fbpx

SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN

LÍFIÐ

NEXT UP: FÖRÐUNARKENNARI

Þessi mynd var tekin í lokaprófinu mínu í förðunarskólanum 2014

Haustið verður einstaklega skemmtilegt hjá mér en ásamt því að vera í fullu námi og að blogga hér á Trendnet, ætla ég að vera kenna förðun í Makeup Studio Hörpu Kára. Ég lærði förðun fyrir rúmum fjórum árum síðan eða það eru að detta í fimm árin eftir nokkra mánuði. Síðan þá hef ég meira og minna verið að vinna við förðun af einhverju tagi síðan. Förðunarnám er búið að gefa mér óendanlega mörg tækifæri, tækifæri sem mig hefði aldrei grunað að ég fengi.

Næsti titilinn minn er förðunarkennari í Makeup Studio Hörpu Kára. Þetta er allt búið að gerast svo hratt. Harpa hafði fyrst samband við mig í vor en gleymi ég því símtali seint en við töluðum saman í klukkutíma og sagði mér frá hugmyndinni. Það er ótrúlega gaman að fá að hafa verið partur af þessu nánast frá byrjun og Harpa algjör dugnaðarforkur sem ég lít mikið upp til. Ég hef lengi litið upp til Hörpu og var nánast orðlaus þegar hún hringdi í mig og vildi fá mig sem kennara. Hún er ein sú færasta í bransanum að mínu mati og hlakka til að læra af henni.

Þetta Makeup Studio verður engu líkt en ég get ekki beðið eftir að sjá lokaútkomuna! Þetta mun ekki einungis vera skóli heldur líka Makeup Studio fyrir örnámskeið og annað skemmtilegt. Það verður lögð áhersla á faglega kennslu og hefur Harpa sérvalið alla kennarana út frá framúrskarandi reynslu á sínu sviði. Stundakennararnir verða Harpa Kára, Natalie Hamzehpour sem er ótrúlega fær förðunafræðingur og sér um PR hjá Nathan & Olsen og ég, Guðrún Sørtveit. Síðan verða ótrúlega færir gestakennarar sem eru með fáránlega flotta reynslu og eru framúrskarandi á sínu sviði. Förðunarkittið er sérvalið af Hörpu, sem inniheldur ótrúlega flottar vörur og er óháð merkjum. Ég væri sjálf til í að vera í öllum tímum, þetta verður svo flott!

Trylltir speglar með fullkomnri lýsingu sem hægt er að lækka og hækka

Silfurlitað baðherbergi!

Fullkomin selfie birta!

Ef þér langar að læra förðun þá mæli ég með kynna þér þetta frábæra nám hér! Fyrsti skóladaguirnn byrjar 24. september, hlakka til að sjá ykkur í Makeup Studio-inu xx

Þið getið fylgst með framkvæmdunum á instagram hjá @makeupstudiohorpukara –

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

25 ÁRA // 08.09.18

Skrifa Innlegg