*Þessi færsla er gerð í samstarfi við Real Techniques
Seinasti miðvikudagur var mjög stór dagur fyrir mig en ég var að halda minn eigin viðburð í samstarfi við Real Techniques. Ástæða þess að við vorum halda viðburð saman er vegna þess að við vorum að fagna komu PowderBleu og fagna því að ég sé andlit Real Techniques á Íslandi. Ég er ennþá að ná mér niður eftir þennan dag og er svo þakklát fyrir að Real Techniques hafi leyft mér að halda svona flott partý. Viðburðurinn var mjög mikið í anda PowderBleu. Skreytingarnar voru dökkbláar og allt mjög klassískt. PowderBleu burstarnir eru einstaklega fallegir og skrifaði ég einmitt um þá hér. Þeir eru fágaðir og algjörir lúxus burstar sem mér fannst þessi viðburður einmitt endurspegla. PowderBleu burstarnir eru strax orðnir einir af mínum allra uppáhalds og nota ég þá daglega. Viðburðurinn var haldin í Vox Club salnum með öllu tilheyrandi.
Ég ætla deila með ykkur nokkrum myndum frá deginum –
Ingunn Sig gerði hárið mitt og var í skýjunum með það! Ég er strax búin að ákveða að fara aftur til hennar fyrir næsta tilefni xx
Myndaveggurinn minn xx
Gyða vörumerkjastjóri Real Tecnhiques, er snillingurinn á bakvið þetta og er best xx
Þakklát fyrir alla sem komu að fagna með mér xx
Það eru núna framstillingar í nokkrum verslunum og við mamma kíktum á framstillinguna í Hagkaup Kringlu í gær. Þetta var mjög skrítið og óraunverulegt en mjög gaman! Ég mæli innilega með að fara og kíkja á þessa bursta, eru einir þeir bestu sem ég hef prófað og koma einungis í takmörkuðu upplagi.
Mig langaði að þakka ykkur öllum fyrir að lesa færslurnar mínar og fylgjast með mér á mínum miðlum. Þetta hljómar eins og algjör klisja en ég væri ekki að gera neitt af þessu ef það væri ekki fyrir ykkur sem nennið að fylgjast með mér haha xx
Takk fyrir að lesa, alltaf!
Ykkar einlæg, Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg