Guðrún Sørtveit

UPPÁHALDS VARACOMBO

VARIR

Sunnudagar til sælu.. sunnudagar eru alltaf frídagar hjá mér þar sem ég slaka á og undirbý komandi viku. Það er mikilvægt að taka sér einn “off” dag og hlaða batteríin! Mig lanaði hinsvegar að segja ykkur frá æðislegu varacombo-i sem ég er búin að vera nota mikið seinustu vikur.

Varacombo-ið sem er búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana er varablýantur frá Nyx Professional Makeup og varalitur frá L’Oreál. Ég er yfirleitt með sirka tíu nude varaliti í öllum vösum, bílnum og í veskinu. Ég blanda alltaf nokkrum varalitum saman til þess að ná fram hin fullkomna nude. Núna er þetta þó aðeins einfaldara fyrir mig því ég er einungis með tvær vörur.

*Vörurnar keypti greinahöfundur sjálf

Varablýanturinn heitir Sand Beige og er frá Nyx Professional Makeup. Varaliturinn er úr Colour Riche línunni frá L’Oréal og er nr. 642. Báðar vörurnar fást til dæmis í Hagkaup.

Varablýanturinn er mjög þægilegur, það er hægt að skrúfa hann upp og niður, þarf því ekki yddara. Þessir varablýantar frá Nyx Professional Makeup eru ótrúlega kremaðir en haldast vel á vörunum. Varaliturinn er úr nýrri línu frá L’Oréal og er ótrúlega rakagefandi. Liturinn á varalitnum er fallega ljós nude sem passar einstaklega vel við varablýantinn. Varablýanturinn er aðeins dekkri en varaliturinn og nota ég hann til þess að móta varirnar. Síðan set ég varalitinn í miðjuna og þannig stækka ég varirnar örlítið.

Ef þið eruð að leita af flottu nude varacombo-i þá mæli ég með þessu xx 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT & FALLEGT HEIMA

LÍFIÐ

Gleðilegan sólardag, ég vona að þið hafið notið dagsins í botn en það er ótrúlega hvað smá sól getur gert mikið fyrir andlegu hliðina!

Það er komin tími á smá “home update” en ég er loksins búin að hengja upp myndir heima. Það að velja myndir fyrir hvert rými og finna út hvar þær eiga að vera, tók mun lengri tíma en ég gerði mér grein fyrir. Ég var búin að leita lengi af myndum sem myndu passa vel inn í stofuna og tóna vel við allt. Eftir langa leit fann ég þær loksins hjá Heiðdísi á Norðurbakkanum í Hafnarfirði (í besta bænum) myndir eru æðislegar inn í stofu.

Þessar myndir passa einstaklega vel við allt inn í stofu, ég er í skýjunum með þær!

Mig langaði líka að segja ykkur frá því að Heiðdís er með lagersölu núna þangað til að birgðir endast, ég mæli því með að hafa hraðar hendur. Ég er búin að sjá úrvalið af lagersölunni á instagraminu hennar og myndirnar eru hver annarri fallegri! Þið finnið frekari upplýsingar inná miðlunum hennar.

Instagram: @heiddddddis

Facebook: Heiddddddinstagram

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

VITAMIN C GLOW PEEL

HÚÐRÚTÍNA

Það er komin smá tími síðan að ég tók húðspjall og margir að biðja um einfalda kvöld- og morgunrútínu, sem ég mun klárlega gera á næstunni. Mig langaði hinsvegar núna að segja ykkur frá einni vöru sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá í gegnum árin.

Ég hugsa mjög vel um húðina mína, hreinsa hana vel á kvöldin og létt á morgnana. Það finnst mörgum oft mikil kvöð eða mikla það fyrir sér að þrífa á sér húðina en ég hugsa þetta sem 10 mínútna “me time”. Góð húðhreinsun er undirstaðan að fallegri förðun og því skiptir hún gífurlega miklu máli. Það þarf líka alls ekki að kosta hálfan handlegginn heldur finna réttu vörurnar fyrir sig. Varan sem mig langar að segja ykkur frá er Vitamin C Glow Revealing Liquid Peel frá The Body Shop. 

*Samstarf

Þetta tekur í burtu dauðarhúðfrumur, bókstaflega! Þegar maður nuddar þessu í hringlaga hreyfingar um andlitið getur maður séð dauðu húðfrumurnar fara af. Húðin verður slétt, silkimjúk og ljómandi.

Ég mæli með að setja smá vöru í lófan og nudda í hringlaga hreyfingar, ekki með vatni. Síðan skola þetta í burtu og þá er húðin tilbúin fyrir gott rakakrem. Það er mælt með að gera þetta í þrisvar sinnum í viku.

Ég mæli með, síðan er svo góð og fersk lykt af þessu!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SELF-LOVE

BODY POSITIVITY

Undarfarin ár hef ég verið að vinna í því að elska sjálfan mig, þá sérstaklega að reyna tala við mig eins og ég myndi tala við vinkonur mínar, sem sagt hugsa og tala fallega um mig. Það skiptir svo miklu máli hvernig maður hugsar og talar við sjálfan sig!

Ég póstaði nýlega mynd af mér á sundfötunum á instagram sem mér finnst alltaf erfitt en með þeirri mynd póstaði ég líka annarri mynd sem var ennþá erfiðara að pósta. Það var mynd af eitt af mörgum slitunum á líkamnum mínum. Það var mjög erfitt að pósta því en á sama tíma svo mikilvægt. Ég hef alltaf skammast mín mjög mikið fyrir það að vera með slit, alltaf tengt þau við eitthvað neikvætt.

Slit eru hluti af því að vaxa og þroskast. Þetta er sérstaklega algengt hjá konum, þegar maður er að þroskast þá breytist líkaminn mjög hratt og þá koma oft slit. Ég hélt þó að ég væri sú eina í heiminum þegar ég var yngri og fannst oft mjög sárt að líta í spegilinn. Ég er að læra að elska þau og vildi óska þess að ég hefði ekki eytt svona miklum tíma og orku í að pæla í þeim.

Afhverju ákvað ég að deila þessu? Ég hefði auðveldlega geta sleppt því og póstað frekar mynd af mér í mjög góðu sjónarhorni á sundbolnum á instagram. Ég ákvað að deila þessu í von um að einhver myndi tengja og því ég veit að þetta hefði ég hjálpað mér mjög mikið fyrir nokkrum árum.

Aðal point-ið með þessari færslu er samt að hvetja alla til þess að elska sjálfan sig og hætta að bera sig við einhvern annan á samfélagsmiðlum eða annarsstaðar – slit eða engin slit, skiptir ekki máli! Best að vera maður sjálfur xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BEYONCE Í BERLÍN ♡

LÍFIÐ

Fyrir nákvæmlega viku síðan kom ég heim frá einni bestu ferð sem ég hef farið í með vinkonum mínum. Við fórum á On the run tour II í Berlín. Þvílík upplifun, þvílíkt show! Þetta var klikkuð upplifun að sjá þau hjónin, Beyonce og Jay Z. Ég fæ ennþá gæsahúð við tilhugsunina en það má segja að þau leggi sig 250% fram. Fyrir utan þessa geggjuðu tónleika, var yndislegt að koma til Berlínar og skoða um. Þetta var yndisleg ferð í alla staði, mikið hlegið og mikið spjallað.

Ég tók mikið af myndum sem ég er mjög þakklát fyrir núna. Ég er mjög léleg í því að taka myndir, ótrúlegt en satt en það er ótrúlega dýrmætt að eiga myndir frá svona skemmtilegri ferð. Ég ætla að láta myndirnar tala og vonandi finnst ykkur gaman að sjá myndirnar úr þessari æðislegu ferð xx

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Expert Organizer að bjarga okkur – svo þægilegt, burstanir okkar ekki útum allt!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Takk fyrir ferðina elsku bestu  ♡

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FLOTTAR NEGLUR Á 5 MÍN

Neglur

Mig langaði að segja ykkur frá algjörri snilld! Ég fékk að gjöf um daginn gervineglur frá Elegant Touch en þetta eru engar venjulegar gervineglur heldur þær flottustu sem ég hef séð. Þetta eru semsagt gervineglur sem maður setur sjálfur á sig og endast í allt að tíu daga, mjög þægilegt.

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf 

Ég var einu sinni alltaf með gel neglur en ákvað síðan að taka mér pásu frá þeim. Mig langar samt svo oft í neglur aftur en bara í smá tíma, einmitt fyrir sérstök tilefni eða annað. Mér finnst ég vera svo fín, þægilegt og þarf ekki að naglalakka mig. Þessar neglur eru fullkomnar fyrir öll tilefni og ótrúlega auðvelt að setja þær á sig.

Þessar sem ég er með eru mattar og nude en það er hægt að fá fleiri liti. Það eru 10 stærðir í hverjum pakka, fylgir lím með og síðan eru leiðbeiningar sem auðvelt er að leika eftir. Ég notaði samt lím sem hægt er að kaupa sér í pakka en límið í pakkanum virkar líka vel.

FYRIR

EFTIR

Hversu flottar? – Þið hunsið þurru hendurnar mínar – handáburður fór beint í veskið eftir þessar myndir haha :-)

Neglurnar fást í Hagkaup til dæmis – mæli með að kíkja! P.s. það er Tax Free

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

GÓMSÆTAR SYKURLAUSAR SULTUR

LÍFIÐ

Gleðilegan mánudag, er ekki tilvalið að deila með ykkur gómsætum sykurlausum sultum á mánudegi?

Ég er búin að vera taka mig á í mataræði og hreyfingu en ég mun segja ykkur betur frá því seinna. Ég er því búin að vera prófa mig áfram með allskonar uppskriftir og annað. Það er ein vara sem er búin að vera í sérstöku uppáhaldi hjá mér og er klárlega hollari kostur. Það eru sulturnar frá Good Good en merkið sjálft er í miklu uppáhaldi hjá mér eins og þið hafið eflaust tekið eftir. Ég hef prófað allar vörurnar frá þeim og nota þær nánast daglega. Mér finnst ótrúlega gott að fá mér grískt jógúrt með sykurlausri sultu. Þessar sultur má þó nota margt annað, til dæmis bakstur, ofan á brauð eða í hafragrautinn, ótrúlega gott!

*Samstarf

Einfaldur og góður morgunmatur: grískt jógúrt, granola, kókosflögur og sulta.. geggjað combo!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MEST NOTUÐU SNYRTIVÖRURNAR Í AUGNABLIKINU

BURSTARSNYRTIVÖRUR

Það er orðið alltof langt síðan að ég sagði ykkur frá mest notuðu snyrtivörunum mínum. Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og því er snyrtibuddan mín alltaf mjög fjölbreytt. Það eru nokkrar snyrtivörur sem ég er þó búin að vera nota mjög mikið seinustu vikur. Þetta eru nánast allt snyrtivörur sem eru búnar að vera í uppáhaldi í nokkur ár núna, þannig ég get 100% mælt með þeim!

*Færslan er ekki kostuð – vörurnar sem voru gjafir eru * merktar

Ég er til dæmis með allar þessar vörur á þessari mynd sem ég deildi á instagram :-)

 

FARÐI – MAYBELLINE FIT ME

Þessi farði er frá Maybelline og er úr Fit Me línunni þeirra. Þessi farði er búin að vera minn uppáhalds í mörg ár og á ég hann alltaf til. Mér finnst ég alltaf grípa meira í hann á sumrin en hann gefur ótrúlega fallega og ferska áferð. Síðan myndast hann líka ótrúlega vel sem er einstaklega gott fyrir þær sem eru mikið að taka selfie einsog ég haha. Farðinn gefur sem sagt ekki frá sér “flashback”.

 

HYLJARI – AGE REWIND

Ég talaði um þennan fyrir rúmu ári síðan og hef nokkrum sinnum minnst á hann hérna á blogginu en þið getið lesið meira um hann hér. Í stuttu máli þá gefur hann ótrúlega góða þekju, myndast vel og blandast vel við alla farða sem ég á.

 

AUGNHÁR – DUOS & TRIOS

Þessi augnhár eru mín ALLRA uppáhalds og búin að vera í langan tíma núna. Ég elska að nota stök augnhár en mér finnst maður hafa meiri stjórn og geta ráðið hversu þykk eða löng maður vill hafa augnhárin. Love it!

BURSTAR – GET GORGEOUS SET FRÁ REAL TECHNIQUES*

Ég er búin að vera nota þetta stanslaust síðan að ég fékk það en þetta sett kom í takmörkuðu upplagi frá Real Techniques. Það er hægt að nota þessa bursta á svo marga vegu og fullkomið byrjendasett að mínu mati. Ég mæli með að kíkja á þetta sett en það er ekki mikið eftir af þeim!

EYELINER – EPIC INK LINER FRÁ NYX PROFESSIONAL MAKEUP*

Ég er nánast alltaf með eyeliner með væng og er mjög kröfuhörð þegar að kemur að eyeliner. Fullkomin eyeliner fyrir mér er kolsvartur, mattur, helst allan daginn og smitast ekki. Mér finnst þessi eyeliner frá Nyx Professional Makeup uppfylla allt þetta, maður nær fram þessari örþunnu línu og eyelinerinn er kolsvartur.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

GO BANANAS

DEKUR

Ég verð að deila með ykkur einni tvennu sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér uppá síðkastið. Þetta er nýtt frá The Body shop, jógúrt body lotion og sturtukrem með æðislegri bananalykt. Ég verð líka að segja að umbúðirnar eru ótrúlega sætar og gera sturtuna aðeins sumarlegri haha!

*Færslan er unnin í samstarfi við The Body Shop

Það sem ég elska við jógúrt body lotion-ið er að það fer inn í húðina á 15 sek, ótrúlega þægilegt fyrir týpur eins og mig sem eru alltaf á hraðferð. Síðan er sturtu sápan ótrúlega kremuð og nærandi fyrir líkamann. Það skemmir síðan ekki fyrir hvað það er ótrúlega góð og fersk lykt af þessu.

 

Mæli með að kíkja á þessa djúsí tvennu!

– Guðrún Sørtveit

Þið getið fylgst meira með mér hér..

Instagram: gudrunsortveit