fbpx

RANDOM FAVORITES

SNYRTIVÖRURTÍSKA
*Vörunar sem eru merktar með * fékk greinahöfundur að gjöf eða vegna samstarfs 

Það er komið svolítið síðan að ég fór yfir mínar uppáhalds vörur. Ég ákvað að taka saman nokkrar vörur sem eru búnar að standa uppúr síðustu vikur.

 

FIRST LIGHT PRIMING FILTER*

Þetta er farðagrunnur frá Becca Cosmetics sem birtir yfirborð húðarinnar. Fjólublár litur er þekktur fyrir að birta húðina. Formúlan er ótrúlega létt og rakagefandi, stíflar ekki svitaholur heldur skilur húðina eftir bjarta og ferska.

 

Posea Nude bekkur

Þessi bekkur var búinn að vera mjög lengi á óskalistanum mínum og var ég því mjög glöð þegar ég fékk hann í afmælisgjöf frá fjölskyldunni minni. Hann er gullfallegur og mér finnst hann passa fullkomlega heima hjá mér. Þessir bekkir eru til í nokkrum litum og er hver annar fallegri. Bekkurinn fæst hér.

 

BOURJOIS HEALTHY MIX BB CREAM*

Ég fékk þetta BB krem að gjöf fyrir nokkrum vikum en ákvað að prófa það í seinustu viku og sé eftir að hafa ekki prófað það fyrr! Þetta er ótrúlega létt og rakagefandi BB krem sem inniheldur vítamín. Mér finnst formúlan mjög þægileg á húðinni og jafnar húðlitinn. Ég fæ oft spurningar um hvaða BB krem eða létta farða ég mæli og mæli ég svo sannarlega með þessu! Hentar vel fyrir þurra húð. Þetta BB krem fæst hér

LIP MAXIMIZER Í LITNUM NR. 6

Þennan gloss frá Dior keypti ég á flugvellinum í Köben en Dior fæst því miður ekki á Íslandi. Þessi gloss gefur vörunum fallegan nude lit og  inniheldur collagen sem stækkar varirnar örlítið. Mér finnst flottast að nota þennan gloss við nude varablýant eins og til dæmis Stripdown frá Mac.

 

STRIPDOWN FRÁ MAC COSMETICS

Þennan varablýant er ég búin að eiga lengi og nota ég hann mjög mikið. Þessi litur er fullkomin fyrir mig, ekki of kaldur og ekki of heitur. Ég nota hann mjög mikið við nude glossa og varaliti.

 

GOGO FLOWER*

GOGO Flower er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér seinustu vikur. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er ég GOGO Partner. Ástæðan afhverju ég valdi að vera GOGO Partner er vegna þess að þessi drykkur inniheldur fullt af vítamínum, steinefnum, náttúrulegt koffín, enginn sykur og engin gerviefni.

 

NIKE WMNS AIR MAX 95 LEA

Ég keypti þessa skó fyrir nokkrum vikum og hef nánst ekki farið úr þeim. Þeir eru ótrúlega þægilegir og fullkomnir dagsdaglega. Skórnir fást hér.

M NSW DWN FILL JKT

Þessa úlpu keypti ég einnig um daginn og er ekki búin að fara úr henni. Þetta er án gríns eins og að vera í svefnpoka! Úlpan fæst hér.

POWDERBLEU FRÁ REAL TECHNIQUES*

Burstinn nr. B201 úr PowderBleu línunni frá Real Techniques er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og elska ég að nota hann í sólarpúður. Hárin eru fíngerð og sérstaklega hönnuð fyrir púðurvörur. Hárin taka því fullkomið magn af vöru og blanda ótrúlega vel við húðina. Síðan skemmir ekki fyrir hvað þeir eru bilaðslega fallegir!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

VILT ÞÚ VINNA 50.000KR GJAFABRÉF Á LAGERSÖLUNA HJÁ H VERSLUN?

Skrifa Innlegg