fbpx

SEIÐANDI ILMIR

ILMVATN
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

Falleg og góð ilmvötn er eitthvað sem ég held mikið uppá. Mér finnst æðilsegt að skreyta snyrtiborðið með fallegum ilmvötnum. Ég á samt mjög erfitt með að finna ilm sem ég fýla en þessir tveir sem ég ætla segja ykkur heilluðu mig alveg. Ilmvötn eru samt mjög persónubundin, þannig ég mæli alltaf með að fara og finna lyktina.

 

 

OBSESSED – CALVIN KLEIN

Sagan á bakvið ilmvatnið og auglýsingaherferðina er stórkostleg. Ilmurinn Obsession frá Calvin Klein mun víkja fyrir hinum nýja Obsessed. Nýi ilmurinn á að tákna þrá, fortíð og framtíð. Myndböndin úr nýju auglýsingaherferðinni voru tekin upp árið 1993 og var Kate Moss aðeins 18 ára gömul þá. Myndböndin eru tekin upp eftir þáverandi kærasta Kate, Mario Sorrenti en hann var 20 ára. Á þessum tíma var Kate Moss hratt að verða heimsfrægt módel. Calvin Klein hann sjálfur hafði séð vinnuna eftir Mario og sendi þau ein til Virgin Islands. Þau voru beðin um að taka upp fyrir Obession herferðin þá og var ekkert tökulið, engin förðun.. bara þau tvö. Myndböndin endurspegla þeirra ást og kannski þeirra fyrstu ást. Í tilefni af 25 ára afmæli ilmsins voru þessi myndbönd birt en þau höfðu aldrei verið sýnd áður.

“I was 20; she was 18,” he begins in another video. “There was nothing, you know, no worries. We had nothing; we had nothing to lose, you know what I mean? Those were good times.” – Mario Sorrenti

Ilmurinn er léttur og ferskur en samt sem áður kryddaður með smá sítrus. Mér finnst lyktin ótrúlega góð, örðuvísi og hentar einstaklega vel á kvöldin. Þetta er ljúf musk lykt en hún er samt sem áður ekki of þung. Mér finnst þetta vera mjög öðruvísi ilmur og er flaskan gullfalleg.

 
 Þetta er ein flottasta herferð sem ég hef séð lengi og var ótrúlega gaman að lesa söguna á bakvið hana.

SCENT FOR HER – HUGO BOSS

Næsti ilmurinn sem mig langaði að segja ykkur frá er nýi ilmurinn frá Hugo Boss. Þessi ilmur er ávaxtakenndur með blómakeim en er létt kryddaður. Mér finnst þessi ilmur æðislegur og meira að segja kærasti minn sem fýlar yfirleitt ekki ilmvötn sagði að þetta væri mjög góð lykt. Flaskan er einstaklega falleg og vegleg, fullkomið á snyrtiborðið.

Þetta eru mjög ólíkir en góðir ilmir. Ég held aðeins meira uppá lyktina frá Hugo Boss en sagan á bakvið Obsessed er yndisleg.

Á fimmtudaginn er konukvöld Smáralindar og K100. Það er því 20% aflsáttur af þessum dásamlegu ilmum og ég mæli svo sannarlega með að kíkja á þá.

 

 

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á mínum samfélagsmiðlum ..

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

FARÐANIR Á ÓSKARNUM 2018

Skrifa Innlegg