fbpx

RÓSROÐAMEÐFERÐ

HÚÐRÚTÍNASAMSTARF
*Færslan er gerð í samstarfi við Húðina

Fyrir um það bil mánuði síðan var mér boðið að koma í húðmeðferð hjá Húðin Skin Clinic. Ég hugsaði það vandalega hvort það væri eitthvað sem mig langaði að koma í og fór að skoða meðferðirnar sem boðið er uppá. Ég rak augun strax í rósroðameðferð en hugsaði þessa meðferð ekki fyrir mig heldur mömmu. Mamma mín er búin að vera með mikin rósroða síðan að ég man eftir mér. Þetta hrjáir hana mjög mikið í daglegu lífi og getur hún ekki farið út ómáluð. Húð er eitthvað sem er svo ótrúlega mikilvægt og er okkar stærsta líffæri. Það að geta ekki verið ómálaður eða 100% maður sjálfur leggst mjög mikið á sálarlífið. Ég hef alltaf hvatt mömmu til þess að fara í einhverja meðferð en hún hefur alltaf hugsað um alla aðra áður en hún hugsar um sig – tengja eflaust margar mömmur við þetta. Ég ákvað því að athuga hjá þeim í Húðinni hvort mamma mætti koma í staðin fyrir mig. Ég hugsaði líka að það væri gaman að fá að kynnast öðruvísi húð en minni. Það er samt líka önnur ástæða afhverju mig langaði að kynnast þessari meðferð og sjá hvernig hún er gerð. Ég er búin að vera farða í nokkur ár núna og það er ótrúlega mikið af konum sem eru með rósroða og líða mikið fyrir það. Þessvegna sá ég gott tækifæri til þess að fræðast um rósroða og leyfa ykkur að fylgjast með. Ég vona svo innilega að þetta nýtist einhverjum xx

Húðin Skin Clinic býður uppá allskonar meðferðir og eru þær Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum og Sigríður Arna Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og förðunarfræðingur sem sjá um allar meðferðirnar. Þetta eru því fagmenn fram í fingurgóma og mjög gott að vita að þær séu báðar menntaðar heilbrigðisstarfsfólk.

Það var ótrúlega gott að koma til þeirra og við mamma gátum ekki hætt að dásama bleikutónana. Það skiptir svo miklu máli að það sé hlýlegt og að manni líði vel.

Ég tók skilgreiningu á rósroða beint af síðunni þeirra Húð Skin Clinic ..

RÓSROÐI

“Rósroði er algengt húðvandamál sem lýsir sér sem roði í húð, aðallega á kinn, höku, nefi og enni. Hann getur komið og farið og oft verður hann varanlegur með hörundsroða, háræðasliti auk þess sem nabbar og bólur geta komið fram á roðasvæðinu.

Rósroði er algengur kvilli í húð sem lýsir sér sem roði í húð, aðallega á kinn, höku, nefi og enni. Hann getur komið og farið og oft verður hann varanlegur, háræðar sýnilegar og bólur geta komið fram á roðasvæðinu. Orsakir rósrða eru óþekktar en virðast vera samspil erfða og umhverfis. Þeir þættir sem geta aukið einkenni rósroða eru heitir drykku, sterkur matur, áfengi, mikill kuldi eða hiti, sól eða vindur, tilfinngar, líkamsrækt, sumar snyrtivörur og lyf sem víkka blóðæðar (t.d. háþrýstingslyf). Rósroða er ekki hægt að lækna en hægt er að minnka einkenni hans.”

Það sem hægt er að gera til þess að minnka einkenni rósroðans er að fara í lasermeðferð. Það sem laserinn gerir er að hann minnkar roða í húð með því að vinna á víkkuðum blóðæðum. Það er mjög persónubundið hversu marga tíma hver og einn þarf. Mamma ætlar að fara í nokkra en hún er með mjög mikinn rósroða en rósroðinn getur verið mismikill.

Mamma var algjör hetja að leyfa mér að setja myndir af sér ómálaðari inn á veraldarvefinn. Þetta á samt vonandi eftir hjálpa öðrum. Hún segir einnig að henni hefði fundist gott að geta leitað af svona færslu fyrir nokkrum árum. Það hjálpar mikið að fá reynslusögur frá örðum.

 

 

 

 

 

 

Meðferðin tók enga stund og vorum við mjög hissa hvað þetta tók stuttan tíma. Mamma sér mikinn mun á húðinni sinni. Ég ætla sýna ykkur fyrir og eftir myndir í næstu færslu en þá fáið að sjá muninn á milli skipta.

Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast meira með en við erum einmitt að fara á morgun í tíma númer tvö. Þið getið fylgst meira með því inná hinum samfélagsmiðlunum mínum. Ég mun síðan gera færslu aftur með fyrir og eftir myndum – ég hlakka mikið til xx

Þið getið skoðað allar meðferðirnar hjá Húð Skin Clinic hér

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á mínum miðlum ..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

 

SPURT & SVARAÐ: FÖRÐUN

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Hlínza

    2. March 2018

    Queen Áslaug!! Falleg að innan sem utan <3

  2. Helga Dögg Sigurðardóttir

    16. August 2018

    Hæhæ,

    Ég er að sjá þessa færslu í fyrsta sinn og er með mikinn áhuga á að prófa þessa meðferð. Er 45 ára og með alveg eins roða og mamma þín.
    Hvernig hefur henni gengið?

    Bestu kveðjur,
    Helga Dögg

    • Guðrún Sørtveit

      19. August 2018

      Hæhæ Helga :-D Gaman að heyra en þetta er búið að reynast mömmu ótrúlega vel og það er rosalegur munur. Ég er einmitt að fara gera aðra færslu þar sem ég sýni fyrir og eftir :-) Í stuttu máli þá er húðin hennar allt önnur, roðin búin að minnka mjög mikið, húðin er ekki jafn “pirruð” og hún var.
      Við mamma mælum klárlega með að fara og kanna þetta. Hún vildi óska að hún hefði gert þetta fyrr!