fbpx

SNYRTIVÖRUR ÁRSINS 2018

SNYRTIVÖRUR

Halló! Það er komið að því að taka saman snyrtivörur ársins. Ég trúi varla að 2018 sé senn á enda og 2019 sé að ganga í garð! Mig langaði að deila með ykkur snyrtivörunum sem stóðu uppúr hjá mér á þessu ári. Þessi listi er þó ekki tæmandi og var því mjög erfitt að velja bara eina vöru fyrir hvern flokk. Ég ætla að fara yfir nokkrar af mínum uppáhalds snyrtivörum en mér fannst mjög gaman að skoða listann sem ég gerði í fyrra en þið getið skoðað hann hérÞað mun síðan einnig koma inn listi yfir húðvörur ársins, eins og í fyrra. Hérna eru snyrtivörur ársins að mínu mati:

FARÐI

Það var mjög erfitt að velja bara einn farða, mjög erfitt en ég hefði auðveldlega geta valið tíu. Ég ákvað hinsvegar að velja þennan farða því að hann er einn af mínum allra uppáhalds förðum og búinn að vera það allt árið 2018. Þetta er einstaklega léttur farði og minnir meira á þekjandi bb krem heldur en farða. Það kemur ótrúlega falleg og ljómandi áferð af þessum farða. Ég elska líka að blanda þessum farða við aðra farða.

 

BB KREM

Ég kynntist þessu BB kremi frekar seint á árinu en vá hvað ég varð strax hrifin. Þetta BB krem gefur góðan raka, létt og þekur vel. Fullkomið dagsdaglega eða til þess að blanda við aðra farða til að fá léttari áferð og meiri ljóma. Ég mun örugglega halda áfram að nota það langt fram á næsta ár, það verður erfitt að toppa þetta BB krem.

GRUNNUR

Ég er ekki mikið fyrir grunna sem eru mattir eða sem eiga að fylla inn í svitaholurnar og “trúi” eiginlega bara ekki á grunna (primer). Ég vil meina það að ef að maður undirbýr húðina vel með góðu rakakremi og setur farða sem hentar sér, þá á farðinn að haldast á lengi á húðinni. Hinsvegar eru grunnarnir frá Becca Cosmetics í miklu uppáhaldi hjá mér. Þeir gefa frá svo fallegan ljóma og raka. Grunnarnir frá Becca Cosmetics eru meira eins og rakakrem finnst mér með ljóma í. Þessi grunnur er í miklu uppáhaldi hjá mér Back Light Priming Filter frá Becca Cosmetics.

HYLJARI

Farði og hyljari er eitthvað sem mér finnst alltaf gaman prófa. Ég keypti mér hyljara og púður sett frá KKW Beauty og kom mér skemmtilega á óvart. Hyljarinn frá KKW Beauty er ótrúlega kremaður og þekur vel.

PÚÐUR

Þetta púður er ég oft búin að tala um en það er fullkomið til þess að birta undir augunum. Ég set sem sagt fyrst hyljara og síðan þetta púður. Þetta púður er búið að vera í stanslausri notkun síðan að ég keypti það i sumar og það nánast búið, sem segir mjög mikið!

 

Ég varð að fá nefna tvö púður. Þetta er annað uppáhalds púður og er frá Too Faced. Ég nota alltaf laust púður yfir allt andlitið eða undir augun. Mér finnst ég nota minna púður og geta stjórnað því betur ef það er laust.

 

SÓLARPÚÐUR

Þetta er sólarpúður frá Too Faced og er æðislegt. Það er alveg matt og gefur frá sér svo fallega hlýju. Það var samt mjög erfitt að velja bara eitt sólarpúður því það eru svo mörg í uppáhaldi.

 

KINNALITUR

 

Þessi kinnalitur er svo fallegur! Þetta er Blush Copper frá Becca Cosmetics og gefur frá sér þetta “sun kissed look”. Maður verður samt að passa sig að nota pínu lítið, “less is more” þegar kemur að þessum kinnalit.

HIGHLIGHTER

Æðislegt ljómastifi sem gefur fallegan og náttúrulegan ljóma. Ég er búin að halda mikið uppá þessa vöru!

 

 

MASKARI

Ég er búin að prófa marga maskara en það er enginn búinn að toppa þennann. Þykkir mjög vel og lengir.

ANDLITS PALLETTA

Falleg ljóma palletta fyrir andlitið frá Becca Cosmetics. Þessi palletta inniheldur fjögur ljómapúður vörur, ljómapúður, sólarpúður og kinnalitur. Það er þó ekkert shimmer eða slíkt heldur kemur mjög fallegur og náttúrulegur ljómi. Mér finnst ég alltaf vera spurð um hvaða kinnalit ég sé með þegar ég er með þennan úr þessari pallettu.

AUGNSKUGGA PALLETTA

Þessi palletta frá Becca Cosmetics stóð svo sannarlega uppúr árið 2018 en hún er gullfalleg með fallegum litum. Litirnir eru svo litsterkir og gott litaúrval. Það er hægt að gera allt frá dagsförðun yfir í “full glam look”. Pallettan kemur þó einungis í takmörkuðu upplagi þannig ég myndi hafa hraðar hendur ef ykkur langar að tryggja ykkur eintak.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

HÁTÍÐARFÖRÐUN: EINFALDUR GLIMMER EYELINER SEM ALLIR GETA GERT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1