fbpx

SJÁLFSTRAUST

BODY POSITIVITY

Halló!

Ég sá eina magnaða klippu á instagram í dag sem ég er búin að vera hugsa endalaust um. Þetta var stutt myndbrot af ofturfyrirsætunni Ashley Graham í viðtali og þar var hún meðal annars að tala þar um sjálfstraust. Þessi kona er ein af mínum fyrirmyndum og hefur hún lengi verið að vekja athygli á “Beauty Beyond Size” eða fegurð kemur í öllum stærðum. Í þessu tiltekna myndbroti sem ég sá er hún að tala um hvernig hún fékk sjálfstraustið sitt og hvernig hún talar við sjálfan sig. Ashley talar um að hún þurfti að æfa sig í því að tala fallega til sín en þannig fékk hún sjálfstraust.

Ég veit að margir tengja við að tala niður til sín, þar á meðal ég og það getur haft svo mikil áhrif á mann. Ég gerði það einu sinni á hverjum einsta degi og það skipti ekki máli hvort að einhver sagði eitthvað annað en smám saman breytti ég hugafarinu mínu (sem var mjög erfitt!) með því að vera ánægð með mig og hætta að bera mig saman við einhvern annan. Það er svo mikilvægt hvernig við tölum við okkur og komum fram við okkur sjálf. Það gætu allir verið að segja fallega hluti við mann og verið að peppa mann endalaust en ef manni finnst það ekki sjálfum þá skiptir það engu máli hvað aðrir segja. Ég er með eitt gott ráð sem gott er að fara eftir en það er að tala við sjálfan þig eins og þú myndir tala við vinkonu þína eða vin þinn. Eina manneskjan sem maður á að bera sig saman við er maður sjálfur og reyna að vera betri manneskja í dag en maður var í gær.

Hérna er myndbrotið af instagram en ég hvet ykkur líka til að hlusta á þetta viðtal hér.

 

Vonandi fannst ykkur þetta jafn peppandi og mér!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

SUMARIÐ FRÁ REAL TECHNIQUES

Skrifa Innlegg