*Færslan er ekki kostuð
Halló!
Tíminn flýgur áfram og sumarið kemur. Mér finnst Áslaug Rún vera á þannig tímabili að öll fötin hennar eru allt í einu að verða of lítil. Hún stækkar svo hratt og er að verða alltaf meira og meira sinn eigin karakter. Ég er líka orðin svo spennt fyrir sumrinu með henni. Seinasta sumar var hún ungabarn en hún er hægt að gera meira með henni og ég er svo spennt. Þannig þetta sumar verður allt öðruvísi. Ég er búin að liggja yfir ljósmyndum sem ég tók seinasta sumar.
Ég ákvað að henda í einn ofursætan óskalista fyrir sumardaginn fyrsta. Ég ætla þó ekki að leggja það í vana minn að gefa dóttir minni eitthverja svaka gjöf á sumardaginn fyrsta en það er gaman að gefa kannski eitthvað lítið og sætt.
1. Skemmtileg ísbox frá Liewood sem hægt að leika sér með úti í sandkassanum eða fyrir baðið. Mín kona elskar allt sem hægt er að opna og loka þannig ég hugsa að hún yrði spennt fyrir þessu. Fæst hér.
2. Sólhattur frá Konges Sljod fyrir sumarið. Ég keypti sólhatt frá Konges Sljod seinasta sumar og hugsa að ég geri það aftur núna. Fæst hér.
3. Æðislegur hlýr peysukjóll frá Konges Sljod fyrir íslenska sumarið. Peysukjólinn er úr 100% lífrænum bómul. Ég hef keypt svipaðar flíkur frá Konges Sljod og þetta stækkar með henni. Fæst hér.
4. Falleg fata frá Liewood fyrir útiveruna sem er gerð úr eiturefna lausu silikoni og BPA FREE. Fatan er mjúk og brotnar því ekki auðveldlega. Fæst hér.
5. Sætur kíkir frá Liewood! Mér finnst þetta fullkomin sumargjöf. Fæst hér.
6. Snarlbox frá Petit Stories fyrir cherrios og rúsínur. Sniðugt í töskuna og geta grípið í eftir sundferðirnar og göngutúrana í sumar. Þetta er líka örugglega algjör snilld þegar maður er að stússast. Fæst hér.
7. Íspinnabox frá Liewood til að búa til frostpinna. Þetta finnst mér einnig fullkomin sumargjöf. Varan er úr eiturefna lausu silikoni og BPA FREE. Mér finnst líka algjör snilld að það sé hægt að loka og opna íspinnaboxinu auðveldlega. Fæst hér.
8. Fallegar og mjúkar leggings frá Petit Stories. Fæst hér.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg