Guðrún Sørtveit

HVERSDAGSFÖRÐUN

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Mig langaði að deila með ykkur einn af mínum uppáhalds hversdags förðum en ég vil alltaf vera með eitthvað létt á húðinni yfir daginn. Farðinn sem ég er búin að vera nota uppá síðkastið er farðinn frá INIKA en hann er ótrúlega léttur og þægilegur á húðinni. Formúlan er kremuð og ég myndi segja að þekja væri létt. Síðan með farðanum er ég búin að vera nota hyljarann frá INIKA mikið. Hyljarinn gefur góða þekju og finnst mér því farðinn og hyljarinn fullkomið “combo”. Ég er með olíumikla húð en hann helst samt vel yfir daginn en ég púðra samt alltaf til þess að halda farðanum á sínum stað, sama hvaða farða ég nota. Mér finnst alltaf betra að setja farðann fyrst og síðan hyljara, leyfa farðanum að þekja andlitið en leyfa síðan hyljaranum að hylja það sem farðinn gat ekki hulið.

Hversdagsrútínan mín er mjög einföld en ég reyni að nota sem minnst af vörum en það er aðallega bara til þess að spara mér tíma. Það tekur mig oftast bara 10 mín til þess að gera hversdagsförðunina mína en svona er hún í skrefum –

1.Farði

2.hyljari

3. Púður

4. Sólarpúður

5. Highlighter

6. Augabrúnir

7. Maskari


*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

Þessi þrenna er æðisleg á köldum vetrardegi xx

Þið getið líka fylgst með mér hér.. 

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

VALENTÍNUSAR DEKUR

DEKUR

Núna fer að styttast í Valentínusardaginn og ég veit að það eru skiptar skoðanir hjá Íslendingum hvort það eigi að halda uppá þennan dag eða ekki. Ég persónulega sé þetta sem auka dag sem gaman er að nýta til þess að gleðja einhvern og brýtur smá upp hverdagsleikann.

Mér finnst dekurpakki eða dekurgjöf seint klikka og er The Body Shop að bjóða uppá að láta merkja Body Butter-in sín. Þú einfaldlega velur þér Body Butter og prentar út skemmtilegan límmiða sem er síðan límdur á. Mér finnst þetta vera frábær gjöf og tilvalin fyrir einhvern sem á skilið dekur. Ég ákvað að gleðja mömmu mína með smá dekurpakka í valentínusargjöf.

*Færslan er unnin í samstarfi við The Body Shop

Ég held að ég verði klárlega uppáhaldsbarnið.. haha :-)

Ég valdi Almond Milk & Honey lyktina handa mömmu, skrúbb hanska, rakagefandi sturtusápu og baðlilju. Ég valdi eitthvað sem ég á sjálf og nota mikið. Baðliljan er æðisleg til þess að skrúbba líkamann létt og maður þarf að nota minni sturtusápu. Ég elska skrúbbhanskana en ég nota þá alltaf áður en ég set á mig brúnkukrem, mæli með! Síðan eru Body Butter-in búin að vera í uppáhaldi hjá mér í mörg ár en þessi lykt er ný hjá The Body Shop og er yndisleg. Sturtusápan er æði og sérstaklega fyrir þennan tíma árs, gefur góðan raka, húðin verður mjúk og lyktin er æði.

 

Mér finnst þetta ótrúlega sæt og persónuleg gjöf! Ég mæli svo sannarlega með að gleðja einhvern sem þér þykir væntum á Valentínusardaginn, hvort sem það er kærasti, kærasta, vinur, einhver fjölskyldumeðlimur ..eða bara fyrir sjálfan sig – mikilvægt að tríta sig líka!

Það er hægt að láta merkja Body Butter í The Body Shop í Smáralindinni xx

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNARSPJALL: HILDUR SIF

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Núna er komið að förðunarspjalli mánaðarins og að þessu sinni er viðmælandinn minn Hildur Sif. Hildur er ein af mínum uppáhalds “instagrömmurum” (@hildursifhauks) en hún er einnig að blogga á H Magasín og er að gera frábæra hluti á samfélgasmiðlum. Mig langaði aðeins að kynnast förðunarfræðingum í Hildi betur og ætlar hún að svara nokkrum spurningum fyrir okkur xx

Hver er Hildur Sif? 

Hildur Sif er 24 ára stúlka úr Kópavogi nýútskrifuð úr Háskóla Íslands í Sálfræði Ég hef mikinn áhuga á tísku, förðun og heilbrigðum lífsstíl og er förðunarfræðingur frá Mood Make Up School. Er bloggari inná H Magasín og mjög virk á Instagram!

 

Hvernær fékkstu áhuga á förðun ? 

Myndi segja að áhuginn vaknaði mjög snemma hjá mér – var alltaf að leika mér með málingadótið hennar mömmu minnar og stelast að vera máluð í skólanum og fleira. Sumir myndu kannski segja að ég byrjaði of snemma að fikta í þessu en held að þetta hafi bara verið mín útrás í einhverskonar sköpun.

 

Hver er þín uppáhalds förðunarvara í augnablikinu?

Dip Brow frá Anastasia Beverly Hills – eina varan sem helst almennilega á augabrúnunum mínum yfir daginn!

 

Hvaða húðvörur notaru og hvernig er þín húðrútína ? 

Ég viðurkenni að mín húðrútína hefur verið í algjöru lágmarki yfir árin en hef verið að setja meiri áherslu á húðina mína uppá síðkastið.

Ég er með mjög þurra húð og hefur verið algjör lykilatriði að nota einhverskonar olíu á andlitið á mér á kvöldin – í augnablikinu er ég að nota Rosehip Oil frá Inika og líkar mjög vel við. Annars nota ég augnkrem frá Body Shop og síðan andlitskrem og andlitssápu frá Bláa Lóninu.

 

Flottasta förðunartrendið að þínu mati ?

Ætla að koma með mest basic svarið en það er highlight eða ljómandi húð. Munar öllu að vera með fallega, heilbrigða og ljómandi húð.

 

Áttu þér fyrirmyndir í förðunarheiminum? 

Ekki beint – fylgist ekki með neinum förðunarfræðing en fylgist samt sem áður með einhverjum YouTubers sem sýna farðanir og eru uppáhalds Desi Perkins, Carli Bybel, Jaclyn Hill og Nikkie Tutorials.

 

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga?

 

  1. Varasalvi – get ekki verið án varasalva og er minn uppáhalds frá Burt Bees í litnum Soft Pink
  2. Sólapúður – er mjög íslensk í að nota mjög mikið af sólapúðri og er mitt uppáhalds Inika Bronzer í litnum Sunkissed
  3. Blautur eyeliner – elska að vera með eyeliner og finnst mér það gera mjög mikið fyrir augun mín, lengir þau. Er að nota einn frá Chanel og hef átt hann í örugglega 3 ár, endist rosa lengi
  4. Litað dagkrem – ég nota oftast einhverskonar litað dagkrem og farða þegar ég er fara eitthvað fínna. Í dag er ég að nota BB kremið frá Inika og er að elska það.
  5. Nude varalitur – minn “go to” varalitur er Honey Love frá Mac og hef ekki fundið neinn annan sem er þessi fullkomni nude

 

Hver er lykilinn af fallegri förðun?  

Rakakennd og heilbrigð húð ásamt því að blanda allri förðuninni vel.

Að lokum ertu með eitthver góð förðunarráð og ég verð að spyrja.. hvaða farða notaru, húðin þín er alltaf svo falleg!

Úff erfið spurning þar sem ég nota oft mismunandi farða og á ekki beint neinn uppáhalds. En myndi klárlega halda því fram að eftir að ég hætti að borða mjólkurvörur og nota olíu á húðina mína hefur hún aldrei verið eins góð og núna! Einnig nota ég eins mikið og ég get náttúrulegar og lífrænar vörur á andlitið á mér sem ég held að muni skila sér í framtíðinni!

Takk æðislega fyrir spjallið Hildur – ég mæli með að fylgjast með henni á instagram <3

@hildursifhauks

 

Þið getið einnig fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

BRUNCH MEÐ GÓÐUM VINKONUM

LÍFIÐ

Ég og vinkonur mínar ákváðum að halda brunch saman um helgina. Ég var sérstaklega spennt fyrir því vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem við vorum allar að hittast á sama tíma heima hjá mér (í nýju íbúðinni) og ég var að fá nýjan eggjapott haha. Við hjálpuðumst allar að og allir komu með eitthvað en mér finnst það oft sniðugt.

Ég fékk nefnilega að velja mér nokkrar vörur að gjöf frá Bast í Kringlunni um daginn og valdi mér þennan snilldar eggjapott. Þessi pottur gerir hleypt egg á mjög einfaldan og þægilegan máta en ég persónulega elska brunch réttinn Egg Benedict og þessi græja er fullkominn í það.

Það var bleikt þema og ég var mjög fegin að hafa keypt borð sem hægt er að stækka en við vorum sex talsins. Það hentaði líka mjög vel að við vorum bara sex en þá gat ég notað þessa fallegu diska sem ég fékk líka í Bast frá merkinu Bitz Living. Mig langar núna í allt stellið!

Ég leyfði stelpunum að sjálfsögðu að smakka yndislegu vörurnar frá Good good brand en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessar vörur innihalda engan viðbættan sykur og er stevia notuð til þess að gera þær sætar. Vinkonur mínar komu líka með venjulegt sýróp en eftir að hafa smakkað þetta sýróp var það bara notað.

Ég tók engar myndir af okkur en við vorum allar ekki í neinu myndastuði en vonandi gaf ykkur þetta smá brunch inspo inn í helgina :)

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

LOKSINS ER KOMIÐ FERÐABOX FYRIR FÖRÐUNARSVAMPINN

BURSTAR

Loksins loksins loksins er komið box undir förðunarsvampinn en ég er búin að bíða eftir þessu lengi. Þetta er fullkomið fyrir alla sem eru mikið á ferðinni eða vantar góðan stað til þess að geyma svampinn sinn. Ég hef nefnilega lent nokkrum sinnum í því að setja raka svampinn minn beint ofan í snyrtibudduna mína og loka síðan snyrtibuddunni.. hann myglaði og fór beint í ruslið! Það getur verið mjög dýrt spaug og þess vegna er þetta eitthvað sem mig er búið að vanta í mörg ár.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

TRAVEL SPONGE CASE

 

Boxið er mótað eftir Miracle Complexion svampinum og er RT merki á boxinu en það er öndurgatið, þannig svampurinn mygli ekki. Þetta verndar líka svampinn frá allskonar óhreinindum sem gætu leynst í snyrtibuddunni, íþróttatöskunni eða veskinu. Ég hef svo oft hætt við að taka með mér svamp þegar ég er að ferðast eða þegar ég tek snyrtidótið með mér í ræktina því að ég vill ekki setja rakan svamp aftur ofan í snyrtidótið, þannig þetta er mjög góð lausn fyrir mig og vonandi fleiri.

 

 

Ég vona að það séu fleiri jafn spenntir og ég fyrir einu boxi haha :-)

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

 

TAX FREE: MUST HAVES

SNYRTIVÖRURTAX FREE

Það er Tax Free dagana 1.-5. febrúar og mig langaði að deila með ykkur hvaða snyrtivörum ég mæli með. Ég ákvað að gera Tax Free listana örlítið öðruvísi núna en ég ætla sem sagt að gera tvo lista. Fyrsti listinn sem ég ætla deila með ykkur eru vörur sem mér finnst algjört “must” og vörur sem ég kaupi aftur og aftur. Hinn listinn er meira óskalisti og kannski vörur sem sniðugt er að kaupa á Tax Free ef manni er búið að langa lengi í vöruna.

 

WELL OFF – ORIGINS

Ég skrifaði um þennan augnfarðahreinsi fyrir nokkrum mánuðum, þá var ég nýbúin að eignast hann. Hann er ótrúlega mildur, góður og sértaklega góður fyrir viðkvæm augu.

 

 

BROW PREICE – MAYBELLINE

 

Augabrúnavörur eru eitthvað sem ég nota á hverjum degi og því tilvalið að nýta Tax Free í að kaupa þær vörur. Ég er mjög hrifin af mjóum blýöntum fyrir augabrúnirnar og er þessi frá Maybelline í miklu uppáhaldi. Hann er líka á mjög góðu verði.. sem skemmir aldrei fyrir.

 

BRONZING GEL – SENSAI

Þessa vöru er ég líka búin að skrifa nokkrum sinnum um en hún er einfaldlega æðisleg. Ég nota hann nánast alltaf undir farða eða eina og sér þegar ég nenni ekki að mála mig en vill vera aðeins ferskari. Ég mæli með!

 

PARADISE EXTATIC – L’ORÉAL

Maskarar eru skyldukaup á Tax Free en ég er búin að vera fýla þennan mjög mikið. Þetta er nýlegur maskari frá L’oréal sem þykkir augnhárin og gefur þeim þetta gerviaugnhára “look”.

 

 

BRUSH CLEANSING GEL – REAL TECHNIQUES

Burstasápan frá Real Techniques er líka nauðsyn fyrir mig en þessi burstasápa er besta burstasápan að mínu mati fyrir burstana mína. Þessi sápa fer einstaklega vel með hárin og þeir verða einsog nýir.

2 MIRACLE COMPLEXION – REAL TECHNIQUES

Það er mjög mikilvægt að endurnýja svampana sýna á þriggja til sex mánaða fresti en það fer algjörlega eftir hversu mikið maður notar svampinn. Það er mjög sniðugt að kaupa tvo í einu og þá á maður alltaf auka þegar hinn er orðinn sjúskaður.

LIQUID FOUNDATION – INIKA ORGANIC

Þetta er uppáhalds hversdagsfarðinn minn og er einmitt að klárast, því tilvalið að nýta Tax Free. Það fylgir líka kaupauki með öllum keyptum förðum og púðrum hjá INIKA allan febrúar, þannig maður gæti slegið tvær flugur í einu höggi.. fengið nýjan farða og sætan kinnalit sem er kaupaukin.

GLAMGLOW – SUPERMUD

Þetta er æðislegur hreinsimaski frá GlamGlow. Hann hreinsar einstaklega vel úr svitaholum og þetta er maski sem ég mun kaupa aftur og aftur, mæli með!

 

EXPRESS – ST.TROPEZ

Brúnkukrem eru alltaf góð kaup á Tax Free og reyni ég einmitt alltaf að nýta Tax Free í brúnkukremskaup. Þetta brúnkukrem er eitt af mínum uppáhalds, liturinn kemur strax eftir klukkutíma og hægt að stjórna litnum.

GLAMSTARTER – GLAMGLOW

Rakakrem og ljómakrem í einu, yndisleg blanda sem gott er að setja undir farða. Ég er líka mikið búin að tala um þessa voru en ég mæli 100% með henni.

RAPIDLASH

Þetta er vara sem mig langar að nýta Tax Free í en þetta er Rapidlash og er augnháraserum sem hjálpar augnhárunum að vaxa. Ég hef prófað þetta áður og fannst það virka mjög vel.

 

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

INNBLÁSTUR: SNYRTIVÖRU SKIPULAG

INNBLÁSTURSNYRTIVÖRUR

Ég er búin að vera skoða mikið og velta því fyrir mér hvernig ég geti skipulagt allt snyrtidótið mitt upp á nýtt í nýju (litlu) íbúðinni okkar. Ég hef núna mun minna rými til þess að vinna með en það eru margar góðar hugmyndir að finna á Pinterest.. einsog svo oft áður. Ég er búin að vera safna snyrtivörum í nokkur ár núna og ég vil varðveita þær á góðum stað. Síðan er þetta líka stór hluti af minni vinnu þannig ég verð að geta haft þetta snyrtilegt og aðgengilegt. Það er líka skemmtilegra að hafa snyrtivörurnar skipulagðar, þá notar maður þær oftar og er með betri yfirsýn yfir þær.

Ég ætla deila með ykkur nokkrum hugmyndum sem ég sá á Pinterest ..


 

 

Vonandi fenguð þið smá innblástur og ég hlakka til að sýna hvernig ég mun skipuleggja snyrtivörurnar mínar xx

Þið getið líka fylgst með mér hér ..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT HÁR

HÁR

Seinasta föstudag fór ég í smá dekur til Hildar Sumarliða á stofunni Barbarellu en hún Hildur bauð mér að koma í smá dekur. Við Hildur ætlum að gera margt skemmtilegt saman framundan og hlakka ég til að deila því með ykkur. Ég er nefnilega engin hársnillingur en þessvegna er gott að þekkja einn slíkan. Barbarella er staðsett á Suðurgötunni 7 í Reykjavík á mjög notalegum stað. Það er líka yndislegt andrúmsloftið inná stofunni og þægilegt að vera þarna.

Ég er mjög “basic” þegar það kemur að hári og ég ætlaði að lýsa hárið aðeins meira en guggnaði síðan á því og fékk mér nokkrar ljósar strípur en kannski ég lýsi það meira næst.. hvað finnst ykkur?

 

 

 

 

Þetta er alltaf mjög flott lúkk haha ..

 

 

Öll smáatriði eru svo falleg á þessari hárgreiðslustofu

 

 

Hildur setti þessa þrennu í hárið á mér og vá hvað hárið á mér lyktaði vel. Ég verð að eiganst þessar vörur og tala nú ekki um hvað umbúðirnar eru fallegar ..

Ég var ótrúlega ánægðan með litinn en þetta er akkurat liturinn sem ég fýla, hlýr ljós litur en Hildur er algjör snillingur í sínu fagi og getur galdrað fram hvaða liti sem er.. ég er kannski ekki fjölbreyttasti viðskiptavinurinn.

Þið sjáið litinn kannski best hér en hérna er ég einungis með náttúrulega birtu og engan filter

Ég og Hildur ákvaðum að gefa lesendunum mínum 20% afslátt af klippingu og litun gegn framvísun bloggsins (sýna færsluna). Ég mæli 100% með að fara til hennar og ég hlakka mikið til að sýna ykkur hvað við erum að vinna í saman xx

20% afsláttur af klippingu og litun hjá Hildi á Barbarellu 

Þið getið fylgst með Barbarellu á instagram hér

Þið getið einnig fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

SUNNUDAGSDEKUR: MULTI MASKING

BURSTARDEKURMASKAR

Gleðilegan sunnudag kæru lesendur! Ég er búin að vera á fullu seinustu daga og er alveg búin að gleyma að hugsa um húðina mína sem er mjög ólíkt mér en svona er lífið stundum. Ég ákvað samt að dekra aðeins við húðina mína í gær og setja á mig maska. Það er svo mikilvægt að setja á sig maska af og til en ég mæli með að gera það tvisvar í viku. Það er líka mjög sterkur leikur að ef maður hefur lítinn tíma að “multi maska” en þá setur maður tvo maska í einu, því húðina þarf oft ekki það sama yfir allt andlitið.

Ég ákvað loksins að prófa nýjustu maskana frá L’oréal en ég hef prófað maska frá þeim áður og fannst þeir æði.

*Færslan er ekki kostuð en inniheldur ad links

ANTI-BLEMISH MASK

Blái maskinn inniheldur þörunga sem róar húðina og hreinsar vel úr svitaholum. Hann er ótrúlega kremaður og þægilegt að taka hann af.

Maskinn fæst hér

 

BRIGHT MASK

Guli maskinn inniheldur Yuzu og lítil korn sem skrúbba húðina. Húðin verður mjúk og björt eftir þennan.

Maskinn fæst hér

Ég setti bláa maskann á T-svæðið eða semsagt á nefið, ennið, hökuna og aðeins út á kinnar. Gula maskann setti ég á kinnarnar og smá á ennið.

Mér finnst ótrúlega þægilegt að nota þessa aðferð því einsog ég sagði þá þarf húðin oft mismunandi hluti. T-svæðið er oft olíu mikið og því gott að setja hreinsandi maska þar en kinnarnar þurfa oft raka.

Síðan finnst mér best að bera maska á andlitið með þessum bursta. Mér finnst ég ná betri og jafnari þekju yfir andlitið og nýti maskana alltaf betur. Síðan er líka minni bakteríuhætta ef maður nota bursta í stað fingurs.

Burstinn fæst hér

Ég hvet ykkur til þess að taka kósýkvöld í kvöld og setja á ykkur maska xx

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

NÝJAR OG SPENNANDI SNYRTIVÖRUR

SNYRTIVÖRURTAX FREE

Halló kæru lesendur, ég er mjög upptekin þessa dagana en það getur stundum verið mjög snúið að vera í fullu námi, tveimur vinnum, sinna samfélagsmiðlum og svo ofan á það er ég að flytja haha. Ég ákvað samt að taka mér smá pásu og skrifa um snyrtivörur, eitt það skemmtilegasta sem ég geri! Það eru alltaf nýjar og nýjar snyrtivörur að koma á markaðinn, sem getur verið mjög gaman en samt sem áður mjög erfitt fyrir snyrtvörufíkla einsog mig. Ég ætla deila með ykkur nokkrum vörum sem eru komnar til Íslands en sumar fást einungis erlendis.

*Færslan er ekki kostuð

 

ST. TROPEZ

 

Það eru þó nokkrar nýjungar að koma frá St.Tropez sem ég er mjög spennt fyrir. Það er til dæmis að koma St. Tropez Purity Self Tan sem er einskonar brúnkukremsvatn. Þetta á að vera ótrúlega einfalt í notkun og gefa náttúrlegan lit. Síðan er líka að koma Extra dark brúnkukrem og get ég hreinilega ekki beðið eftir að prófa það. Ég er mjög vön að vera brúnkukrem á mér og vill helst hafa það í dekkri kantinum.

 

GRAVITYMUD

 

Þetta er tiltölulega nýtt frá GlamGlow en þetta er glimmer maski.. já glimmer maski. Ég er mjög forvitin að vita hvernig hann virkar og sjá hvernig hann er. Hann er allavega gullfallegur á mynd en það væri gaman að sjá hvort hann virki.

 

REAL TECHNIQUES – EXPERT ORGANIZER

 

 

Þetta er nýjung frá Real Techniques og þetta eru vasar fyrir bursta. Það er hægt að setja þetta á spegla eða gler og sniðugt til þess að ferðast með. Ég hugsa líka að þetta sé algjör snilld inn í litlar íbúðir eða herbergi.

 

MAC COSMETICS – FIX +

 

 

Fix + frá Mac er nú engin nýjung en það eru loksins komnar nýjar tegundir sem innihalda til dæmis kókosnetu ilm eða lavander. Ég elska Fix + og hef notað það í mörg ár. Það er hægt að nota Fix + í svo margt, til dæmis fyrir farða, eftir farða, blanda við augnskugga til þess að gera þá litsterkari og margt fleira.

 

CHOCOLATE GOLD EYE PALETTE – TOOFACED

Þessi palletta er nýjasta viðbótin í súkkulaði fjölskylduna hjá Toofaced. Ég á tvær pallettur úr þessari súkkulaði línu hjá þeim og er búin að nota þær mjög mikið. Formúlan er ein af mínum uppáhalds og er ég því mjög spennt fyrir þessari. Það er gott litaúrval, það eru þessir klassísku litir en líka nokkrir litríkir og því mikið hægt að nota þessa pallettu í allskonar farðanir.

BECCA COSMETICS – ANTI-FATIGUE UNDER EYE PRIMER

Ný vara frá Becca sem á að vera espresso skot fyrir augun. Þessi vara á að kæla, draga úr þrota, gefur raka og á að birta til undir augunum. Þetta hljómar einsog mjög góður baugabani og ég hlakka til að prófa!

TARTE SHAPE TAPE HYDRATING FOUNDATION

Þetta er nýr farði frá Tarte en þetta á vera rakagefandi og ljómandi farði. Þessi farði er samt sem áður búin að fá misgóða dóma en ég er samt eitthvað spennt fyrir honum. Þið megið endilega láta mig vita ef þið hafið eitthverja reynslu af þessum farða eða Tarte.

ORIGINS – THREE PART HARMONY DAY/NIGHT EYE CREAM

Ég er mjög spennt fyrir þessari vöru! Þetta er augnkremstvenna fyrir bæði dag og kvöld. Kremið er tvískipt, bleika kremið er fyrir daginn og síðan er hvíta fyrir kvöldið. Dagkremið á að birta undir augunum en það á einnig að vera róandi fyrir augun. Næturkremið á að gefa extra mikin raka fyrir kvöldið.

MILK MAKEUP – HYDRATING OIL

Vörurnar frá Milk Makeup eru búnar að vera í miklu uppáhaldi hjá mér en ég kynntist þeim í fyrra. Milk Makeup er þekkt fyrir að vera með vörurnar sínar í stift formi og er þetta ný vara frá þeim. Þetta er rakakrem eða olía í stift formi. Innihaldsefnin í þessu eru æðisleg, þetta inniheldur apríkósur, avakadó, jojoba meðal annars.

 

 

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit