í seinustu viku átti ég yndislegan en upptekinn dag. Ég var að vinna í stóru verkefni sem ég hlakka mikið til að deila með ykkur! Þessi dagur endaði síðan út að borða með kærastanum mínum á einum af mínum uppáhalds veitingastöðum í Reykjavík sem heitir Sumac, mæli með. Veðrið var yndislegt og var ég alveg búin á því eftir daginn en ótrúlega hamingjusöm.
Mig langaði að deila með ykkur dressinu sem ég var í en það var mjög sumarlegt og leið mér smá eins og ég væri hreinilega út í útlöndum. Þetta dress er mjög þægilegt og gaman að vera í engu svörtu, svona til tilbreytingar.
Jakki: Moss x Fanney Ingvars
Buxur: Vero Moda
Sokkar: Nike
Skór: Air Max by Nike
Taska: Palmero II Sand
Teygja: Fæst í Andreu
Skart: My Letra
Sólgleraugu: Ray Ban
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg