Halló! Ég var að kenna í Makeup Studio Hörpu Kára síðast liðinn þriðjudag en fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er ég stundakennari þar. Ég kenni einu sinni í viku með skólanum sem er svo ótrúlega gaman. Það er svo gefandi að kenna eitthvað sem maður elskar og hefur mikin áhuga á. Núna á þriðjudaginn kenndi ég “Glam Smokey” og mig langaði að deila henni með ykkur.
Mér finnst smokey förðun einstaklega falleg og rammar augun svo fallega. Það er hægt að gera smokey förðun á marga vegu, hægt að nota allskonar liti og hafa það ljósara. Í þetta skipti gerði ég mjög dökkt smokey og notaði ég bara matta brúntóna liti en setti smá shimmer í augnkrókinn. Húðin var fersk, ljómandi og frekar látlaust. Augun fá algjörlega að njóta sín. Myndirnar eru algjörlega óbreyttar.
Hér er brot af vörunum sem ég notaði –
Anastasia Beverly Hills Soft Glam Pallette – Þessi palletta kom mér skemmtilega á óvart en þetta er pallettan sem notuð er þessa önnina í förðunarnáminu í Makeup Studio-inu. Mér fannst ótrúlega auðvelt að blanda þessa, og mjög fallegir litir. Shimmer og mattir í bland.
Becca Cosmetics Glow Glaze – Ég veit að ég er búin að tala um þetta highlighter stifti svona 100x en þetta er orðið algjört must hjá mér! Þetta gefur húðinni þetta ferska og náttúrulega yfirbragð.
Inika Bronzer – Þessi bronzer er einn af mínum uppáhalds og var ég að enduruppgötva hann þegar ég notaði hann í þessa förðun. Ég var ekki lengi að finna hann aftur heima og beint í snyrtibudduna. Hann gefur fallega hlýju sem er ekki of appelsínugul og ekki of köld, fullkomin!
Gosh Black Eyeliner – Mjög klassískur kolsvartur ódýr og góður eyeliner. Ég er búin að vera prófa mig áfram með blýantana frá Gosh og þeir lofa góðu.
Miracle Complexion Sponge Real Techniques- Ég varð að deila með ykkur þessum uppáhalds svampi með ykkur en ég nota hann mikið þegar ég er að farða. Mér finnst gott að nota hann í öll smáatriði og sérstaklega highlighter.
Setting Brush Real Techniques – Þessi bursti er algjört must fyrir mig sem förðunarfræðing en ég mæli með honum fyrir alla. Þetta er bursti sem hægt er að nota í allt, eins og til dæmis augnskugga, highlighter, kinnalit, púður og í öll smáatriði á andlitinu.
Becca Cosmetics Be a light Face Palette – Þessa pallettu er ég líka búin að segja ykkur nokkrum sínum frá og mæli endalaust með henni. Það er mikið notagildi í henni. Hún inniheldur gullfallegan kinnalit, sólarpúður og tvö púður fyrir andlitið. Púðrin í þessari pallettu eru þó ekki eins og klassísk púður heldur eru þetta ljómapúður sem gefa húðinni fallegan náttúrulegan ljóma.
Vonandi fannst ykkur gaman að sjá hvað ég er að bralla í vinnunni og mun reyna að deila með ykkur fleiri förðunum sem ég kenni í Makeup Studio-inu xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg