*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf
Ég fékk nokkrar vörur að gjöf frá Maybelline í dag og það var ein vara sem fangaði alla mína athygli en það var Tattoo augabrúnalitur sem er ný vara frá þeim. Fyrir mér hljómar þetta mjög áhugavert, skrítið og spennandi allt í einu en ég hugsaði strax.. ætli þetta virki?
Það er lítill pensill og þykk vara sem á maður að setja þétt yfir augabrúnirnar
Ég byrjaði á því að greiða í gegnum augabrúnirnar, því næst tók ég vöruna og mótaði augabrúnirnar með penslinum. Þetta er mjög líkt því að lita á sér augabrúnirnar en fyrir mér er þetta einfaldara því maður þarf ekki að blanda litinn eða ná í bursta heldur setur maður vöruna bara beint á augabrúnirnar. Ég mæli samt með að hafa blautþurkku og eyrnapinna við hönd til vonar og vara.
Ég er mjög heimilisleg og engin glansmynd, heldur stóll með helling af fötum í bakgrunn haha
Síðan á að vera með þetta í 20 mín eða þangað til þetta er orðið þurrt og taka þetta síðan varlega af, pínu einsog “peel off” maska. Þetta rífur ekki í nein hár og fer mjög auðveldlega af.
Ekki með lit <- -> Með lit
Mér finnst þessi vara mögnuð og skemmtilegt að prófa eitthvað alveg nýtt. Augabrúnirnar fá fallega fyllingu og þarf maður því að fylla minna í augabrúnirnar eða ekkert.
Ég var ekki alveg viss með þessa vöru fyrst en get alveg sagt það núna að ég mæli með henni, finnst þetta snilldar vara og á eftir að nota hana aftur!
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg