fbpx

SKIPULAG: SKÓLINN

LÍFIÐ

Ég er alltaf að reyna að vera skipulagðari en mér finnst ég ná að gera miklu meira ef ég er skipulögð og ég býst við því að fleiri tengja. Mér var boðið að taka þátt í skemmtilegu verkefni um daginn með Pennanum Eymundsson, ég fékk að gjöf frá þeim skipulagseiningu og skriffæri. Þetta kom sér mjög vel en einsog þið vitið þá er ég í námi, vinnu og er mikið á samfélagsmiðlum.. og því verð ég að vera með gott skipulag!

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Þetta er mjög þægileg skipulagseining frá Pennanum – Það sem mér finnst svo þægilegt við þessa einingu er að ég get tekið þetta fram þegar ég er að læra en síðan gengið frá þessu þegar ég er búin. Síðan er ég að venja mig á það núna að skrifa glósur en maður notar tölvur ótrúlega mikið í námi en mér finnst maður muna allt miklu betur ef maður skrifar það niður.

Mig langaði líka til þess að deila með ykkur mínum uppáhalds “öppum” sem ég nota til þess að læra en ég á það stundum til að missa einbeitinguna og kíkja í símann en þessi “öpp” hjálpa mér mjög mikið.

BeFocused – Í þessu app-i getur maður stillt tíma þannig að maður lærir í ákveðinn tíma, til dæmis læra í 30 mín og svo pása í 5 mín. Þetta hjálpar mjög mikið og þá er maður ekki alltaf að kíkja í símann og getur frekar nýtt pásurnar í það.

Study Lock – Þetta app er mjög svipað og BeFocused en mér persónulega finnst það betra. Það eru hvetjandi skilaboð alltaf á símanum, tíminn hættir ef maður fer í símann og þá þarf maður að byrja upp á nýtt.

Quizlet – Þetta er glósuapp en ég hef oft gert glósur í þessu forriti í tölvunni og það er þægilegt að geta skoðað glósurnar líka í símanum.

Ég veit að það er mjög sorglegt að þurfa hjálp við að fara ekki í símann þegar maður er að læra en vonandi er ég ekki ein og þetta hjálpar vonandi einhverjum xx

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á mínum samfélagsmiðlum..


Snapchat: gsortveitmakeup


Instagram: gudrunsortveit

SPEGILL SPEGILL

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Hilrag

    17. February 2018

    ég nota líka mikið app sem heitir Forest til að standast freistinguna að kíkja í símann þegar ég er að læra. Mæli með x

    • Guðrún Sørtveit

      17. February 2018

      Úúú okei ég prófa það! Elska svona öpp, takk <3

  2. Viktoria

    20. February 2018

    Elska svona skipulagsöpp og eitt af mínum uppáhalds er Trello, getur bæði notað það á símanum og í tölvunni og er frítt, mæli algerlega með því að tjekka á því fyrir alla skipulagsperra ?

    • Guðrún Sørtveit

      20. March 2018

      Sama hér! Takk fyrir það, prófa það xx