fbpx

SELF-LOVE

BODY POSITIVITY

Undarfarin ár hef ég verið að vinna í því að elska sjálfan mig, þá sérstaklega að reyna tala við mig eins og ég myndi tala við vinkonur mínar, sem sagt hugsa og tala fallega um mig. Það skiptir svo miklu máli hvernig maður hugsar og talar við sjálfan sig!

Ég póstaði nýlega mynd af mér á sundfötunum á instagram sem mér finnst alltaf erfitt en með þeirri mynd póstaði ég líka annarri mynd sem var ennþá erfiðara að pósta. Það var mynd af eitt af mörgum slitunum á líkamnum mínum. Það var mjög erfitt að pósta því en á sama tíma svo mikilvægt. Ég hef alltaf skammast mín mjög mikið fyrir það að vera með slit, alltaf tengt þau við eitthvað neikvætt.

Slit eru hluti af því að vaxa og þroskast. Þetta er sérstaklega algengt hjá konum, þegar maður er að þroskast þá breytist líkaminn mjög hratt og þá koma oft slit. Ég hélt þó að ég væri sú eina í heiminum þegar ég var yngri og fannst oft mjög sárt að líta í spegilinn. Ég er að læra að elska þau og vildi óska þess að ég hefði ekki eytt svona miklum tíma og orku í að pæla í þeim.

Afhverju ákvað ég að deila þessu? Ég hefði auðveldlega geta sleppt því og póstað frekar mynd af mér í mjög góðu sjónarhorni á sundbolnum á instagram. Ég ákvað að deila þessu í von um að einhver myndi tengja og því ég veit að þetta hefði ég hjálpað mér mjög mikið fyrir nokkrum árum.

Aðal point-ið með þessari færslu er samt að hvetja alla til þess að elska sjálfan sig og hætta að bera sig við einhvern annan á samfélagsmiðlum eða annarsstaðar – slit eða engin slit, skiptir ekki máli! Best að vera maður sjálfur xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BEYONCE Í BERLÍN ♡

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Erna Einars.

    11. July 2018

    Ert flottust!! Falleg eins og þú ert! Elska þig<3

    • Guðrún Sørtveit

      17. July 2018

      <3 <3 <3

  2. sigridurr

    11. July 2018

    Flottust! Svo sammála þér! <3

    • Guðrún Sørtveit

      17. July 2018

      <3 <3 <3

  3. Fanný Ragna

    11. July 2018

    You got this bomban þín!! ? xxx

    • Guðrún Sørtveit

      17. July 2018

      <3 <3 <3

  4. Berglind

    12. July 2018

    Ert lang flottust ❤️❤️❤️ Endalaust stolt af þér!

    • Guðrún Sørtveit

      17. July 2018

      <3 <3 <3

  5. Guðný

    12. July 2018

    Dásamleg og falleg, alltaf x

    • Guðrún Sørtveit

      17. July 2018

      <3 <3 <3

    • Guðrún Sørtveit

      17. July 2018

      <3 <3 <3

  6. Halla

    15. March 2019

    Smart sundfatnaður.