fbpx

SKIPULAG FYRIR LITLAR ÍBÚÐIR

HEIMALÍFIÐ
*Allar vörur keypti greinahöfundur sjálf

Halló!

Ég hef lengi ætlað að leyfa ykkur að sjá aðeins heimilið mitt. Mér finnst það samt mjög stórt skref að deila heimilinu mínu með öðrum en mér finnst sjálfri svo skemmtilegt að sjá önnur heimili. Við keyptum íbúðina okkar fyrir meira en ári síðan og vorum mjög heppin að það þurfti að gera mjög lítið, eða nánast ekki neitt. Það eina sem við erum búin að gera er að mála, nokkrar breytingar inná baði en annars bara voða lítið. Íbúðin er frekar lítil og þarf maður því að nýta vel hvern krók og kima vel.

Svefnherbergið er herbergi sem drógst mjög á langinn. Þetta er náttúrulega okkar fyrsta eign og fyrsta skipti sem við fluttum að heiman. Þannig íbúðin var mjög hrá fyrsta hálfa árið og þá sérstaklega svefnherbergið. Fyrstu 6 mánuðina var bara rúm og ekkert annað. Síðan smátt og smátt höfum við safnað okkur hlutum sem okkur langaði í. Við kláruðum síðan herbergið núna um helgina, okkur til mikillar gleði. Það er nokkur smáatriði sem á eftir að laga en ég er í skýjunum að það sé loksins tilbúið.

Mig langaði svo að deila með ykkur nokkrum sniðugum skipulagslausnum fyrir litlar íbúðir. Það getur verið mjög vandasamt að skipuleggja svona litla íbúð og læra að nýta hvern einasta stað.

Spegill: H&M

Hilla: IKEA

Rósetta: Sérefni

Ljós: VITA – Fæst í Casa

Teppi: Snúran

Garndínustöng

Festingar

Fyrst langar mig að sýna ykkur þessa gardínustöng sem ég keypti í IKEA. Svefnherbergið er frekar lítið og vorum við í smá vandræðum hvernig við æltuðum að geyma fötin okkar eða fallega rúmteppið okkar sem fengum að gjöf frá mömmu og pabba. Mamma mín (snillingur lífs míns) kom þá hugmynd að hengja gardínustöng á vegginn eftir rölt í IKEA og er þetta algjör snilld! Gardínustöngin tekur í fyrsta lagi lítið pláss, fer vel með teppið og aðrar flíkur. Síðan finnst mér hún passa einstaklega vel við allt.

Mjög þægilegt að hengja föt og annað

SKUBB Skipulagskassar

Þessi skápur er búinn að vera mjög mikill hausverkur í rúmlega ár. Við ætluðum fyrst að taka hann í burtu en ákváðum síðan að lakka hann hvítan í sumar. Það drógst samt mjög mikið á langinn og náðum við bara að lakka eina hurð en klárðum síðan restina núna. Stundum er þetta bara svona haha! Ástæðan afhverju þessir skápar hafa verið svona mikill hausverkur er vegna þess að fötin voru alltaf útum allt, sama hvað maður gerði eða braut þau saman öðruvísi. Skáparnir eru mjög djúpir og mér fannst allt “týnast” inn í skápunum. Ég var síðan í IKEA um helgina og sá þessa skipulagskassa. Þessir kassar smell passa inn í skápana. Það eru núna meira pláss og auðveldara aðgengi í fötin. Síðan finnst mér þetta koma ótrúlega vel út og mjög snyrtilegt.

SKUBB Skóhengi

Ég keypti líka þetta skóhengi, sem er algjör snilld og ótrúlega ódýr lausn. Það er mjög þægilegt að geyma skó sem maður notar kannski sjaldnar inn í skáp og hafa frekar skó sem maður notar oftar frammi.

Vonandi fannst ykkur gaman að sjá þessar auðveldu og sniðugu skipulagslausnir heima hjá mér. Ég er allavega í skýjunum með þessar ódýru en nytsamlegu breytingar!

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HVAÐA SNYRTIVÖRUR ERU "MUST HAVE" Á TAX FREE?

Skrifa Innlegg