Ég er á leiðinni erlendis eftir nokkra daga og er farin að hlakka mikið til að komast í smá frí þótt að skólinn komi að vissu leyti með mér út. Þetta verður þó smá frí frá öllu og get ég hreinilega ekki beðið! Leiðinni er haldið til Varsjá og er ég mjög spennt að fara. Ég hef aldrei farið til Póllands en er bara búin að heyra góða hluti. Það á að vera nóg af flottum stöðum til að skoða, góðum veitingastöðum og gott að versla. Þetta er ekki verslunarferð en ætla ég samt að kíkja í búðir og skoða. Ég sá að Sephora væri í verslunarmiðstöð rétt hjá hótelinu og langaði mig því að deila með ykkur óskalistanum mínum. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er Sephora risa stór snyrtivörukeðja sem selur mörg flott snyrtivörumerki.
1. Charlotte Tilbury – Kim K.W. – Nude
Þennan varalit er mér búið að langa lengi í. Þetta er nude varalitur sem er innblásin frá Kim Kardashian West og er hann því nude eða brúntóna bleikur í anda Kim. Formúlan á að gefa vörunum fyllanlegri útlit segir Charlotte Tilbury eigandi Charlotte Tilbury.
2. Too Faced – Chocolate Soleil Matte Bronzer
Það er alltaf gaman að prófa nýtt sólarpúður. Too Faced merkið er þekkt fyrir sín góðu sólarpúður og kinnaliti en ég hef átt kinnalit frá þeim áður sem ég var mjög ánægð með. Þetta ákveðna sólarpúður kallar eitthvað á mig en það er alveg matt og frekar hlýr undirtónn en samt ekki appelsínugulur. Ég vil hafa sólarpúðrin mín alltaf mitt á milli að vera með heitan eða kaldan undirtón.
3. Charlotte Tilbury – Flawless Filter
Þessi vara er einnig búin að vera á óskalistanum lengi. Ég er mjög hrifin á vörum sem hægt er að nota á marga vegu en hægt er að nota þetta undir, yfir eða blanda við farða. Þetta á að gefa þennan “Flawless Filter” og fallegan ljóma.
4. Drunk Elephant – C-Firma Day Serum
Ég er búin að heyra mikið um þessar vörur frá tveimur blogg vinkonum mínum, Þórunni Ívars og Alexsöndru Benharð. Þær eru búnar að vera lofsyngja þessar vörur og margir aðrir erlendir bloggarar. Ég er því orðin mjög spennt fyrir þessu merki og verð eiginlega að fara prófa eitthvað frá þeim. Mér fannst þetta serum hljóma spennandi og öðruvísi.
5. Fenty Beauty – Killawatt Foil Freestyle Highlighter Palette
Gullfalleg palletta frá Fenty Beauty. Ég sé fyrir mér margar augnskuggafarðanir með henni og er einstaklega hátíðarleg!
6. Tatcha – Luminous Dewy Skin Mist
Þessi vara er í uppáhaldi hjá mörgum og þar á meðal förðunarfræðingunum þeirra Kylie Jenner og Kim Kardashian. Ég er mikil aðdáandi Ariels og Mario sem eru förðunarfræðingarnir þeirra. Þetta rakasprey á gefa fallega ljómandi áferð.
7. Jo Malone London – White Moss & Snowdrop Cologne
Ég kynntist þessu merki fyrir ekki svo löngu en varð strax mjög hrifin. Jo Malone London er einstaklega fágað lúxus merki sem sérhæfir sig í góðum ilmum. Þetta ilmvatn er jólailmurinn í ár frá þeim og er hann á óskalistanum.
8. BeautyBIO – Contouring + De-Puffing Rose Quartz Roller
Mér finnst ég hljóma eins og biluð plata en ég er alltaf að tala um andlitsnudd og ávinninga þess en það er ekki af ástæðulausu. Ég sá þessa andlitsrúllu á Sephora síðunni og langar ótrúlega mikið að prófa. Á sitthvorum endanum eru rúllur, stærri rúllan er fyrir andlitið en minni rúllan er fyrir augnsvæðið.
9. Laura Mercier – Translucent Loose Setting Powder
Þetta lausa púður hef ég prófað áður og er eitt það besta sem ég hef prófað. Þetta púður er tilvalið til að matta þau svæði sem eiga það til að glansa og láta förðunina endast lengur.
10. Charlotte Tilbury – Iconic Nude Lip Cheat Liner
Ég er mjög spennt fyrir Charlotte Tilbury merkinu eins og þið eruð eflaust búin að taka eftir. Varablýantar eru eitthvað sem ég nota mjög mikið á mig og aðra. Mér finnst þessi ákveðni litur líta mjög vel út og gæti passað við marga varaliti. Formúlan á líka að vera kremuð og létt en endast vel á vörunum.
11. IT Cosmetics Your Skin But Better CC+ Cream with SPF 50+
Þetta CC krem á að gefa húðinni góðan raka, ljóma og létta þekju. Ég er bara búin að heyra góða hluti um þetta CC krem og hlakka mikið til að prófa það einn daginn.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg