fbpx

SEPHORA MUST HAVES

SNYRTIVÖRUR

Ég fæ oft spurningar um hverju ég mæli með frá Sephora eða hvað sé svona “must have”. Sephora er risa stór snyrtivöruverslun og fást þar allskonar vörur sem ekki er hægt að fá á Íslandi. Mér finnst ótrúlega gaman að fara í Sephora og kynnast nýjum snyrtivörum en það eru nokkrar vörur sem ég myndi hiklaust kaupa mér aftur og aftur.

1. TOO FACED “I WILL ALWAYS LOVE YOU” BLUSH

Ég er búin að halda mikið uppá þennan kinnalit og nánast ekki búin að nota annan síðan að ég fékk hann. Þetta er ótrúlega fallegur ferskjulitaður kinnalitur með smá “shimmer”-i en alls ekkert áberandi, heldur verða kinnarnar ljómandi og ferskar. Hann blandast ótrúlega vel og helst lengi á kinnunum, ég hef aldrei verið mikið fyrir kinnaliti en þetta var ást við fyrstu sýn og I will always love you (hehe)!

2. MILK MAKEUP – MATTE BRONZER

Mér líður eins og bilaðari plötu en ég er alltaf að tala um þennan krem bronzer frá Milk Makeup. Þessi formúla er svo æðisleg, blandast vel við alla uppáhalds farðana mína og er ótrúlega fallegur á húðinni. Það er hægt að nota hann dagsdaglega eða með flottri kvöldförðun. Ég er orðin ótrúlega skotin í þessi merki og hlakka til að prófa fleira frá þeim.

3. MILK MAKEUP – MATCHA STICK TONER

 

Já önnur vara frá Milk Makeup en þetta er toner í föstu formi og sá fysti sinnar tegundar á snyrtivörumarkaðinum. Hann inniheldur Matcha, sem verndar húðina, kombucha sem hreinsar úr svitaholum og önnur efni sem róa húðina.

Ég keypti hann nýlega, aðallega bara útaf forvitni og varð svo ótrúlega hrifin. Hann er auðveldur í notkun og mér finnst hann mjög kælandi, sem er sérstaklega þæginlegt á morgnana. Síðan er líka æðislegt að ferðast með þetta því þú þarft ekki að hafa áhyggjur að þetta leki og ekkert mál að taka þetta með í handfarangur.

4. TOO FACED – LIP INJECTION

Ég hef áður skrifað um þessa vöru en hún var í Sephora Haul-inu mínu fyrr í sumar. Þetta er vara sem gerir varirnar manns þrýstnari og stærri. Þetta er serum sem hægt er að nota á daginn og kvöldin, mér finnst æðislegt að nota þetta áður en ég set á mig varaliti. Ég þarf klárlega að fara komast aftur í Sephora því minn er alveg að verða búinn.

5. NARS SHEER GLOW FOUNDATION

Ég var mjög sein að prófa þennan farða en betra seint en aldrei. Þessi farði er mjög vinsæll og var ég búin að sjá hann oft hjá mínum uppáhalds Youtube-erum áður en ég keypti mér hann. Hann er algjörlega biðinnar virði, gefur ótrúlega fallega og ljómandi áferð. Síðan myndast hann líka mjög vel en eini gallinn sem mér finnst við þennan æðislega farða er að það er enginn pumpa.

6. BECCA SHIMMERING SKIN PERFECTOR

 

Highlighter-arnir frá Becca eru æðislegir og mæli ég með að fá sér einn slíkan. Það eru til allskonar litir og því vel hægt að finna lit sem hentar manni. Þeir eru ótrúlega kremaðir og gefa húðinni gullfallegan ljóma. Síðan er algjör snilld að nota þá sem augnskugga.

 

Ég vona að þetta hjálpi ykkur eitthvað, því þessi verslun er ótrúlega stór og getur oft verið mjög yfirþyrmandi.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

PURPLE & GOLD MAKEUP LOOK

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Tinna

    4. September 2017

    Það er hægt að kaupa pumpu sér í nars meikið ☺

    • Guðrún Sørtveit

      6. September 2017

      Já ég vissi einmitt af því en vildi óska að það væri bara pumpa með, svo maður þyrfti ekki að kaupa hana sér en takk fyrir þetta :-D

  2. sigridurr

    5. September 2017

    NARS Sheer Glow laaaang besti farðinn og TOO FACED Lip Injection virkar svo vel!!!xxxxx

    • Guðrún Sørtveit

      6. September 2017

      Já!! Æðislegur farði og já virkar svo sjúklega vel xx