Guðrún Sørtveit

MARC INBANE X GLAMOUR

BRÚNKUKREM

Marc Inbane og Glamour héldu æðislegt partý í gær. Þar voru kynntar nýjustu viðbótirnar hjá Marc Inbane. Marc Inbane er þekkt fyrir sín gæða brúnkukrem og voru þau að vinna einmitt verðlaun fyrir nýjustu brúnkukremsdropana sína í París. Ég er ótrúlega spennt að prófa þetta brúnkukrem en ég nota brúnkukrem mjög mikið, aldrei að vita nema þetta verði nýja uppáhaldið.

Þetta var ekkert smá flott og vel heppnað partý. Hérna eru nokkrar myndir frá kvöldinu sem hún Saga Sig snillingur tók.

Mynd: Saga sig

Mynd: Saga Sig

Brúnkukrem í spreyformi – hlakka mjög mikið til að prófa það en þetta er eitt af vinsælustu vörunum frá Marc Inbane

Mynd: Saga Sig

Glamour drottningarnar, Harpa Kára og Rósa xx

Mynd: Saga Sig

Bart Engel og Nele eigendur Marc Inbane – ótrúlega gaman að heyra þau segja frá merkinu. Þau eru mjög ánægð með hvaða íslendingar eru duglegir að nota Marc Inbane.. við erum víst duglegri en Danmörk sem er 6 milljóna manna þjóð haha.. týpiskt Íslendingar!

 

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Kolbrún Vignis xx

Mynd: Saga Sig

Fanney Dóra og Thorunn Ívars xx

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Baldur Rafn eigandi Bpro með mjög skemmtilega ræðu

Mynd: Saga Sig

Fanney og Rósa xx

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Ég ætla að sýna hvað leynist ofan í pokunum inná instagraminu mínu þannig ykkur er velkomið að kíkja þangað ef þið viljið sjá. Ég mun síðan segja ykkur nánar um vörurnar hérna á blogginu. Takk æðislega fyrir mig Marc Inbane og Glamour xx

Vonandi verður helgin ykkar æðisleg, sjálf mun ég læra alla helgina en lokapróf eru næst á dagskrá!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

HOLLARI KAFFITÍMI

LÍFIÐ

Þið sem fylgist með mér á instagram hafið eflaust tekið eftir því hvað ég elska kaffi. Ég fæ mér þó ekki 10 bolla á dag einsog margir halda.. þó það hafi nú alveg komið fyrir í erfiðari prófatörn haha. Ég elska gott kaffi og elska lúxus kaffibolla. Þegar ég segi lúxus þá meina ég kaffi með flóaðri mjólk og karmellu bragði. Ég er þó alltaf að reyna passa sykurinn einsog svo margir og reyni að halda því í algjöru lámarki dagsdaglega. Steviu droparnir frá Good Good eru því frábærir fyrir sælkera einsog mig.

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

Það eru til nokkrar bragðtegundir og hægt að nota í staðinn fyrir sykur eða aðra sætu. Ég nota þetta líka oft í hafragrautana mína.

Uppáhalds bollinn, svo fallegur xx

Ég set bara þrjá dropa en mér finnst það alveg nóg og ég myndi frekar byrja á að setja minna heldur en meira. Þetta er mjög bragðsterkt og sætt, þannig það er vel hægt að fara yfir um.

Ég flóa síðan mjólk og helli því í kaffibollann

Síðan til að toppa þetta allt saman þá fæ ég mér stundum spari, gróft prótein brauð með súkkulaðismjörinu frá Good Good. Það er held ég ekkert sem toppar þessa tvennu, kaffi og súkkulaði brauð! Alltof gott og betri kostur en mörg önnur súkkulaðismjör. Súkkulaðismjörið frá Good Good inniheldur engan viðbættan sykur, hækkar ekki blóðsykurinn líkt og hreinn sykur myndi gera.

.. og svo bara bon appetit! 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

TVENNA SEM VINNUR GEGN APPELSÍNUHÚÐ

SNYRTIVÖRURSÝNIKENNSLA

Ég sagði örstutt frá þurrburstun í færslunni minni “Undirbúningur fyrir sumarið”. Mig langaði að fara aðeins nánar í þurrburstun og segja ykkur frá tvennu sem virkar fyrir mig.

Ég er nýlega búin að eignast þurrbursta og fékk hann frá The Body Shop. Ég er að reyna venja mig á nota hann alltaf fyrir sturtu og jafnvel einu sinni á dag. Mér fannst fyrst mjög skrítið að nota þennan bursta þurran en það venst! Einsog ég kom inná í síðnefndri færslu þá eykur þurrburstun blóðflæðið í húðinni og getur komið í veg fyrir appelsínuhúð eða unnið gegn henni. Þurrburstun hjálpar einnig húðinni við að losa sig við dauðar húðfrumur og hjálpar við endurnýjun húðarinnar. Húðin verður mýkri, örvar taugakerfið og einnig vöðva. Dreifir líkamsfitu jafnt um líkamann.

Ég er samt ekki á móti appelsínuhúð og maður á ekkert að vera feimin/n við að sýna það, það eru flestir með appelsínuhúð .. þar á meðal ég. Það er bara mjög gott að koma blóðflæðinu af stað og er appelsínuhúð orsök eiturefna sem safnast hafa saman í fitufrumum líkamans.

Svona ferðu að:

Þú nuddar burstanum þurrum í hringlaga hreyfingar í átt að hjartanu. Síðan er mikilvægt að halda þessu við og mælt er með að gera þetta einu sinni á dag.

Body lotion-ið er úr dásamlegri línu frá The Body Shop sem heitir Spa of the World og heitir þetta tiltekna bodylotion Ethiopian Green Coffee Cream. Það inniheldur grænt kaffi og hefur stinnandi áhrif á húðina. Ég nota þetta alltaf eftir sturtu og nudda því einnig í hringlaga hreyfingar í átt að hjartanu.

*Færslan er unnin í samstarfi við The Body Shop

 

 

Takk fyrir að lesa xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

RAKAGEFANDI FARÐI

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Ég fékk nokkrar nýjungar frá YSL um daginn sem mig langar að deila með ykkur. Ég er alltaf jafn spennt fyrir nýjungunum frá YSL en pakkningarnar hitta alltaf í mark hjá mér. Vörurnar eru þó ekki síðri og var ein vara sem stóð sértaklega uppúr hjá mér.

Nýjasti farðinn frá YSL heitir Touche Élclat All in one glow foundation – Rakagefandi og gefur fallegan ljóma

Fallegir og bjartir litir fyrir sumarið

Þessar pakkningar eru allt!

Varalitapalletta með björtum litum fyrir sumarið

Þau þekkja mig orðið ansi vel hjá YSL og létu mig að sjálfsögðu fá nýjasta “nude” varablýantinn og highlighter fyrir varirnar xx

Varan sem stóð uppúr hjá mér er nýjasti farðinn þeirra, Touche Élclat All in one glow foundation. Farðinn gefur ótrúlega góðan raka og gefur húðinni dásamlegan ljóma. Í staðinn fyrir að setja lit í rakakrem einsog þekkist, til dæmis má nefna BB krem. Þessi nýi farði er frábrugðin að því leitinu til að það var settur raki í farðann. Þannig farðinn gefur húðinni góðan raka á meðan hann er á húðinni og gefur því þetta “healthy glow”. Ég er mjög hrifin af þessum farða og er núna búin að prófa hann í tvær vikur. Eftir þessar tvær vikur get ég svo sannarlega mælt með honum og ég held að hann henti sérstaklega vel þeim sem eru með þurra húð. Það er líka stór kostur að hægt sé að leika sér með farðann, til dæmis sniðugt að blanda honum við mattari farða til þess að fá meiri ljóma.

Hérna er ég með farðann á mér en hann gefur ótrúlega létta og fallega áferð

Takk fyrir að lesa xx 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

LÍFIÐ SEINUSTU DAGA

LÍFIÐ

Seinustu dagar hafa verið yndislegir en þó mjög erfitt að koma sér aftur í rútínu eftir nokkra daga frí. Páskafríið byrjaði á því að ég fór með kærastanum mínum á Hlemm mathöll og eyddum deginum saman. Einsog svo oft áður þurftum við að eyða fríinu okkar í sitthvoru lagi. Kærasti minn fór í æfingaferð til Spánar og ég til Noregs að hitta fjölskylduna mína. Það var samt sem áður yndisleg að komast aðeins í burtu og algjörlega njóta með fjölskyldunni. Ég kom mömmu minni á óvart með þessari ferð en hún hafði ekki hugmynd um að ég væri að koma með. Þetta frí var eitthvað sem ég þurfti mikið á að halda, finnst ég vera ferskari og hafa skýrari sýn.. stundum þarf maður bara nokkra daga frí!

Hér sjáið þið fríið í myndum..

Það var smá unnið áður en ég gat farið í frí, spennt að sýna ykkur útkomuna :-)

 Fallegir nýir glossar frá The Body Shop 

 

Ég mæli svo innilega með matnum á Hlemm Mathöll!

 

Ísleifur heppni – pantaði óvart tvo ísa.. en það var ekki verra haha :-)

Síðan var ferðinni heitið til Noregs..

 

 

Svo fallegt heima hjá ömmu og afa xx

 

 

Við nöfnunar skáluðum að sjálfsögðu fyrir lífinu xx

 

 

 

 

 

 

 

 

OOTD

Kápa: H&M

Bolur: 66 norður

Taska: NIKE

Buxur: ASOS

Belti: ASOS

Skór: Converse

Sólgleraugu: Lindex


 

 

Þessi gloss var með mér alla ferðina, svo nærandi og góður

Vonandi var fríið ykkar yndislegt og eruð endurnærð! Hlakka til að deila með ykkur öllu því sem ég er búin að vera vinna að seinustu vikur xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

 

FRÁBÆRT FYRIR FERÐALAGIÐ

BURSTAR

Gleðilega páska kæru lesendur, ég er stödd í Noregi hjá ömmu minni og afa. Ég tók skyndi ákvörðun að skella mér með mömmu og pabba til Noregs. Ég er ættuð frá Noregi og þaðan kemur nafnið Sørtveit. Þetta er fyrsta fríið mitt í tvö ár og er ég að njóta í botn. Það er algjörlega nauðsynlegt að hvíla sig og það er svo sannarlega hægt í sveitinni hjá ömmu og afa. Þið getið fylgst með ferðinni inná instagramminu (@gudrunsortveit) mínu og séð myndir þar :-)

En að öðru mig langar að deila með ykkur algjörri snilld sem ég tók með mér í ferðalagið. Þetta er nýtt frá Real Techniques og heitir Expert Organizer. Þetta er nokkurskonar ferðahólkur til þess að geyma burstana sína í. Það getur oft verið flókið að finna stað fyrir burstana þegar maður er að ferðast og kemur því að góðum notum. Þetta er úr sílikoni og festist auðveldlega við spegla og gler. Ég hef einnig prófað að festa þetta á Alex hilluna mína frá IKEA og það virkar líka mjög vel. Það er hægt að fá nokkrar týpur, ýmist stóra eða litla.

 

*Færslan er unnin í samstarfi við Real Techniques

Expert Organizer fæst Hagkaup, Krónunni, Lyfju og Lyf&Heilsu

Þarna er ég sitjandi á rúmminu að gera mig til og þetta auðveldaði makeup líf mitt svo mikið haha. Það fer líka lítið fyrir þessu í töskunni og auðvelt að þrífa þetta eftir notkun. Ég mæli sérstaklega með þessu fyrir þá sem eru að ferðast mikið eða hafa lítið pláss heima. Ég er líka alltaf með einn svona hólk heima á speglinum þegar ég er að mála mig og þá fara burstanir líka ekki útum allt. Það er mjög þægilegt að draga þetta fram þegar maður er að farða sig, gerir allt mun auðveldara!

 

Takk fyrir að lesa og vonandi eru þið að eiga yndislega páska með fjölskyldunni xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

GULLFALLEG VORLÍNA FRÁ GUERLAIN

SNYRTIVÖRURVARIR

Vorið er svo sannarlega byrjað að láta sjá sig og vorlínurnar frá snyrtivörumerkjunum sömuleiðis. Ég fékk gullfallegan pakka frá Gueralin sem innihélt nokkrar nýjungar úr vorlínunni. Guerlain fer alltaf alla leið í PR pökkunum og gaman að sjá hvað allt var út hugsað. Ég varð bara að deila með ykkur þessum fallega pakka og vörunum sem eru hver annari fallegri.

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

Hérna er pakkinn og síðan það sem leyndist inn í honum. Ég var einstaklega ánægð með súkkulaði eggin sem voru næstum öll kláruð áður en ég gat tekið mynd haha.

Pakkinn innihélt púður, varalit og fljótandi varalit. Météorites Compact er fínmalað púður sem birtir yfirborð húðarinnar. Varaliturinn er kremaður og hjartalaga. Fljótandi varaliturinn er léttur á vörunum og þunn formúla sem hægt er byggja upp.

 

 

 

 

Ég var ekki lengi að setja á mig þessa nude tvennu.. ég elska nude varaliti einsog þið eruð eflaust byrjuð að taka eftir. Ég setti fyrst á mig varalitinn og síðan fljótandi varalitinn – útkoman kom mjög vel út.

 

Takk fyrir að lesa og vonandi eruð þið að hafa það æðislegt um páskana xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

DJÚSÍ DJÚPHREINSUN

DEKURHÚÐRÚTÍNA

Ég verð að segja ykkur frá djúsí sápu sem ég er búin að vera nota mikið síðast liðin mánuð. Þetta er sápustykki frá The Body Shop sem djúphreinsar húðina án þess að þurrka hana. Sápan inniheldur til dæmis tea tree sem er ótrúlega sótthreinsandi, shea butter sem mýkir húðina og bamboo kol. Sápan er úr sömu línu og Himalayan Charcoal maskinn sem ég held mikið uppá.

*Færslan unnin í samstarfi við The Body Shop

Þetta er mjög veglegt sápustykki og notar maður mjög lítið í einu. Það er hægt að nudda sápustykkinu í heilu lagi yfir allt andlitið eða skera í búta einsog ég geri. Ég nota oftast hreinsisvamp eða hreinsibursta með sápunni, þannig fær maður extra góða hreinsun.

Ég byrja á því að bleyta svampinn eða hreinsiburstann og nudda því í sápustykkið þangað til það freyðir. Því næst nudda ég í hringlaga hreyfingar útum allt andlitið. Síðan skola ég andlitið með volgu vatni. Húðin verður endurnærð og tandurhrein.

Mér finnst ég nýta sápuna mun betur með því að skipta henni niður í nokkra hluta. Ég hugsa líka að hún eigi eftir að endast mjög lengi því ég er ekki einu sinni búin með einn búta. Það er líka mjög sniðugt að kaupa eitt sápustykki og skipta því í tvennt og deila því með kærasta eða kærustu.

Sápustykkið er ætlað andlitinu en það má nota það á marga aðra vegu. Til dæmis er hægt að nota það til þess að hreinsa bringu eða bak ef maður á til að fá bólur þar. Ég mæli með að geyma sápuna í boxi og skola hana vel á milli. Ég keypti box í TIGER á sirka 200kr fyrir sápustykkið mitt – mæli með!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

FARÐI SEM GEFUR HÚÐINNI FILTER

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Kæru lesendur, það er kominn tími á smá farðaspjall. Það getur verið ansi erfitt oft og flókið að finna réttan farða. Mig langar því að deila með ykkur einum farða sem ég held mikið uppá. Það sem ég leitast eftir í farða er að þeir séu með miðlungs þekju, myndist vel, gefi fallega áferð og séu þægilegir á húðinni. Farðinn sem ég ætla deila með ykkur uppfyllir þetta allt og það virkar einsog maður sé með “filter” á húðinni.

Þessi töfrafarði er stiftfarðinn frá Lancome. Hann endist mjög vel á húðinni, léttur og gefur fallega áferð. Farðinn kemur í stift formi og er því hægt að byggja hann upp og er gefur satín áferð. Það er gríðalega mikilvægt að vera með góða bursta þegar kemur að því að blanda farða og er alltaf stór partur af því að farði líti vel út. Ég mæli með að byrja á að blanda farðanum út með bursta og fara síðan yfir með svampi. Með því að nota fyrst bursta og fara síðan yfir með svampi verður farðinn náttúrulegri og endist lengur. Ég mæli allavega með að prófa þessa aðferð!

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

 

Ég ákvað að breyta myndunum ekkert – eru þær því óunnar, svo þið gætuð séð hvernig farðinn lítur út á húðinni.

SVONA FERÐU AÐ:

Það er alltaf gott að byrja með hreina húð og vel nærða. Ég mæli alltaf með að setja gott rakakrem áður en farði er settur á húðina.

Ég byrjaði á því að setja farðann yfir allt andlitið –

Því næst blanda ég farðanum með Expert Face brush frá Real Techniques og nudda burstanum í hringlaga hreyfingar. Síðan fer ég yfir með svampi, þannig fær maður létta, ljómandi og fallega áferð.

Hérna er ég bara með farðann og ekkert annað. Myndin er óbreytt og mér persónulega finnst einsog það sé “filter” á myndinni.

Hérna er ég búin að bæta hyljara við og tók myndina með flassi. Mig langaði að sýna ykkur hvernig farðinn myndast með flassi og hvernig hann blandast með öðrum vörum. Ég á þó eftir að klára förðunina en vildi bara sýna ykkur þennan farða einan og sér.

 

Ég myndi segja að þessi farði væri fullkominn fyrir öll tilefni þar sem verið er að taka myndir.. þið væruð allavega instaready!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

RAKABOMBA FYRIR HÚÐINA

HÚÐRÚTÍNAMASKAR

Húðumhirða er eitt af mínum áhugamálum og finnst mér ótrúlega gaman að fræðast um húð. Ég er búin að sanka að mér upplýsingum um húð og húðumhirðu í nokkur ár núna en það er alltaf hægt að læra meira. Mér var að boðið af Laugar Spa að koma á kynningu um húðumhirðu og fá að fræðast um Laugar Spa vörurnar. Laugar Spa vörurnar eru allar lífrænar en ég kynntist þeim fyrir tæpu ári síðan og hef haldið mikið uppá þær síðan. Á kynningunni gaf Annar María snyrtifræðingur góðar leiðbeiningar ásamt því að segja manni hvað lífrænar húðvörur gera fyrir mann. Ég mæli sérstaklega með að þeir sem vilja fá góðan grunn og vantar leiðsögn að kíkja á þetta.

Ég lærði allskonar nýtt en það var eitt sem stóð uppúr en það var að blanda saman vörunum frá Laugar Spa. Mig langar að deila með ykkur hvernig hægt sé að gera rakamaska að rakabombu!

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

 

SKREF 1

Fyrsta skrefið er að setja serum-ið frá Laugar Spa í skál en ég setti bara nokkrar pumpur. Serum-ið er mjög rakagefandi og einstaklega gott fyrir þurra húð. Ég nota það oft á kvöldin eða þegar húðin þarf góða næringu.

SKREF 2

Setja vel af rakamaskanum frá Laugar Spa í skálina með serum-inu. Þessi maski er einn af mínum uppáhalds en hann komst einmitt á listann minn yfir bestu maska árið 2107. Maskinn gefur húðinni samstundis raka, fallegt og frísklegt útlit.

SKREF 3

Seinasta skrefið er að blanda þessum tveimur vörum saman og þá er rakabomban tilbúin. Mér finnst þetta algjör snilld og gaman að geta notað tvær vörur saman.

Það tilvalið að setja á sig rakabombu fyrir helgina xx

Ykkur er velkomið að fylgja mér á mínum samfélagsmiðlum ..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit