fbpx

RISA TAX FREE: HÁTÍÐARFÖRÐUN

SNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er ekki kostuð

Halló!

Það er risa Tax Free í Hagkaup frá 19-26. nóvember og því tiLvalið að finna allt sem þú þarft fyrir hátíðarlúkkið. Mig langaði að deila með ykkur mínum meðmælum og kannski það sem er á mínum óskalista. Ég mæli einnig með að kíkja á eldri Tax Free lista frá mér ef þið viljið enn fleiri hugmyndir!

1. Becca Cosmetics – becca x barbie ferreira prismatica face palette

Becca Cosmetics kemur alltaf út með fallegar andlitspallettur á þessum árstíma og er þessi engin undartekning. Þetta er gullfalleg palletta sem hægt er að nota bæði á andlit og augu. Húðin verður ljómandi og fersk.

2. Chanel Les Beiges Foundation

Farði sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér seinustu mánuði. Þessi farði gefur 12 klukkustunda raka og því fullkomin á þessum tíma árs, þegar húðin á það til að verða þurr. Formúlan er létt og gefur miðlungsþekju en auðvelt að byggja upp. Farðinn sest ekki í fínar línur og verndar húðina frá þeim mengun og þeim efnum sem eru að finna í umhverfinu.

3. Urban Decay Stay Naked Correcting Concealer

Þessi hyljari er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér en enduruppgötvaði hann fyrir nokkrum mánuðum. Formúlan er ótrúlega kremuð, létt en gefur mjög mikla þekju. Tekur alla mömmubauga í burt, allt sem ég þarf! Mér finnst best að vera með létta farða og síðan hyljara sem þekja vel.

4. Eylure Duos&Trios

Þetta eru einu augnhárin sem ég nota og eru einfaldlega lang fallegust. Það eru margir sem mikla fyrir sér að setja á sig stök augnhár en það er eiginlega auðveldara að setja þessi á sig heldur en heil augnhár. Ég er með sýnikennslu í highlights á Instagram en þarf klárlega að endurgera myndband. Ef það er mikill áhugi þá gæti ég hent í myndband fyrir ykkur, let me know!

5. L’Oréal Paris Glow Chérie Enhancer 30 ml – Porcelain Glow

Þessi vara kom mér skemmtilega á óvart. Þetta er ljómagrunnur/primer og gefur ótrúlega fallegan ljóma. Rakagefandi formúla sig skilur húðina eftir ljómandi! Það er hægt að nota undir farða eða blanda við farða.

6. Guerlain Golden Bee Rouge G

Gullfallegir varalitir í trylltum umbúðum. Guerlain varalitirnir eru gæðin í gegn og umbúðirnar eru einar af þeim flottustu. Varalitirnir koma í einstaklega fallegum umbúðum sem inniheldur spegil, svo hægt sé að sjá varalita sig hvar og hvenær sem er. Ef ykkur vantar gjöf handa mömmu eða ömmu þá mæli ég með að skoða þessa.

7. Chanel Les Chaînes de Chanel Kinnalitur

Fallegur djúpvínrauður kinnalitur með gylltum undirtón. Það eru margir hræddir við svona litsterka kinnaliti en þeir gefa frísklegt útlit sem margir sækjast eftir.

8. Real Techniques Cashmere Dreams Eye Fantasy Kit

Burstasett sem inniheldur alla þá bursta sem þú þarft til þess að gera hvaða augnförðun sem er. Settið inniheldur sex bursta og burstaveski.

9. becca x barbie ferreira prismatica lip gloss kit

Gloss sett úr hátíðarlínu Becca Cosmetics og eru þessir glossar ótrúlega fallegir. Ég er mikil gloss kona og er helst með fimm alltaf í veskinu og þessir munu líklegast enda þar. Þeir gefa fallegan glans og passa yfir hvaða brúntóna varablýant sem er.

10. NIP+FAB Glow Getter Body Oil

Fallegur ljómi fyrir líkamann frá Nip+Fab. Það er fallegt að setja þessa olíu á bringuna til þess að vera ljómandi allsstaðar. Aldrei of mikið af ljóma!

11. Shiseido Ink Liner Duo – Beige 02 

Varablýantur sem þurrkar ekki varirnar, gefur raka og endist í allt að 8 klukkustundir á vörunum. Þessi varablýantur er tvískiptur en annars vegar er varagrunnur/primer og á hinum endanum er varablýantur sjálfur.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

TOPP 5 RAUÐIR VARALITIR FYRIR HÁTÍÐIRNAR

Skrifa Innlegg