fbpx

SPOOKY SEASON

DEKURSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er gerð í samstarfi við The Body Shop

Það fer að styttast í Hrekkjavöku og mér finnst gaman að sjá hvað Hrekkjavaka er farin að aukast á Íslandi. Mér finnst þetta lífga aðeins uppá skammdegið og ég alltaf hrifin af góðu þema. Ég er samt sem áður ekki að fara gera neitt sérstakt á Hrekkjavökunni í ár en kannski að ég geri eitthverja skemmtilega förðun. Mig langar að deila með ykkur vörum sem eiga sérstaklega við þennan árstíma.

Núna er byrjað að kólna í veðri og þá verður líkaminn oft mjög þurr. Ég hef lengi vel verið aðdáandi líkamskremanna frá The Body Shop og reyni að vera dugleg að bera á mig, sérstaklega á þessum árstíma. The Body Shop er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að árstíðar þemum og er Hrekkjavakan engin undartekning. Það er núna hægt að fá hjá þeim graskers vanillu líkamskrem og sturtusápu með sama ilm. Þessi ilmur er ótrúlega hlýr og minnir mjög mikið á haustið. Þetta er skemmtilegt og öðruvísi.

Líkamskremið frá The Body Shop er líkalegast ein vinsælasta varan hjá þeim en kremin næra líkamann einstaklega vel. Sturtusápan er kremuð og er ilmurinn yndislegur. Báðar vörurnar fást hér.

Síðan stóðst ég ekki mátið þegar ég var í Sostrene Grene og keypti svört kerti og auðvitað hrekkjavökunammi fyrir gesti og gangandi. Gleðilega Hrekkjavöku!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

RAKAGEL SEM HÆGT ER AÐ NOTA Á MARGA VEGU

Skrifa Innlegg