fbpx

SNUÐ HÖNNUÐ AF TANNRÉTTINGARSÉRFRÆÐINGUM

FYRIR BARNIÐSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Curaprox 

Halló!

Smá mömmuspjall! Eftir að ég varð mamma þá hef ég svo ótrúlega mikin áhuga á öllu sem tengist börnum, hvort sem það er uppeldisaðferðir, matur, rútínur eða bara skemmtilegir leikir. Þetta á allavega hug minn allan og mér finnst gaman að geta deilt því með ykkur. Ég hef fengið ótrúlega góð viðbrögð við öllu sem tengist móðurhlutverkinu og mun klárlega halda áfram að deila, þó svo að förðunarburstinn sé aldrei langt undan.

Ég hef lengi ætlað að segja ykkur frá merkinu Curaprox. Ég fór á kynningu á seinasta ári um Curaprox vörurnar og varð strax heilluð. Vörurnar eru sérstaklega hannaðar af tannréttingarsérfræðingum og fékk ég kynningu á seinasta ári. Mér leið smá á kynningunni eins og ég væri á tannlækna fyrirlestri, mjög faglegt og hafa verið gerðar margar rannsóknir í sambandi við vörurnar þeirra.

Mér finnst margt áhugavert við merkið Curaprox og þá sérstaklega snuðin þeirra. Það sem gerir snuðið svo áhugavert er að það er hannað af tannréttingarsérfræðingum. Snuðið kemur í veg fyrir tilfærslu tanna, sem mér finnst magnað. Tennur mótast oft af snuðum en þið kannist kannski við að hafa heyrt talað um “snuddu tennur” en það gengur oftast tilbaka. Það eru þó til dæmi um að börn hafa átt í vandræðum seinna, með bit og annað, þess vegna finnst mér alveg þess virði að skoða þessi snuð því að tannréttingar kosta mun meira. Snuðið tryggir ákjósanlega öndun en það eru lítil göt á snuðinu sem sjá til þess að barnið andi betur. Einnig styður snuðið við eðlilega þróun góms og kjálka. Það sem vakti einnig áhuga minn var að stærð á snuðum fer eftir þyngd á barninu en ekki eftir aldri. Börn eru svo mismunandi og börn sem eru þyngri eru oft mjög kraftmeiri og þurfa því oft stærri snuð. Ég alls ekki að reyna hræða neinn en mér finnst þetta mjög áhugavert og gott að hafa á bakvið eyrað.

 

Dóttir mín var þó byrjuð að nota annað snuð þegar ég fékk að kynnast þessu merki og það getur oft verið erfitt að breyta um snuð en hún hefur samt tekið þetta snuð. Ástæðan af hverju ég ákvað að hefja samstarf með Curaprox er vegna þess að mér finnst þetta svo áhugavert og langaði að deila með fleiri foreldrum. Ef að ég hefði vitað að þessu snuði fyrr þá hefði ég kannski byrjað a því fyrst. Börn eru þó svo mismunandi og það er algjört happ og glapp hvort þau taki snuð yfir höfuð.

Ein af mörgum fyrir og eftir myndum. Það hafa verið gerðar rannsóknir á eineggja tvíburum. Tvíburanir fengu mismunandi snuð, Emma notaði ekki Curaprox og Paula notaði Curaprox. Þetta er mjög áhugavert og magnað að sjá hvaða áhrif snuð geta haft.

Naghringurinn hefur vakið mikla lukku hjá okkur tanntökunni. Það er algjör snilld að setja naghringinn í frysti og þá verður hringurinn ískaldur, sem er svo gott fyrir litla góma. Mæli mikið!

Vörurnar frá Curaprox eru til dæmis fáanlegar hjá Lyfju, Lyf&heilsu, Apótekaranum, Fífu, Apótek Garðabæjar, Lyfjaver, Urðarapóteki, Lyfjaval og Reykjarnesapóteki. Ef þið eruð með fleiri spurningar þá getið þið alltaf sent þeim fyrirspurn á instagramið þeirra @curaproxisland

 

FLUTNINGAR & LÍFIÐ Á NÝJA HEIMILINU

Skrifa Innlegg