fbpx

RISA SUMAR TAX FREE LISTI

ÓSKALISTISNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er ekki kostuð

Halló!

Það er Tax Free í Hagkaup dagana 5-12. maí. Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds snyrtivörum og þær sem eru á óskalistanum mínum. Það sem einkennir þennan Tax Free lista er sumar, ljómi og ferskleiki!

 

 

1. BIOEFFECT EGF ESSENCE – Rakavatn sem er orðið algjör nauðsyn í minni húðrútínu. Þetta rakavatn er létt, nærandi , eykur mýkt, raka og heilbrigði húðarinnar. Ég nota þetta alltaf áður en ég set á mig rakakrem en þetta undirbýr húðina fyrir serum og rakakrem.

2. Chanel Les Beiges Sheer Healthy Glow Highlighting Fluid – Létt ljómakrem sem gefur ótrúlega fallegan ljóma. Það er hægt að nota þetta yfir eða undir farða. Ég blanda þessu sjálf alltaf við farða til þess að ná fram náttúrulegum ljóma. Það er líka auka afsláttur af Chanel um helgina sem ég mæli með að nýta sér!

3. Maybelline Lifter Gloss – Ég er eitthvað svo skotin í þessum nýju glossum frá Maybelline. Minna á glossana frá KKW Beauty en bara miklu ódýrari.

4. Clarins Bronzer – Sólarpúður sem kemur í takmörkuðu magni frá Clarins. Fyrir utan hvað umbúðirnar eru sætar þá er þetta æðislegur bronzer. Blandast vel og mótar andlitið um leið.

5. Shiseido Synchro Skin Insvisible Silk Loose Matte Powder – Silkimjúkt púður sem er létt á húðinni. Púðrið heldur förðunin á sínum stað, án þess að taka of mikin ljóma í burtu. Púðrið sest líka ekki í fínar línur eða húðholur. Einnig er það alveg litarlaust og sést ekki þegar tekið er mynd með flassi. Ég elska að vera með ljómandi húð en þarf oft bara smá púður til að förðunin haldist lengur.

6. Gosh Ultra Thin Brow Pen – Ofur mjór augabrúnablýantur sem auðvelt er að móta augabrúnirnar með. Mér finnst svo þægilegt að nota mjóa augabrúnablýanta til að móta augabrúnirnar.

7. Essie “you know the espadrille” – Fallegt gult naglalakk fyrir sumarið.

8. Clarins Radiance-Plus Glow Booster for Face – Brúnkukremsdropar fyrir andlitið sem gefa sólkysst útlit og ljóma. Ég blanda þessum dropum út í rakakremið áður en ég fer að sofa og vakna síðan extra fersk.

9. Clarins UV Plus SPF 50 – Ný sólarvörn eða húðvörn frá Clarins sem ver húðina gegn öllu. Þetta er fyrsta vörnin sem inniheldur vörn gegn UVA og UVB geislum sem og fimm helstu umhverfismengunum sem er að finna í umhverfinu okkar. Sólarvörn er eitthvað sem á að vera í daglegu rútínunni hjá öllum! Ég er búin að vera prófa þessa og hún kom mér skemmtilega á óvart. Ég fæ yfirleitt svona litlar bólur eftir sólarvarnir og hef fundist erfitt að finna sólarvörn sem hentar mér en fékk engin viðbrögð frá þessari. Þetta er líka ótrúlega létt og fer strax inn í húðina.

10. John Frieda Luxurious Volume – Froða sem gefur hárinu góða fyllingu (volume). Ég fæ oft spurningar hvernig ég fæ góða fyllingu í hárið og ég elska að nota þessa froðu. Ég set froðuna í rakt hár og blæs síðan með hárblásara.

11. Shiseido Syncro Skin Radiant Lifting – Æðislegur farði sem inniheldur ActiveForce sem berst gegn hita, raka, olíu og hreyfingu og því að haldast fullkomin yfir daginn.. magnað! Farðinn er léttur, gefur miðlungs þekju en það er auðvelt að byggja hann upp. Ég mæli svo mikið með að prófa þennan farða ef ykkur vantar farða fyrir sumarið!

12. It Cosmetics Bye Bye Under Eye – Þetta er hin fullkomni mömmu baugafelari! Þetta er MJÖG þekjandi hyljari. Þannig maður þarf bara pínu lítið í einu og ég mæli með að hita hyljarann á handarbakinu eða milli fingranna.

13. BIOEFFECT HYDRATING CREAM – Vá vá mæli svo innilega með þessu rakakremi frá BIOEFFECT. Þetta er olíulaust rakakrem sem inniheldur aðeins 16 innihaldsefni. Kremið eykur rakastig húðarinnar um allt að 35% eftir aðeins tvö skipti, magnað! Rakin helst í húðina í allt að 12 tíma. Krem úr íslensku tæru vatni sem inniheldur EGF úr byggi, hýalúrónsýru og E-vítamín. Húðin verður ljómandi, mjúk og áferðafalleg. Ég nota kvöldið bæði kvölds og morgna og er ég á minni þriðju dollu!

14. L’Oréal Melon Dollars Blush – Fallegur kinnalitur frá L’Oréal sem er óskalistanum. Ég held að kinnalitir verða mjög áberandi í sumar og mikið trend að vera með mikin kinnalit sem fer hátt á kinnbeinin. Ég er svo til í þetta trend, elska kinnaliti!

15. Valentino Born in Roma Yellow Dreams – Ferskur sumar ilmur frá Valentino. Lyktin er fersk en samt djúp og er ekki of væmin. Tónarnir eru sítróna, musk og rósir.

FALLEG KERAMIK LÍNA FRÁ H.LOFT

Skrifa Innlegg