fbpx

SÍLIKON SVAMPUR FYRIR HÚÐINA

BURSTARSNYRTIVÖRUR

Já sílikon svampur fyrir húðina! Sílikon svampar eru tiltölulega nýir á snyrtivörumarkaðinum og hefur mig lengi langað að prófa slíkan en hef þó alltaf verið með mínar efasemdir um sílikon svampinn. Real Techniques er nýlega búin að gefa út Expert Blending Duo sem inniheldur hin gamla góða Miracle Complexion svampinn (sem er minn allra uppáhalds) og nýjustu viðbótina, sílikon svampinn. Þessa tvo svampa á að nota saman og eiga þeir að gefa húðinni fullkomna áferð. Þetta hljómar mjög vel að mínu mati og stóðst ég því ekki mátið að prófa!

Það er ákveðin hugmynd á bakvið þetta sett og góð ástæða afhverju þeir koma tveir saman í pakka en ekki stakir. Ástæðan afhverju þeir koma saman í pakka er sú að sílikon svampurinn gefur mikla þekju en Miracle Complexion svampurinn, ef notaður er rakur, gefur létta áferð. Það skapast því gott jafnvægi með því að nota þá saman og gefur húðinni fullkomna áferð.

 *Færslan er unnin í samstarfi við Real Techniques

EXPERT BLENDING DUO

 

SKREF 1

 

Fyrsta skrefið er að bera farðann á með sílikon svampinum. Kostirnir við að nota sílikon svamp fyrst sú að hann þekur mun betur en Miracle Complexion svampurinn og dregur ekki eins mikið af vöru í sig. Það er einnig minni hætta á bakteríumyndun og auðveldara að þrífa sílikon svampinn. Hlutverk sílikon svampsins er því að bera farðann á húðina.

Það var mjög skrítin tilfinning fyrst að bera farða á sig með þessum sílikon svampi en ég verð að viðurkenna að mér finnst það æði! Ég næ að dreifa betur úr farðanum og ég nota minna af farða. Í fyrsta skipti sem ég prófaði svampinn setti ég alltof mikið af farða, eða jafn mikið og ég myndi nota venjulega, og það var alltof mikið. Þannig mæli með að byrja með lítið í einu haha.

SKREF 2

Næsta skref er síðan að renna yfir með Miracle Complexion svampinum og þannig fær maður þessa fullkomnu áferð. Ég nota Miracle Complexion svampinn alltaf rakan en það er líka hægt að nota hann þurran.

Húðin varð ótrúlega fín og þetta gefur þetta “flawless look”.

 

Takk fyrir að lesa og kíkja við xx

Þið finnið mig einnig hér..

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

MARC INBANE X GLAMOUR

Skrifa Innlegg