*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn
Ég fékk nokkrar nýjungar frá YSL um daginn sem mig langar að deila með ykkur. Ég er alltaf jafn spennt fyrir nýjungunum frá YSL en pakkningarnar hitta alltaf í mark hjá mér. Vörurnar eru þó ekki síðri og var ein vara sem stóð sértaklega uppúr hjá mér.
Nýjasti farðinn frá YSL heitir Touche Élclat All in one glow foundation – Rakagefandi og gefur fallegan ljóma
Fallegir og bjartir litir fyrir sumarið
Þessar pakkningar eru allt!
Varalitapalletta með björtum litum fyrir sumarið
Þau þekkja mig orðið ansi vel hjá YSL og létu mig að sjálfsögðu fá nýjasta “nude” varablýantinn og highlighter fyrir varirnar xx
Varan sem stóð uppúr hjá mér er nýjasti farðinn þeirra, Touche Élclat All in one glow foundation. Farðinn gefur ótrúlega góðan raka og gefur húðinni dásamlegan ljóma. Í staðinn fyrir að setja lit í rakakrem einsog þekkist, til dæmis má nefna BB krem. Þessi nýi farði er frábrugðin að því leitinu til að það var settur raki í farðann. Þannig farðinn gefur húðinni góðan raka á meðan hann er á húðinni og gefur því þetta “healthy glow”. Ég er mjög hrifin af þessum farða og er núna búin að prófa hann í tvær vikur. Eftir þessar tvær vikur get ég svo sannarlega mælt með honum og ég held að hann henti sérstaklega vel þeim sem eru með þurra húð. Það er líka stór kostur að hægt sé að leika sér með farðann, til dæmis sniðugt að blanda honum við mattari farða til þess að fá meiri ljóma.
Hérna er ég með farðann á mér en hann gefur ótrúlega létta og fallega áferð
Takk fyrir að lesa xx
Instagram: gudrunsortveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg