Guðrún Sørtveit

LOKSINS ER KOMIÐ FERÐABOX FYRIR FÖRÐUNARSVAMPINN

BURSTAR

Loksins loksins loksins er komið box undir förðunarsvampinn en ég er búin að bíða eftir þessu lengi. Þetta er fullkomið fyrir alla sem eru mikið á ferðinni eða vantar góðan stað til þess að geyma svampinn sinn. Ég hef nefnilega lent nokkrum sinnum í því að setja raka svampinn minn beint ofan í snyrtibudduna mína og loka síðan snyrtibuddunni.. hann myglaði og fór beint í ruslið! Það getur verið mjög dýrt spaug og þess vegna er þetta eitthvað sem mig er búið að vanta í mörg ár.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

TRAVEL SPONGE CASE

 

Boxið er mótað eftir Miracle Complexion svampinum og er RT merki á boxinu en það er öndurgatið, þannig svampurinn mygli ekki. Þetta verndar líka svampinn frá allskonar óhreinindum sem gætu leynst í snyrtibuddunni, íþróttatöskunni eða veskinu. Ég hef svo oft hætt við að taka með mér svamp þegar ég er að ferðast eða þegar ég tek snyrtidótið með mér í ræktina því að ég vill ekki setja rakan svamp aftur ofan í snyrtidótið, þannig þetta er mjög góð lausn fyrir mig og vonandi fleiri.

 

 

Ég vona að það séu fleiri jafn spenntir og ég fyrir einu boxi haha :-)

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

 

TAX FREE: MUST HAVES

SNYRTIVÖRURTAX FREE

Það er Tax Free dagana 1.-5. febrúar og mig langaði að deila með ykkur hvaða snyrtivörum ég mæli með. Ég ákvað að gera Tax Free listana örlítið öðruvísi núna en ég ætla sem sagt að gera tvo lista. Fyrsti listinn sem ég ætla deila með ykkur eru vörur sem mér finnst algjört “must” og vörur sem ég kaupi aftur og aftur. Hinn listinn er meira óskalisti og kannski vörur sem sniðugt er að kaupa á Tax Free ef manni er búið að langa lengi í vöruna.

 

WELL OFF – ORIGINS

Ég skrifaði um þennan augnfarðahreinsi fyrir nokkrum mánuðum, þá var ég nýbúin að eignast hann. Hann er ótrúlega mildur, góður og sértaklega góður fyrir viðkvæm augu.

 

 

BROW PREICE – MAYBELLINE

 

Augabrúnavörur eru eitthvað sem ég nota á hverjum degi og því tilvalið að nýta Tax Free í að kaupa þær vörur. Ég er mjög hrifin af mjóum blýöntum fyrir augabrúnirnar og er þessi frá Maybelline í miklu uppáhaldi. Hann er líka á mjög góðu verði.. sem skemmir aldrei fyrir.

 

BRONZING GEL – SENSAI

Þessa vöru er ég líka búin að skrifa nokkrum sinnum um en hún er einfaldlega æðisleg. Ég nota hann nánast alltaf undir farða eða eina og sér þegar ég nenni ekki að mála mig en vill vera aðeins ferskari. Ég mæli með!

 

PARADISE EXTATIC – L’ORÉAL

Maskarar eru skyldukaup á Tax Free en ég er búin að vera fýla þennan mjög mikið. Þetta er nýlegur maskari frá L’oréal sem þykkir augnhárin og gefur þeim þetta gerviaugnhára “look”.

 

 

BRUSH CLEANSING GEL – REAL TECHNIQUES

Burstasápan frá Real Techniques er líka nauðsyn fyrir mig en þessi burstasápa er besta burstasápan að mínu mati fyrir burstana mína. Þessi sápa fer einstaklega vel með hárin og þeir verða einsog nýir.

2 MIRACLE COMPLEXION – REAL TECHNIQUES

Það er mjög mikilvægt að endurnýja svampana sýna á þriggja til sex mánaða fresti en það fer algjörlega eftir hversu mikið maður notar svampinn. Það er mjög sniðugt að kaupa tvo í einu og þá á maður alltaf auka þegar hinn er orðinn sjúskaður.

LIQUID FOUNDATION – INIKA ORGANIC

Þetta er uppáhalds hversdagsfarðinn minn og er einmitt að klárast, því tilvalið að nýta Tax Free. Það fylgir líka kaupauki með öllum keyptum förðum og púðrum hjá INIKA allan febrúar, þannig maður gæti slegið tvær flugur í einu höggi.. fengið nýjan farða og sætan kinnalit sem er kaupaukin.

GLAMGLOW – SUPERMUD

Þetta er æðislegur hreinsimaski frá GlamGlow. Hann hreinsar einstaklega vel úr svitaholum og þetta er maski sem ég mun kaupa aftur og aftur, mæli með!

 

EXPRESS – ST.TROPEZ

Brúnkukrem eru alltaf góð kaup á Tax Free og reyni ég einmitt alltaf að nýta Tax Free í brúnkukremskaup. Þetta brúnkukrem er eitt af mínum uppáhalds, liturinn kemur strax eftir klukkutíma og hægt að stjórna litnum.

GLAMSTARTER – GLAMGLOW

Rakakrem og ljómakrem í einu, yndisleg blanda sem gott er að setja undir farða. Ég er líka mikið búin að tala um þessa voru en ég mæli 100% með henni.

RAPIDLASH

Þetta er vara sem mig langar að nýta Tax Free í en þetta er Rapidlash og er augnháraserum sem hjálpar augnhárunum að vaxa. Ég hef prófað þetta áður og fannst það virka mjög vel.

 

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

INNBLÁSTUR: SNYRTIVÖRU SKIPULAG

INNBLÁSTURSNYRTIVÖRUR

Ég er búin að vera skoða mikið og velta því fyrir mér hvernig ég geti skipulagt allt snyrtidótið mitt upp á nýtt í nýju (litlu) íbúðinni okkar. Ég hef núna mun minna rými til þess að vinna með en það eru margar góðar hugmyndir að finna á Pinterest.. einsog svo oft áður. Ég er búin að vera safna snyrtivörum í nokkur ár núna og ég vil varðveita þær á góðum stað. Síðan er þetta líka stór hluti af minni vinnu þannig ég verð að geta haft þetta snyrtilegt og aðgengilegt. Það er líka skemmtilegra að hafa snyrtivörurnar skipulagðar, þá notar maður þær oftar og er með betri yfirsýn yfir þær.

Ég ætla deila með ykkur nokkrum hugmyndum sem ég sá á Pinterest ..


 

 

Vonandi fenguð þið smá innblástur og ég hlakka til að sýna hvernig ég mun skipuleggja snyrtivörurnar mínar xx

Þið getið líka fylgst með mér hér ..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT HÁR

HÁR

Seinasta föstudag fór ég í smá dekur til Hildar Sumarliða á stofunni Barbarellu en hún Hildur bauð mér að koma í smá dekur. Við Hildur ætlum að gera margt skemmtilegt saman framundan og hlakka ég til að deila því með ykkur. Ég er nefnilega engin hársnillingur en þessvegna er gott að þekkja einn slíkan. Barbarella er staðsett á Suðurgötunni 7 í Reykjavík á mjög notalegum stað. Það er líka yndislegt andrúmsloftið inná stofunni og þægilegt að vera þarna.

Ég er mjög “basic” þegar það kemur að hári og ég ætlaði að lýsa hárið aðeins meira en guggnaði síðan á því og fékk mér nokkrar ljósar strípur en kannski ég lýsi það meira næst.. hvað finnst ykkur?

 

 

 

 

Þetta er alltaf mjög flott lúkk haha ..

 

 

Öll smáatriði eru svo falleg á þessari hárgreiðslustofu

 

 

Hildur setti þessa þrennu í hárið á mér og vá hvað hárið á mér lyktaði vel. Ég verð að eiganst þessar vörur og tala nú ekki um hvað umbúðirnar eru fallegar ..

Ég var ótrúlega ánægðan með litinn en þetta er akkurat liturinn sem ég fýla, hlýr ljós litur en Hildur er algjör snillingur í sínu fagi og getur galdrað fram hvaða liti sem er.. ég er kannski ekki fjölbreyttasti viðskiptavinurinn.

Þið sjáið litinn kannski best hér en hérna er ég einungis með náttúrulega birtu og engan filter

Ég og Hildur ákvaðum að gefa lesendunum mínum 20% afslátt af klippingu og litun gegn framvísun bloggsins (sýna færsluna). Ég mæli 100% með að fara til hennar og ég hlakka mikið til að sýna ykkur hvað við erum að vinna í saman xx

20% afsláttur af klippingu og litun hjá Hildi á Barbarellu 

Þið getið fylgst með Barbarellu á instagram hér

Þið getið einnig fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

SUNNUDAGSDEKUR: MULTI MASKING

BURSTARDEKURMASKAR

Gleðilegan sunnudag kæru lesendur! Ég er búin að vera á fullu seinustu daga og er alveg búin að gleyma að hugsa um húðina mína sem er mjög ólíkt mér en svona er lífið stundum. Ég ákvað samt að dekra aðeins við húðina mína í gær og setja á mig maska. Það er svo mikilvægt að setja á sig maska af og til en ég mæli með að gera það tvisvar í viku. Það er líka mjög sterkur leikur að ef maður hefur lítinn tíma að “multi maska” en þá setur maður tvo maska í einu, því húðina þarf oft ekki það sama yfir allt andlitið.

Ég ákvað loksins að prófa nýjustu maskana frá L’oréal en ég hef prófað maska frá þeim áður og fannst þeir æði.

*Færslan er ekki kostuð en inniheldur ad links

ANTI-BLEMISH MASK

Blái maskinn inniheldur þörunga sem róar húðina og hreinsar vel úr svitaholum. Hann er ótrúlega kremaður og þægilegt að taka hann af.

Maskinn fæst hér

 

BRIGHT MASK

Guli maskinn inniheldur Yuzu og lítil korn sem skrúbba húðina. Húðin verður mjúk og björt eftir þennan.

Maskinn fæst hér

Ég setti bláa maskann á T-svæðið eða semsagt á nefið, ennið, hökuna og aðeins út á kinnar. Gula maskann setti ég á kinnarnar og smá á ennið.

Mér finnst ótrúlega þægilegt að nota þessa aðferð því einsog ég sagði þá þarf húðin oft mismunandi hluti. T-svæðið er oft olíu mikið og því gott að setja hreinsandi maska þar en kinnarnar þurfa oft raka.

Síðan finnst mér best að bera maska á andlitið með þessum bursta. Mér finnst ég ná betri og jafnari þekju yfir andlitið og nýti maskana alltaf betur. Síðan er líka minni bakteríuhætta ef maður nota bursta í stað fingurs.

Burstinn fæst hér

Ég hvet ykkur til þess að taka kósýkvöld í kvöld og setja á ykkur maska xx

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

NÝJAR OG SPENNANDI SNYRTIVÖRUR

SNYRTIVÖRURTAX FREE

Halló kæru lesendur, ég er mjög upptekin þessa dagana en það getur stundum verið mjög snúið að vera í fullu námi, tveimur vinnum, sinna samfélagsmiðlum og svo ofan á það er ég að flytja haha. Ég ákvað samt að taka mér smá pásu og skrifa um snyrtivörur, eitt það skemmtilegasta sem ég geri! Það eru alltaf nýjar og nýjar snyrtivörur að koma á markaðinn, sem getur verið mjög gaman en samt sem áður mjög erfitt fyrir snyrtvörufíkla einsog mig. Ég ætla deila með ykkur nokkrum vörum sem eru komnar til Íslands en sumar fást einungis erlendis.

*Færslan er ekki kostuð

 

ST. TROPEZ

 

Það eru þó nokkrar nýjungar að koma frá St.Tropez sem ég er mjög spennt fyrir. Það er til dæmis að koma St. Tropez Purity Self Tan sem er einskonar brúnkukremsvatn. Þetta á að vera ótrúlega einfalt í notkun og gefa náttúrlegan lit. Síðan er líka að koma Extra dark brúnkukrem og get ég hreinilega ekki beðið eftir að prófa það. Ég er mjög vön að vera brúnkukrem á mér og vill helst hafa það í dekkri kantinum.

 

GRAVITYMUD

 

Þetta er tiltölulega nýtt frá GlamGlow en þetta er glimmer maski.. já glimmer maski. Ég er mjög forvitin að vita hvernig hann virkar og sjá hvernig hann er. Hann er allavega gullfallegur á mynd en það væri gaman að sjá hvort hann virki.

 

REAL TECHNIQUES – EXPERT ORGANIZER

 

 

Þetta er nýjung frá Real Techniques og þetta eru vasar fyrir bursta. Það er hægt að setja þetta á spegla eða gler og sniðugt til þess að ferðast með. Ég hugsa líka að þetta sé algjör snilld inn í litlar íbúðir eða herbergi.

 

MAC COSMETICS – FIX +

 

 

Fix + frá Mac er nú engin nýjung en það eru loksins komnar nýjar tegundir sem innihalda til dæmis kókosnetu ilm eða lavander. Ég elska Fix + og hef notað það í mörg ár. Það er hægt að nota Fix + í svo margt, til dæmis fyrir farða, eftir farða, blanda við augnskugga til þess að gera þá litsterkari og margt fleira.

 

CHOCOLATE GOLD EYE PALETTE – TOOFACED

Þessi palletta er nýjasta viðbótin í súkkulaði fjölskylduna hjá Toofaced. Ég á tvær pallettur úr þessari súkkulaði línu hjá þeim og er búin að nota þær mjög mikið. Formúlan er ein af mínum uppáhalds og er ég því mjög spennt fyrir þessari. Það er gott litaúrval, það eru þessir klassísku litir en líka nokkrir litríkir og því mikið hægt að nota þessa pallettu í allskonar farðanir.

BECCA COSMETICS – ANTI-FATIGUE UNDER EYE PRIMER

Ný vara frá Becca sem á að vera espresso skot fyrir augun. Þessi vara á að kæla, draga úr þrota, gefur raka og á að birta til undir augunum. Þetta hljómar einsog mjög góður baugabani og ég hlakka til að prófa!

TARTE SHAPE TAPE HYDRATING FOUNDATION

Þetta er nýr farði frá Tarte en þetta á vera rakagefandi og ljómandi farði. Þessi farði er samt sem áður búin að fá misgóða dóma en ég er samt eitthvað spennt fyrir honum. Þið megið endilega láta mig vita ef þið hafið eitthverja reynslu af þessum farða eða Tarte.

ORIGINS – THREE PART HARMONY DAY/NIGHT EYE CREAM

Ég er mjög spennt fyrir þessari vöru! Þetta er augnkremstvenna fyrir bæði dag og kvöld. Kremið er tvískipt, bleika kremið er fyrir daginn og síðan er hvíta fyrir kvöldið. Dagkremið á að birta undir augunum en það á einnig að vera róandi fyrir augun. Næturkremið á að gefa extra mikin raka fyrir kvöldið.

MILK MAKEUP – HYDRATING OIL

Vörurnar frá Milk Makeup eru búnar að vera í miklu uppáhaldi hjá mér en ég kynntist þeim í fyrra. Milk Makeup er þekkt fyrir að vera með vörurnar sínar í stift formi og er þetta ný vara frá þeim. Þetta er rakakrem eða olía í stift formi. Innihaldsefnin í þessu eru æðisleg, þetta inniheldur apríkósur, avakadó, jojoba meðal annars.

 

 

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

 

FÖRÐUNARSPJALL: ALEXANDER SIGURÐUR

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

FÖRÐUNARSPJALL

Ég er byrjuð með nýjan lið hérna á blogginu en það er förðunarspjall. Þetta verður fastur liður einu sinni í mánuði og ætla ég að spjalla um förðun við nokkra vel valda. Fyrsti viðmælandinn minn er Alexander Sigurður en hann er einn af mínum uppáhalds íslensku förðunarfræðingum og algjör snillingur í sínu fagi. Ég spurði hann nokkra vel valda spurninga um förðun og annað.

 

Hver er Alexander? 

Ég er 22 ára förðunarfræðingur úr Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, kennari í Reykjavík Makeup School, freelance makeup artist og förðunarbloggari á Femme.is. Ég hef starfað sem förðunarfræðingur í u.þ.b. eitt ár og ætla að gera það að eilífu og draumurinn er að flytja starfsferilinn erlendis og vinna þar. Ég elska nánast allt sem tengist makeup-i, hef mikinn áhuga á tísku og er slæmt case af ilmkerta og ilmvatna fíkli.

En ég kenni tímabila farðanir og tæknina við að búa til Face chart  í Reykjavík Makeup School og finnst það sjúklega gaman og mjög þakklátur fyrir það tækifæri.

 

Hvernær fékkstu áhuga á förðun ?

Ég held að ég hafi alltaf haft lúmskan áhuga á förðun en hafi bara ekki fattað það hvað ég hafði í raun og veru mikinn áhuga á förðun fyrr en fyrir ca tveimur árum. En ég er mjög ánægður með að hafa fattað það því ég er algjörlega í mínu elementi þegar ég er að farða. Mamma mín er t.d. mjög oft að minnast þess að þegar ég var lítill og var spurður um hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þá var svarið mitt alltaf ,, mig langar að vinna fallega vinnu og það má segja að það hafi ræst úr barnæsku drauminum mínum haha.

Hver er þín uppáhals förðunarvara ? 

Það er alltaf að breytast hjá mér, en í augnablikinu er það HD Studio Photogenic Foundation frá NYX Professional Makeup. Sjúklega léttur farði, með góða þekju, dewy áferð sem kallar fram fallega ljómandi húð og mjög þæginlegt að nota hann og auðvelt að hafa húðina náttúrulega og auðvelt að byggja svo upp þekjuna.

Förðun: Alexander Sigurður – Mynd: Vaka Alfreðs

Förðun: Alexander Sigurður – Mynd: Vaka Alfreðs

Förðun: Alexander Sigurður – Mynd: Vaka Njáls

Förðun: Alexander Sigurður – Mynd: Vaka Alfreðs

Förðun: Alexander Sigurður – Mynd: Vaka Alfreðs

Förðun: Alexander Sigurður – Mynd: Logi Thorvaldsson

Hvaða húðvörur notaru og hvernig er þín húðrútína ?

Ég á mer þrjár uppáhalds húðvörur. Sú fyrsta er Hydra Genius rakakremið frá L´Oréal, Origins Frothy Facewash sem er hreinsikrem sem maður notar með vatni og svo er það Noridc Skin Peel, sem eru einskonar bómullar skífur sem maður nuddar við á yfirborði húðar og fjarlægir öll óhreinindi og dauða húð – mæli mikið með. En það er hægt að lesa meira um þessar vörur í færslu sem ég skrifaði um umhirðu húðar.

Ég byrja alltaf á að nota andlitshreinsinn frá Origins á kvöldin til að hreinsa öll óhreinindi sem safnast hafa fyrir á húðinni yfir daginn. Nota síðan Nordic Skyn Peel beint eftir á en geri það bara á kvöldin og annan hvern dag. Síðast set ég alltaf rakakremið tivsvar á dag á hreina húð, set það alltaf á mig á morgnana og á kvöldin eftir að ég er búinn að hreinsa húðina og eftir það nota ég Nordic Skyn Peel þá daga sem ég nota það.

Nota vörurnar s.s. í þessari röð 

  1. Origins Frothy Facewash 
  2. Nordic Skyn Peel ( annan hver dag – verður að vera búið að hreinsa húðina áður en það er notað) 
  3. Hydra Genius rakakremið – alla morgna og kvöld. 

 

Flottasta förðunartrendið að þínu mati ? 

Allan daginn Draping! Ég gjörsamlega elska draping farðanir, svo ótrúlega draumkenndar og effortless. Ég læt hér fylgja með eina mynd af draping förðun sem ég gerði. Maður sér kannski oftast draping farðanir sem eru gerðar með kinnalitum en það má alveg leika sér með litina.

Draping

Áttu þér fyrirmyndir í förðunarheiminum ?

Já klárlega, ég er mikill aðdáandi Pat McGrath en hún er ein af stærstu förðunarfræðingum okkar tíma og starfar í Bandaríkjunum og er aðalega að gera tískufarðanir og hefur verið að vinna fyrir stór tísku merki. En hún er sjálflærður förðunarfræðingur, með tryllta hæfileika og sínar eigin förðunar vörur. En það er merki sem mig langar mjög mikið að prufa.

Síðan er förðunarfræðingurinnn Sir John líka í miklu uppáhaldi hjá mér, gaman að segja frá því að hann kom til landsins seinasta vor á vegum Reykjavík Makeup School og hélt master class námskeið sem var mjög gaman að sitja. En hann er einni mjög þekktur innan förðunar bransans og er þekktastur fyrir það að vera förðunarfræðingurinn hennar Beyonce, Joan Smalls og Olivia Culpo. Hann hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir vinnuna sína enda með gullnar hendur.

Þau tvö eru svo þeir sem ég fylgist hvað mest með á samfélagsmiðlum og lít mikið upp til.

Sir John og Alexander

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem þú gætir ekki verið án ?

Já, ég gæti ekki verið án burstana minna, því ef ég er ekki með þá þá er nú ekki mikið sem ég get gert nema húðina. Ég veit ekki hvað það er en ég er með eitthvað sértsakt bond við burstasettið mitt haha. Svo lengi sem ég er með burstasettið mitt þá get ég gert hvað sem er, sama hvernig makeup-kittið mitt er eða hvaða vörur eru notaðar.

 

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga ?

  1. Embryolisse – Rakarkremið sem ég er tiltölulega ný búinn að kynnast en eftir að ég prófaði að nota það þá fór það beint á ,, must have” listann minn. Kremið gefur húðinni svo fallega áferð og farðar líta svo sjúklega vel út ef þetta krem er notað. Þetta krem er svona leyndarmál allra stóru förðunarfræðingana. En þetta krem er hægt að fá í nola.is – Katrínartún 2.
  2. Góður hyljari – Ef maður er með góðann hyljara þá þarf ekki einu sinni að nota farða ef hann er rétt notaður (þegar ég tala um ,, góðann” hyljara þá er ég ekki endilega að meina að hann gefi sem mesta þekju, það er margt annað sem spilar inn í gæði á hyljurum). En ég er að notast við nokkra hyljara, það fer mjög mikið eftir húðinni á mannesjuni sem ég er að farða, hvaða hyljara ég nota. Þeir sem ég nota mest eru True Match hyljararnir frá L´Oréal, Milani Retouch+Erase ( haustfjord.is) og Maybelline Age Rewind Concealer. Allt eru þetta hyljarar sem gefa mismunandi áferð og mismikla þekju.
  3. Highlight & Contour Pro Palette – NYX Professional Makeup
    Þetta er s.s. skyggingar palletta með fjórum mismunandi sólarpúðurs litum, tveimur highlighter-um og tveimur mismunandi púðrum fyrir andlit. Mér finnst þetta mjög góð og eiguleg vara, vegna þess að það er mjög gott að nota litina í henni, blandast vel út og skilja ekki eftir sig skörp skil á húðinni, góð púður til að setja undir augun og á þau svæði sem maður vill birta til á. Einnig nota ég sólarpúðurs litina mjög mikið sem augnskugga og fullkomið ef maður vill ná fram náttúrulegu “sunkissed” lúkki. Svo er núna loksins hægt að kaupa sér áfyllingu ef eitthver litur klárast og einnig hægt að kaupa sér tóma pallettu og velja litina í sjálfur sem ég er mjög spenntur fyrir að prófa því það eru líka búnir að bætast við fleiri litir í litaúrvalið af þessari vöru.
  4. MAC – Strobe Cream – Ljómakrem sem gefur húðinni aukinn raka og mjög fallegan ljóma. Það sem ég fýla svo mikið við þetta krem og stendur upp úr fyrir mér er að það gefur góðan ljóma en það eru ekki sjáanlegar glimmerflögurnar í kreminu eins og er svo oft í svona ljómakremum. Húðin lítur bara út fyrir að vera náttúrulega ljómandi og hægt er að velja úr 5 litum. Núna er ég nýlega búinn að klára kremið sem ég átti til og er að farast því ég þarf að fara að kaupa mér annað en gleymi því alltaf þegar ég á leið hjá búðinni.
  5. Brow Wiz frá Anastasia Beverly Hills – Sjúklega góðir augabrúna skrúfblýantar sem gefa ekki alltof mikinn lit frá sér en mjög auðvelt að byggja litinn upp en á sama tíma eru augarbrúnirnar náttúrulegar. Öðrumeginn á blýantinum er greiða sem er fullkomin, greiðir vel úr litnum og blandar honum vel í hárin á augabrúnunum.

Þetta eru svona mínar top 5 vörur sem ég bara hreinlega get ekki verið án þegar ég er að farða. 

Hver er lykilinn af fallegri förðun? 

Lykilinn af fallegri förðun er númer eitt, tvö og þrjú – falleg húð! Því ef húðin er ekki flott/vel förðuð þá er allt annað ekki að spila saman og lítur ekki eins vel út og það gæti gert ef húðin væri flott. Til þess að ná fram fallegri farðaðri húð þarf að undirbúa húðina vel fyrir það að taka við farðanum, þ.e. byrja á að setja á sig rakakrem svo húðinni líði vel, nota réttan primer og þá er húðin vel undirbúin að taka við farða, gefur farðanum betri endingu og farðinn lítur betur út. Svo skiptir máli að setja ekki of mikinn farða, frekar byrja á því að setja lítið og byggja þekjuna bara upp. Svo finnst mér persónulega alltaf betra að fara yfir farðan með rökum Beauty Blender svampi – jafnar út farðann og minnkar áferðina á honum.  Svo eru til allskonar trix sem hægt er að notast við til að ná fram fallegri húð, en það er eins og að nota ljómakrem áður en farðinn er settur á eða blanda honum út í farðann ( mér finnst betra að gera það), mér finnst alltaf líka mjög fallegt að blanda 2-3 dropum af andlitsolíu í farðann og margt fleira.
En já lykilinn að fallegri förðun er klááárlega að gera húðina fallega!

Og að lokum ertu með einhver góð förðunarráð og ég verð að spyrja hver er uppáhalds highlighter-inn þinn? Húðin þín er alltaf svo ljómandi! 

Hahah, sko til að ná fram ljómandi húð á sjálfum mér finnst mér mjög gott að blanda MAC- Strobe Cream út í rakakremið mitt og set síðan smá glært púður á þau svæði sem ég verð mjög olíukenndur á.

En annars er ég með helling af sniðugum förðunarráðum en þau eru svo mörg að ég get ekki valið eitthvað eitt til að segja frá en ykkur er velkomið að senda á mig línu á instagram ef það eru eitthver ráð sem ykkur vantar. En það er eitt sem ég get sagt ykkur að þegar það kemur að förðun þá ,, less is more”. Frekar að nota lítið af eitthverju og bæta svo bara við það ef það er ekki nóg, heldur en að vera búinn að setja of mikið af eitthverri vöru og sjá svo eftri því. En annars þá er makeup bara list og margir kjósa að tjá sig í gegnum förðun sem mér finnst æðislegt og allir ættu að gera.

Eru þið að sjá húðina? Ég er að fara beint í Mac og kaupa mér Strobe kremið!

 

Takk æðislega fyrir spjallið Alexander og ég hlakka til að fylgjast með þér í framtíðinni xx Ég mæli með að fylgjast með Alexander á samfélgasmiðlum:

@alexsig & @facebyalexsig

 
Þið getið líka fylgst með mér hér..
Snapchat: gsortveitmakeup
Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNARTREND 2018

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Mér finnst alltaf gaman að skoða förðunartrend ársins og sjá hvað er að koma sterkt inn. Ég var búin að hugsa mjög mikið hvað yrði vinsælt á þessu ári og það voru einhverjar af mínum getgátum réttar. Það er ótrúlegt hvað sum förðunartrend verða vinsæl lengi og sum detta út strax. Hérna eru nokkur förðunartrend sem eiga að verða áberandi árið 2018.

DRAMATÍSKUR EYELINER

Eyeliner-inn kemur sterkur inná þessu ári og þá sérstaklega dramatískur eyeliner með spíss (winged out).

VARALITIR ERU AÐ KOMA AFTUR

Síðustu ár hafa “liquid lipsticks” eða fljótandi varalitir einsog það er kallað á íslensku verið mjög mikið inn. Það voru allir með mattar varir og gleymdu glossinu. Það er samt búið að vera smám saman að breytast og held ég að varalitir, þessir klassísku og gloss séu að koma sterk inn aftur.

MEIRA GLIMMER

Glimmer heldur áfram að vera áberandi, þá sérstaklega allskonar steinar, flögur og slíkt.

FJÓLUBLÁR

Fjólublár er litur ársins og held ég að það muni spila einnig stór hlutverk í förðunarheiminum.

LESS IS MORE

“Less is more” eða minna af öllu heldur áfram að vera mjög áberandi í tískuheiminum. “Náttúrulegt” útlit eða “no makeup, makeup” er að koma mjög sterkt inn.

GLOW

Ljóminn heldur áfram að vera mjög áberandi og er eiginlega búinn að taka yfir skygginguna eða “countor-ið”. Ég tek þessu fagnandi enda elska ég ljómandi og ferska húð.

LITSTERKAR VARIR

Litsterkar varir verða áberandi 2018 og það verður gaman að sjá alla litina sem snyrtivörufyrirtækin koma út með.

Þið getið einnig fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

DRAUMALISTI

LÍFIÐÓSKALISTI

Mig langaði að deila með ykkur draumalistanum mínum. Ég veit ekki hvort ég var búin að minnast á það hér á blogginu en ég er að flytja að heiman í fyrsta skipti í næsta mánuði. Þannig í eiginlega fyrsta skipti er ég byrjuð að skoða eitthvað fallegt fyrir heimilið sem mig langar að eignast í framtíðinni. Það er svo margt fallegt í boði fyrir heimilið og maður fær allt í æð hérna á blogginu þökk sé Svönu. Þetta er samt ekki allt fyrir heimilið en meiri hlutinn.

 

 

Design by us – Ballroom veggljós

Þetta veggljós er svo fallegt! Þetta er búið að vera á óskalistanum mínum í nokkra mánuði núna. Það eru til fleiri týpur af þessu ljósi og í allskonar litnum.

Fæst hér

 

MYNDAVÉL

 

Mig dreymir um nýja myndavél til þess að geta tekið upp myndbönd og tekið betri myndir. Ég á eina frá Canon og fýla hana mjög mikið en er farin að vilja meiri gæði. Ég er búin að heyra góða hluti um þessa og algjör snilld að geta séð sig áður en maður tekur mynd (sérstaklega fyrir förðunarmyndir). Það er líka svo gaman að taka fallegar myndir og eiga til minningar.

 

Fæst hér

DESIGN LETTERS – MESSAGE BOX BY ARNE JACOBSEN

Ég held að þetta kæmi sér vel til þess að muna eða skrifa eitthver skemmtileg skilaboð.

Fæst hér

 

MOSCOW MULE MUGS

Ég fékk nokkur Moscow Mule glös í jólagjöf og langar núna að safna nokkrum. Mér finnst þau svo flott og gera mikið fyrir borðskreytingu eða fyrir meiri stemningu.

Fæst hér

 

Marocco Pouf frá Cozy Living Copenhagen

Ég rakst á þessa pullu eða skemil fyrir algjöra slysni og sé hana strax fyrir mér í íbúðinni.

Fæst hér

ÆFINGABUXUR

Ég er ekki mikið fyrir litrík æfingaföt en það er eitthvað við þessar buxur. Það líka gott að fara stundum út fyrir þægindarrammann og prófa eitthvað nýtt, þótt að það séu kannski bara litaðar æfingabuxur haha. Ég á þessar í svörtu og þær eru svo þægilegar, renna ekkert niður og mér finnst þær halda vel utan um mann.

Fæst hér

 

REYKJAVÍK POSTERS

Þeir sem þekkja mig vita hvað ég elska Hafnarfjörð mikið en ég er fædd og upp alin í Hafnarfirði. Það verður mjög erfitt fyrir mig að flytja úr Hafnarfirði og þessvegna þarf ég eiginlega að eignast þetta plakat.

Fæst hér

Reflections Ophelia – Clear

Þetta er án efa fallegasti kertastjaki sem ég hef séð. Kertaljósið frá þessum kertastjökum er einstaklega fallegt.

Fæst hér

FREDERICK BAGGER

Ég kynntist þessu merki um daginn þegar ég fór á kaffiviðburð hjá Sjöstrand en viðburðurinn var haldin í NORR11 og það er stórhættulegt að fara í þá verslun, allt svo fallegt. Á viðburðinum var boðið uppá kaffi í Cripsy Lowball glösunum frá Frederik Bagger. Það kom einstaklega vel út og er ég nú byrjuð að safna glösunum frá Frederik Bagger. Glösin á myndinni eru Long drink glösin.

Fæst hér

 

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

FARÐANIR Á GOLDEN GLOBES 2018

FÖRÐUN

Ég elska að skoða farðanirnar frá rauða dreglinum, ég vakti samt ekki alla nóttina en fór strax að skoða allt þegar ég vaknaði. Það fór eflaust ekki fram hjá neinum að #timesup byltingin var mjög áberandi á rauða dreglinum en klæddust margar konur svörtu til þess að vekja athygli á málefninu. Ég fékk gæsahúð þegar sá að það voru nánast allar í svörtu og táraðist yfir ræðunni hennar Oprah.

Þegar að það kemur að förðuninni þá var hún mjög látlaus að mínu mati. Mér fannst mjög margir leyfa hárinu og kjólnum að vera í aðalatriði en ég ætla fara yfir nokkrar af mínum uppáhalds förðunum.

KERRY WASHINGTON

Mér finnst Kerry alltaf mjög glæsileg og “on point” þegar það kemur að rauða dreglinum. Hún skartar fjólubláu smokey sem ýtir undir brúnu augun hennar. Síðan er allt annað mjög látlaust og fallegt.

 

MERYL STREEP

Mér finnst hún alltaf jafn glæsileg og er húðin hennar einstaklega falleg þarna. Kinnaliturinn er í aðalatriði, sem gerir húðina ferska og unglega.

MILLIE BOBBI BROWN

Ég elska þessa leikonu einsog flestir býst við sem hafa horft á Stranger Things. Dramatískur eyeliner og falleg húð, mjög einfalt og flott.

KENDALL JENNER

Kendall alltaf jafn sæt og fín. Látlaus augu og nude varir, mjög klassískt. Mig langar mjög mikið að vita hvaða varalit hún er með!

 

ANGELINA JOLIE

Kattaraugu fara Angelinu einstaklega vel og mér finnst mér hún mjög fallega förðuð. Það er búið að ýta undir allt það besta í hennar útliti. Hún er gordjöss!

ALLISON WILLIAMS

Litatónarnir í þessari förðun vinna allir svo vel saman. Mér finnst allt smella saman, allt frá augunum í húðina og varirnar.

GOLDEN GLOBES INSTYLE PARTY

Síðan kíkti ég auðvitað á farðanirnar sem voru í Golden Globes Instyle Party. Þetta eru farðanir eftir nokkra af mínum uppáhalds förðunarfræðingum og verð ég að segja að þessar eru í miklu uppáhaldi.

SHAY MITCHELL

Ljómandi falleg húð með smokey og rauðar varir. Mér allar farðanir fara henni vel og förðunarfræðingurinn sem farðaði hana er einn af mínum uppáhalds, Patrick Ta.

 

TAYLOR HILL

Þessi förðun er eftir Hung Vanngo, æðislegan förðunarfræðing sem ég er að fylgjast með á instagram. Þessi dökki varalitur og rauðtóna-fjólutóna eyeliner er gullfallegt combo. Þessi eyeliner ýtir undir bláu augun hennar og elska augabrúnirnar hennar.

 

Þessi augu og þessar varir. Þessir litir tóna ótrúlega vel saman.

EMILY RATAJKOWSKI

Fyrir mér þá á hún vinningin í flottustu förðuninni en þetta er einnig förðun eftir Hung Vanngo, ég mæli með að fylgjast með honum á instagram. Þetta er ótrúlega falleg eldrauð förðun og húðin gullfalleg. Mig langar mjög mikið að vita hvaða rauði litur þetta er.

 

Kona kvöldsins er samt án efa Oprah sem talaði um byltinguna #timesup. Þetta er ræða sem allir þurfa að horfa á og vera með í þessari mögnuðu byltingu. Það er svo magnað að sjá allar þessar byltingar sem hafa verið síðustu ár og hvaða áhrif þær eru búnar að hafa. Ég stend með öllum konum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og núna er tíminn til þess að standa saman, times up!

 

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit