*Vörurnar í þessari færslu voru fengnar að gjöf
Ég er mikill Real Techniques aðdáandi og er búin að vera safna, já safna haha, burstunum frá þeim í fimm ár sirka. Þannig þið getið ímyndað ykkur að þegar það kemur nýtt sett, þá verð ég að eignast það!
Real Techniques er merkið er mjög duglegt við að koma út með nýjungar og koma oft með sett sem koma aðeins í takmörkuðu magni. Núna í sumar var enginn undantekning hjá þeim og voru þau að koma út með tvö ný sett fyrir sumarið. Þessi sett koma þó eingöngu í takmörkuðu magni og því mæli ég með að hafa hraðar hendur.
Settin hafa sitthvora áhersluna, bleika settið heitir “Ready Set Glow” og leggur áherslu á “strobing” sem er þýðir í snyrtivöruheiminum að vera með mikinn ljóma og á eiginlega að vera andstæðan við “contouring”. Appelsínugula settið heitir “Fresh Face Favorites” og leggur það áherslu á að draga fram það besta. Sem sagt láta líta út fyrir að maður sé ekki farðaður þótt að maður sé það eða “no makeup, makeup”. Mér finnst þessi sett þau allra flottustu sem hafa komið út og langar mig að eiga svona fimm sett af hvoru haha.
Mig langaði að segja ykkur frá báðum settunum og sýna ykkur hvernig mér finnst best að nota þau. Ég ætla byrja á að sýna ykkur “Ready Set Glow” og síðan seinna í vikunni “Fresh Face Favorites”.
Í settinu er
CONTOUR BRUSH
Contour brush er til hjá RT í Core Collection en kemur núna ótrúlega fallega bleikur með röndum. Þessi bursti er ætlaður til þess að setja púður á þá staði sem maður vill matta eða hlýja andlitið með sólarpúðri.
Þetta er einn af mínum uppáhalds burstum frá RT og var ég því mjög glöð þegar ég sá hann í settinu. Mér finnst maður ekki geta átt of marga af þessum.
STROBING FAN BRUSH
Strobing fan brush er alveg nýr bursti hjá RT og er ætlaður til þess að setja “highlighter”/ljóma á þá staði sem maður vill draga fram. Hann er ótrúlega léttur og blandar ljómapúðrunum vel saman.
Mér finnst þetta vera besti highlighter bursti sem ég hef prufað!
TARGETED BLENDING BRUSH
Þessi bursti er einnig alveg nýr og er ætlaður til þess að blanda út krem “highlighter”. Hann er þéttur og blandar því krem vörum ótrúlega vel inn í húðina.
Ég prufaði að nota þennann í hyljara og það var æði! Mæli með að prufa hann í það.
MIRACLE SCULPTING SPONGE
Þetta er skyggingar svampurinn frá RT og er hann til stakur. Hann er ætlaður til þess að gera létta skyggingu á móti öllum ljómanum, jafna aðeins út.
Þetta er uppáhalds svampurinn minn frá RT og var ég því mjög glöð þegar ég sá hann í settinu. Ég nota hann samt ekki í skyggingar, heldur í farða og hyljara.
Ég mæli samt alltaf með að prufa sig áfram með bursta og ekki festast í því sem þeir eiga að vera notaðir í, það er einungis hugmynd um hvað sé hægt að gera með þá.
SÝNIKENNSLA: STROBING
Hér er ég búin að grunna andlitið með farða og hyljara..
Mér finnst best að byrja á skyggingunni og notaði ég kremskyggingu. Ég blanda út með Miracle sculpting sponge.
Því næst tek ég targeted blending brush og set krem “highlighter” á öll þau svæði sem ég vill draga fram. Sem sagt kinnbeinin, nefið og varirnar.
Síðan er það púður “highlighter” og tek ég Strobing fan brush. Ég set púður “highlighter” yfir öll þau svæði sem ég sett krem “highlighter”.
Húðin verður ótrúlega fallega ljómandi með þessu æðislega setti..
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg