Guðrún Sørtveit

SKIN CARE FAVORITES

BURSTARHÚÐRÚTÍNA

Ég fæ oft spurningar um hvað ég nota á húðina en húðumhirða skiptir mig ótrúlega miklu máli og passa ég að hreinsa húðina vel. Ef ykkur langar að vita meira um almenna húðumhirðu þá getið þið skoðað aðra færslu sem ég gerði fyrir nokkrum mánuðum hér. Mig langaði að deila með ykkur vörum sem hafa verið í mikilli notkun seinustu vikur.

 

MEGA-MUSHROOM SKIN RELIEF

Þetta krem er ég búin að vera nota í sirka tvær vikur. Ég gef mér alltaf nokkrar vikur þegar ég er að prófa húðvörur því maður getur yfirleitt ekki séð hvernig varan virkar fyrr en eftir allavega tvær vikur eða meira.

Ég er ótrúlega hrifin af Origins merkinu og búin að vera nota vörurnar frá þeim í nokkur ár núna. Origins leggur mikla áherslu á gæði í vörunum sínum. Mega-Mushroom kremið er nýlega komið til Íslands ásamt öðrum vörum. Þetta krem er ótrúlega nærandi, dregur úr roða og er róandi fyrir húðina. Það er eitthvað sem maður þarf eftir allar þessar veðurbreytingar og ég held að þetta krem eigi sérstaklega vel við íslenska húð. Kremið var gert í samstarfi við Dr. Andrew Weil sem hefur mikla trú á sveppum og töfra mætti þeirra.

 

REAL TECHNIQUES – COMPLEXION BLENDER BRUSH

Þessi bursti er æðislegur í andlitsskrúbba eða krem. Hann er sérstaklega hannaður til þess að grípa vöruna og dreifa henni vel yfir allt andlitið. Ég er orðin ótrúlega háð því að nota bursta í allt, mér finnst það mun hreinlegra og mér finnst burstarnir ná að dreifa vörunni mun betur en hendurnar. Þessi bursti nær að skrúbba húðina ótrúlega vel.

 

IHROA – EXFOLIATION

Þessi vara er mögnuð að mínu mati en ég prófaði þetta um daginn og var í algjöru sj0kki yfir hvað þetta virkaði vel. Þetta eru sokkar sem maður fer í og eiga að hjálpa húðinni við að losa sig við dauða húð sem á til að festast á fótunum. Ég mæli með að gera þetta fyrir einhver sérstakan viðburð, eins og til dæmis brúðkaup og gera þetta viku áður eða fyrr.

 

BIO EFFECT – 30 TREATMENT

 

Þessi vara kom mér skemmtilega á óvart. Mér var boðið fyrir nokkrum mánuðum að prófa þessa meðferð hjá BioEffect. Þessi meðferð vikar þannig að þú notar einungis þessa vöru kvölds og morgna í 30 daga. Þetta virkaði ótrúlega vel á mína húð en hún var einsog ný. Ég ætla klárlega að prófa þetta aftur en það er mælt með að gera þetta 2-3 á ári.

 

THE BODY SHOP – JAPANESE MATHCA TEA MASK

Þennan maska hef ég sagt ykkur frá áður en hann er æðislegur. Þessi maski er allur pakkinn en hann gefur raka, hreinsar og skrúbbar hana. Maskinn hjálpar einnig við að losa húðina við mengun og önnur óhreinindi sem eru að finna í umhverfinu.

 

THE BODY SHOP – FACIAL MASSAGER

Nuddtæki fyrir andlitið.. hljómar mjög skringilega en mjög nauðsynlegt. Þessi græja eykur blóðflæðið og getur komið í veg fyrir fínar línur. Snyrtifræðingar mæla með þessu og er oft eitthvað svipað notað í snyrtimeðferðum.

 

GLAM GLOW – WATERBURST HYDRATED GLOW MOISTURIZER

Þetta krem er ég líka nýlega búin að eignast. Ég fékk það á sama tíma og Mega- Mushroom kremið. Þessi tvö krem eru mjög ólík og þjóna mismunandi tilgangi hjá mér. Þetta krem frá Glam Glow gefur ótrúlega góðan raka og að halda rakanum í húðinni í allt að 72 tíma. Mér finnst æðislegt að nota þetta áður en ég set á mig farða og nota þetta eiginlega í staðinn fyrir primer. Það er líka himnesk lykt af þessu sem skemmir ekki fyrir!

Þið megið endilega segja mér ef það er einhver húðvara sem þið getið ekki verið án og ef þið prófið eitthvað af þessum vörum xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

FÖRÐUN & DRESS GÆRKVÖLDSINS

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Ég fór í afmæli hjá vinkonu minni í gær og aldrei þessu vant setti ég á mig rauðan varalit. Það er ákveðið “confident boost” að setja á sig rauðan varalit. Mér finnst maður verða svo fínn og þarf oft ekki að gera mikið fyrir augun.

Vörurnar sem ég notaði til að farða mig voru meðal annars ný snyrtivörulína frá Kylie Cosmetics. Þetta er lína sem Kylie gerði í samstarfi við elstu systur sína Kourtney Kardashian. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er Kylie Jenner eigandi Kylie Cosmetics og er yngst af Kardashian/Jenner fjölskyldunni. Ég er búin að bíða spennt eftir að prófa augnskuggana hennar en ég hef áður keypt fljótandi varaliti frá henni og finnst þeir æði. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta samstarf ekki beint endurspegla stíl Kourtney en mér finnst það samt krúttlegt og skemmtilegt.

Vörurnar fást hér

Pakkningarnar mjög skemmtilegar og sumarlegar. Ég varð síðan að vera með naglalakk í stíl en þetta er liturinn Hiking Heels frá Essie. Síðan nota ég alltaf rakasprey þegar ég er að farða mig og notaði að þessu sinni Coco Calming frá The Body Shop. Það er síðan algjört must að vera með góðan blöndunarbursta en ég notaði meðal annars Bold Metals bursta nr. 203 frá Real Techniques.

Ég sé það nún að þetta er akkurat í íslensku fánalitunum, alveg óvart! Það er kannski viðeigandi útaf það er Eurovision í kvöld og við Íslendingar elskum Eurovision. Ég er einmitt á leiðinni í eurospinning hjá Helga okkar as we speak.

 

 

Litirnir eru ótrúlega fallegir og hlýir. Ég notaði aðallega möttu litina frá báðum pallettunum og síðan shimmer lit yfir augnlokið. Síðan setti ég nokkur stök augnhár og rauðar varir, mjög einföld förðun.

Þessi varalitur er mjög flottur með appelsínugulum tón sem gerir hann mjög sumarlegan. Hann heitir RAD og er skírður í höfuðið á syni Kourtney sem heitir Reign Ash Disick.

 

Ég og Berglind vinkona xx

Þetta átti að vera mjög sumarleg mynd en eins og þið sjáið þá er ekki komið eitt lauf á trén haha..

Ég fór aldeilis út fyrir þægindarammann en ég keypti mér þessa hvítu skyrtu í gær úr Zara. Hún er mjög sumar, þægileg og verður fullkomin dagsdaglega.

Leðurjakki: ZARA

Skyrta: ZARA

Leggings: Vero Moda

Skór: H&M

Veski: Vintage Louis Vuitton

Ég steingleymdi að taka mynd af afmælisbarninu eða öðrum þannig þið fáið bara sjá hvað veitingarnar voru glæsilegar! Þetta væri tilvalið fyrir europarty kvöldsins.

Vonandi verður kvöldið ykkar æðislegt og gleðilegt Eurovision!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

FINNDU RÉTTA RAKASPREYIÐ FYRIR ÞIG & GJAFALEIKUR

SNYRTIVÖRUR

Það voru að koma yndisleg rakasprey frá The Body Shop. Þau er sérstaklega hönnuð til þess að næra húðina og gefa henni góðan raka. Spreyin hafa öll mismunandi eiginleika og því vel hægt að finna sprey við sitt hæfi. Þessi sprey eru eintaklega góð fyrir húðina og eiga frekar heima hjá húðvörunum heldur en snyrtivörunum. Þau eru líka í fullkomnri stærð fyrir ferðalögin í sumar og sniðugt að eiga til dæmis tvö til skiptana.. eða öll haha!

Ég nota rakasprey ótrúlega mikið þegar ég er að farða mig en einnig þegar ég er að gera morgun og kvöld húðrútínuna mínar. Þegar ég var að fljúga seinasta sumar þá var algjört must að vera með rakasprey í veskinu til þess að fríska sig við í löngum flugum.

*Færslan er gerð í samstarfi við The Body Shop

Öll spreyin eru 100% og innihalda aloe vera sem er mjög nærandi fyrir húðina. Það má nota þau ein og sér eða við förðun.

COCO CALMING

Þetta sprey hjálpar við að róa húðina, næra hana og hentar vel fyrir viðkæma húð. Þetta er æðislegt eftir langan dag eða á kvöldin. Það er samt alveg hægt að nota þetta þegar maður er að farða sig og með því að nota gott rakasprey helst farðinn lengur!

STRAWBERRY SMOOTHING

Þetta sprey á að gera húðina #nofilter tilbúna og gefa sléttari áferð. Það er yndisleg góð og fersk jarðaberjalykt af þessu spreyi. Hentar vel ójafnri eða blandaðari húð.

ROSE DEWY GLOW

Þetta sprey gefur húðinni fallegan ljóma og er mjög rakagefandi. Það er æði að spreyja rakapreyi yfir andlitið eftir að maður er búin að farða sig, spreyið tekur í burtu púður áferð. Hentar vel fyrir þurra eða venjulega húð.

MINT MATTIFYING

Þetta sprey mattar og hjálpar við að koma í veg fyrir glans. Það er mjög róandi myntulykt af spreyinu. Hentar vel fyrir olíu mikla húð eða húð sem á það til að glansa.

MANDARIN ENERGISING

Þetta sprey vekur húðina og gefur henni orku fyrir daginn. Það er æðisleg mandarínulykt af spreyinu sem er ótrúlega frískandi. Hentar vel fyrir þreytta og orkulausa húð.

Ég er síðan með gjafaleik á instagraminum mínum (@gudrunsortveit) þar sem ég ætla að gefa tveimur heppnum öll spreyin – ég mæli með!

 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

BEST LOOKS OF MET GALA 2018

FÖRÐUNTÍSKA

Met Gala var haldin í gær með miklum glæsibrag. Met Gala er árleg fjáröflun fyrir Metropolitian Museum of Art’s Costume Institute í New York. Þetta er viðburður þar sem fólk klæðist búningum, það er alltaf þema hvert einasta ár og því alltaf mjög spennandi að sjá klæðnað og förðunina. Gestirnir velja þeirra búninga og skapa sína tísku fyrir kvöldið. Þetta er mjög óhefbundin rauði dregilll og því gaman að sjá.

Mig langaði að sýna ykkur dressin og farðanirnar sem að stóðu uppúr hjá mér –

           

Kim Kardashian West – Dramatísk augnhár, eyeliner og smokey. Að mínu mati þá var Kim með flottustu förðunina en Mario förðunarfræðingurinn hennar er snillingur!

Rihanna – Fallega ljómandi og smokey förðun með fjólubláum tón. Rihanna á vinningin fyrir heildarlook-ið að mínu mati!

Hailee Steinfeld – Ótrúlega falleg bronz augu með dökkum vörum

Amanda Seyfried – Létt skygging og húðin náttúruleg

Kendall Jenner – Klassíska smokey eye með nude bleikum vörum

Amber Heard – Húðin fallega ljómandi og gyllt augu

Rihanna með innblástur frá Páfanum, alltaf flottust.

Ariana Grande

Bella Hadid

Ashley Graham – fyrirmyndin mín, mæli með að fylgja henni á instagram!

Amal Clooney

Gigi Hadid

Kendall Jenner

Travis Scott og Kylie Jenner

Rosie Huntington-Whiteley

 

Kim Kardashian West

Cardi B

SZA

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

 

TAX FREE MUST HAVES!

SNYRTIVÖRURTAX FREE

Það er tax free dagana 3-7. maí í Hagkaup og mig langaði að deila með ykkur nokkrum snyrtivörum sem ég mæli með!

 

GUERLAIN ROUGE G LIPSTICK

 

Þessi varalitur er gullfallegur og mér finnst tilvalið að nýta Tax Free í að kaupa kannski eitthvað sem er á óskalistanum og í dýrari kantinum. Þetta eru nýir varalitir frá Guerlain og eru gordjöss! Mér finnst pakkningarnar ótrúlega fallegar og það er hægt að velja eftir sínum smekk.

URBAN DECAY ALL NIGHTER POLLUTION PROTECTION SETTING SPRAY

 

Þetta sprey er búið að vera í miklu uppáhaldi. Spreyið heldur farðanum lengur á húðinni og verndar hana frá óhreinindum í umhverfinu. Ég nota þetta í gegnum alla förðunina, yfir og undir farða.

   MAYBELLINE BROW PERCISE  FIBER FILLER

 

Ég er orðin háð því að nota þetta í augabrúnirnar á mér. Þetta er augabrúnagel sem inniheldur trefja sem þykkja augabrúnirnar og greiðir í gegnum öll litlu hárin.

BECCA BRONZER

 

Ljómandi sólarpúður sem gefur frísklegt og ljómandi útlit.. þarf ég að segja mér? Þetta er allavega komið í snyrtibudduna mína og verður þar í sumar!

 

URBAN DECAY 1993 LIPLINER

Klassískur nude varablýantur sem hægt er að nota með öðrum varalitum. Þennan varablýant má alltaf finna í veskinu mínu.

L’ORÉAL PARADISE EXATIC MASKARI

Þessi maskari er búin að vera minn uppáhalds í nokkra mánuði núna en hann þykkir ótrúlega vel og lengir. Ég er yfirleitt meira fyrir gúmmí bursta á möskurum en þessi bursti er æði, nær öllum litlum augnhárum.

YSL TOUCHE ÉCLAT ALL-IN-ONE GLOW

Þetta er yndislegur ljómandi farði sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér einsog þið hafið eflaust tekið eftir. Hann gefur einnig góðan raka en ég gerði færslu um hann þannig þið getið lesið um hann hér.

L’ORÉAL LIFE’S A PEACH KINNALITUR

 

Kinnlitur sem gefur fallegt og frísklegt útlit. Það líka besta við þennan kinnalit er að hann lyktar einsog ferskjur. Hann gefur líka ljóma og nota ég því bara þetta dagsdaglega og sleppi highlighter.

REAL TECHNIQUES INSTAPOP BURSTAR

Instapop burstarnir eru búnir að vera í miklu uppáhaldi hjá mér uppá síðkastið en ég nota þá í allt. Mér finnst æði að nota þá í farða því þeir eru skáskornir og liggja svo vel við andlitið.

 

SCENT FOR HER – HUGO BOSS

Þessi ilmur er búin að vera mitt uppáhald þessa dagana og fæ ég alltaf mjög góð viðbrögð þegar ég er með það. Þessi ilmur er ávaxtakenndur með blómakeim en er létt kryddaður.

I LOVE YOU MUCHI HIGHLIGHTER – NYX PROFESSIONAL MAKEUP

Þetta er highlighter úr nýrri línu frá Nyx Professional Makeup en hann er ótrúlega kremaður og gefur fallegan ljóma. Ég nota alltaf þennan sem er lengst til hægri.

BECCA BRIGHTENING CORRECTOR

 

Baugabani sem tekur í burtu dökka bauga og birtir til. Ég nota þetta oft áður en ég set á mig hyljara en stundum er gott að litaleiðrétta áður, sérstaklega ef maður er með dökka bauga. Síðan er æðislegt að nota þetta á dögum sem maður nennir ekki að mála sig en vill samt aðeins fríska uppá sig.

 

Vonandi hjálpaði þetta ykkur sem eruð í verslunarleiðangri og takk fyrir að lesa xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

 

Á BAKVIÐ TJÖLDIN: MYNDATAKA FYRIR REAL TECHNIQUES

BURSTAR

Fyrir tveimur vikum var ég í myndatöku fyrir Real Techniques. Þetta var ótrúlega skemmtileg myndataka og tók Íris Dögg snillingur myndirnar. Þetta var dálítið út fyrir minn þægindarramma en þetta gekk mjög vel og er spennt að sjá útkomuna.

Ég er varla að trúa því að ég hafi verið í myndatöku fyrir Real Techniques. Þetta merki er búið að vera í miklu uppáhaldi síðan að ég byrjaði að mála mig. Fyrstu burstarnir sem ég eignaðist voru frá Real Techniques og er ég ennþá að nota sömu burstana. Þegar ég var að byrja á samfélagsmiðlum eða nánar tiltekið á snapchat, sem færðist síðan yfir í blogg og instagram sirka ári seinna. Þá hafði Real Techniques samband við mig og vildu senda mér bursta til þess að prófa. Ég var svo glöð, hissa og spennt að ég fór að gráta haha. Ég var svo yfir mig ánægð og stolt af sjálfri mér! Þegar ég byrjaði á snapchat þá var ég einungis að gera það til gamans og hélt að þetta myndi aldrei fara neitt lengra eða verða að einhverju. Ég er ekkert smá stolt af samstarfi mínu við Real Techniques og ég hlakka til að segja ykkur meira frá framhaldinu síðar.

Hérna eru nokkrar myndir á bakvið tjöldin –

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Takk fyrir að lesa og ég er spennt að sýna ykkur myndirnar!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

LIFE’S A PEACH: ILMANDI KINNALITUR

Gleðilegan sunnudag, veðrið er búið að vera yndislegt seinustu daga og ég er orðin virkilega spennt fyrir sumrinu. Mér finnst ég alltaf byrja mála mig aðeins öðruvísi þegar það er komið sumar miðað við á veturna. Ég mála mig þá minna og leitast mikið eftir því að húðin sé fersk og ljómandi. Til þess að ná fram þessu ferska og útitekna look-i er mjög mikilvægt að vera með réttan kinnalit.

Ég er ekki mikið fyrir kinnaliti en það er einn sem er búinn að standa uppúr seinustu vikur og er gordjöss! Hann gefur þetta ferska og heilbrigða útlit. Þetta er kinnaliturinn frá L’Oréal sem heitir Life’s a peach.. elska þetta nafn! Það besta við þennan kinnalit er að hann lyktar eins og ferskjur, þið verðið að fara og finna lyktina.

Ég nota oftast engan filter þegar ég er að sýna ykkur vörur á húðinni og þið sjáið þá vonandi hversu ferskur og fallegur þessi kinnalitur er.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Ég set kinnalitinn alltaf á eplin á kinnunum og dreg hann síðan aðeins upp. Með því að draga kinnalitinn aðeins upp, dregur það fram kinnbeinin. Það er líka eitt trikk sem ég geri alltaf með kinnaliti en það er að setja kinnalit á nefið. Mér finnst það blanda öllu betur saman og maður verður meira útitekin!

Hann gefur fallegan ljóma í kinnarnar en er þó ekki með miklum shimmerkornum heldur verður ljóminn mjög náttúrulegur. Ég er búin að vera nota hann dagsdaglega og sleppa þá highlighter því mér finnst koma svo fallegur ljómi frá kinnalitnum.

Takk fyrir að lesa – life’s a peach xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

FÖRÐUNARSPJALL: SANDRA SIF

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Það er komið að förðunarspjalli mánaðarins og að þessu sinni er viðmælandinn minn Sandra Sif. Ég er búin að fylgjast lengi með Söndru á samfélagsmiðlum og það er alltaf gaman að sjá farðanirnar eftir hana. Hún er fáránlega hæfileikarík og komst nýlega inn í topp 30 í Nordic Face AwardsFyrir ykkur sem vitið það ekki þá er Nordic Face Awards ótrúlega flott förðunarkeppni á vegum Nyx Professional Makeup. Ég spurði hana út í keppnina, förðun og allt sem tengist því!

 

Hver er Sandra Sif?

Ég er 19 ára stúlka úr Hafnarfirði, búsett í Þrándheimi í Noregi. Ég elska að mála mig og taka förðunar myndir og myndbönd. ME sjúkdómurinn sem ég greindist með fyrir nokkrum árum leiddi til þess að ég fann mér þetta frábæra áhugamál! Ég byrjaði með förðunar Instagramið mitt árið 2016 sem er í alvörunni besta ákvörðun sem ég hef tekið, mér finnst það skemmtilegra með hverjum deginum sem líður.

Afhverju ákvaðstu að taka þátt í Nordic Face Awards?

Hahah ég ætlaði alls ekki að taka þátt í ár, mér fannst ég ekki vera “tilbúin” sem var algjör vitleysa. Það voru nokkrar stelpur sem ég er í sambandi við á Instagram sem spurðu hvort ég ætlaði ekki að taka þátt, þá fór ég að hugsa aðeins málið og að það gæti alveg mögulega gengið. Ég ákvað síðan að vera með og gera mitt besta, sem leiddi til þess að ég var svo heppin að vera valin í top 30 með fullt af ótrúlega hæfileikaríkum artistum.

Hvar fékkstu innblásturinn þinn fyrir fyrstu förðunina?

Ég var komin með hugmynd að förðun sem ég hafði hugsað mér að gera fyrir entry myndbandið og var búin að kaupa mjög flottar linsur við. Það endaði með því að ég var ekki nóguð ánægð með hugmyndina og þá fór ég að hugsa hvað annað ég gæti gert. Ég held að ég hafi fengið hina hugmyndina að lúkkinu strax daginn eftir. Ég fékk innblástur frá linsunum sem ég keypti og gerði lúkkið mitt út frá þeim! Mér fannst þetta skemmtileg hugmynd og eitthvað sem ég hef aldrei séð áður.
Förðunin sem kom Söndru í topp 30 í Nordic Face Awards, sjúklega flott!

En seinni förðunina?

Fyrir fyrstu áskorunina í top 30 þá var þemað “Pastel Dreams”. Mér datt í hug að gera gyðju í pastel litum, síðan þróaðist hugmyndin og ég fékk innblástur úr Norrænni Goðafræði. Mér fannst sniðugt að gera mína eigin útgáfu af Sif sem var kona Þórs, bæði vegna þess að millinafnið mitt er Sif og að það ekki mikið vitað um útlit hennar þannig að ég gat gert nánast hvað sem er.

Hvað er síðan næst hjá Nordic Face Awards?

Næst á dagskrá er að slaka aðeins á því ég komst ekki í top 15 sem var tilkynnt í dag. Ég er hinsvegar ótrúlega ánægð með þennan árangur, að hafa komist í top 30 í Nordic Face Awards! Ég er mjög þakklát og ánægð að hafa ákveðið að taka þátt vegna þess að ég hef lært svo mikið af þessu í förðun, upptöku og að búa til myndbönd. Þetta ferli hefur verið helmingi erfiðara og skemmtilegra en ég átti von á. Ég mæli svo mikið með að taka þátt í Nordic Face Awards, þetta er frábær upplifun!

Þið getið séð farðanirnar inná YouTube síðunni hennar hér 

Hvenær fékkstu áhuga á förðun?

Ég held að áhuginn hafi byrjað hægt og rólega í grunnskóla, ég byrjaði að æfa mig að gera augnfarðanir einfaldlega vegna þess að ég kunni það alls ekki. En áhuginn byrjaði af alvöru eftir að ég flutti til Noregs árið 2015. Ég byrjaði hinsvegar ekki gera allskonar farðanir fyrr en að ég opnaði förðunar Instagramið mitt. Áhuginn hefur aldrei minnkað, bara margfaldast!

Stíllinn minn er alltaf að breytast og þróast, þegar ég byrjaði árið 2016 þá var ég mikið að gera bara beauty farðanir. En nýlega kviknaði áhugi á skapandi og litríkum fantasíu förðunum.

Hver er þín uppáhalds förðunarvara?

Uppáhalds förðunarvaran mín í augnablikinu er YSL Rouge Volupté Shine varalitur í litnum 47. Þetta er fullkomin varalitur fyrir létta hversdagsförðun og sérstaklega núna fyrir sumarið.

 

Hvaða húðvörur notarðu og hvernig er þín húðrútína?

Ég byrja á því að nota Enzyme Cleansing Gel hreinsinn frá Mario Badescu daglega, en 1-2 í viku nota ég GingZing Refreshing Scrub Cleanser frá Origins. Næst strýk ég Aloe Calming tonernum frá The Body Shop yfir allt andlitið. Að lokum set ég á mig Acne Therapy olíuna frá Rå Oils, olían gerir húðina svo mjúka og endurnærða.

Flottasta förðunartrendið að þínu mati?

Náttúrulegar og úfnar augabrúnir, mér finnst það svo fallegt. Einnig er ég að elska ljómandi húð!

 

Áttu þér fyrirmyndir í förðunarheiminum?

Ég lít mikið upp til Linda Hallberg, hún er sænskur förðunarfræðingur, bloggari og á sitt eigið förðunarmerki. Hún gerir alveg ótrúlega flottar farðanir, hún gaf mér innblástur til að byrja að gera svona örlítið óhefbundnar og öðruvísi farðanir. Einnig er hún svo yndisleg og frábær í eigin persónu, ég hitti hana í október í fyrra sem var mjög skemmtilegt.

Linda Hallberg og Sandra Sif

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem þú gætir ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án rakamaska, mér finnst gott að nota þá 1-2 í viku eða þegar ég finn að húðinni vantar extra mikinn raka. Mínir uppáhalds rakamaskar eru Origins Drink Up Intensive og Mineral maskinn frá Bláa Lóninu!

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga?

  1. Brúnn maskari – Ég nota brúna They’re Real maskarann frá Benefit, ég hef notað Benefit maskara í mörg ár og þeir standa alltaf fyrir sínu. Ég nota alltaf brúnann maskara þegar ég er ekki með gerviaugnhár, mér finnst það fara mér betur og verður mun náttúrulegra.

 

  1. Glært augabrúnagel – Ég elska Clear Brow Gel frá Anastasia Beverly Hills. Mér finnst sniðugt að nota það ég er lítið sem ekkert máluð til að móta aðeins augabrúnirnar, þær haldast allan daginn!

 

  1. Beautyblender Pro – Besti svampur sem ég hef prófað, mjög þægilegt og fljótlegt að blanda út hyljara og farða með honum. Húðin verður alltaf flawless!

 

  1. MAC Strobe Cream – Gefur svo fallegan ljóma án þess að húðin verði olíukennd, ég nota það í nánast hvert skipti sem ég mála mig. Ég nota það í litnum Silverlite sem gefur fallegan silfurlitaðan blæ sem passar minni húð mjög vel.

 

  1. Hvítur farði – Eitthvað sem ég verð nauðsynlega að eiga þar sem ég er með mjög ljósa húð, ég get bókstaflega ekki málað mig án hans. Ég elska hvíta farðann frá LA Girl, besti sem ég hef prófað hingað til! Ég mæli svo mikið með honum ef þið finnið ekki farða sem passar ykkar húðlit, þá er sniðugt að blanda nokkrum dropum af þessum út í venjulegan farða.

 

Hver er lykillinn að fallegri förðun?

Það er mjög mikilvægt að undirbúa húðina vel, með því þrífa og gefa henni raka áður en byrjað er að farða sig.

Og að lokum ertu með einhver góð förðunarráð?

Ekki vera hrædd/ur við að prófa eitthvað nýtt, þorðu að vera öðruvísi og gerðu það sem þér þykir fallegt. Og ekki gleyma að æfingin skapar meistarann, eins óspennandi og það hljómar!

Takk æðislega fyrir spjallið Sandra og ég hlakka til að fylgjast meira með þér!

Ég mæli með að fylgja Söndru á hennar samfélagsmiðlum xx

@sandrasiff á instagram

sandrasifh á snapchat

Sandra Sif á YouTube

Þið getið líka fylgst með mér hér.. 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

GET GORGEOUS BURSTARNIR ERU KOMNIR!

BURSTAR

Þið eruð eflaust byrjuð að taka eftir því að ég held mikið uppá burstana frá Real Techniques. Ég er búin að vera safna þeim í nokkur ár núna og er alltaf jafn spennt þegar það koma nýir. Get Gorgeous settið var að koma til landsins og eru þeir svo ótrúlega flottir. Þetta sett kemur einungis í takmörkuðu upplagi þannig ég mæli með að hafa hraðar hendur. Settið inniheldur fjóra instapop bursta og eru tveir þeirra aðeins fáanlegir í þessu setti. Instapop burstarnir eru sérstaklega hannaðir til þess að fá þétta og fallega áferð. Ég var líka í mjög skemmtilegri myndatöku með Real Techniques sem ég mun deila með ykkur bráðlega, mjög spennandi!

*Færslan er unnin í samstarfi við Real Techniques

 

Sköftin á burstunum eru litaskipt líkt og burstanir úr klassísku línunni. Hver litur táknar hvar hægt sé að nota burstana eða hvenær í förðunni sé hægt að nota þá. Það er þó að sjálfsögðu hægt að nota burstana í hvaða vörur sem er, hvort sem þær eru púður, krem eða fljótandi. Þetta er einungis gert til þess að einfalda fyrir manni.

Appelsínugulur er fyrir grunninn

Bleikur fyrir lokaskrefin í förðuninni

Fjólublár fyrir augnsvæðið

xo xo

Þeir eru ótrúlega sætir og sumarlegir xx

Settið inniheldur:

Instapop Full Cheek Brush

Þessi bursti er splunkunýr og er hann miðlungsstór sem hentar vel í kinnaliti eða aðrar púður vörur. Ég notaði hann um daginn í krem bronzer og fýlaði það mjög vel. Burstinn er einstaklega þéttur og nær því að blanda vörunni vel út án þess að dreifa henni útum allt, hann er því mjög nákvæmur.

 

Instapop Full Accent Brush

Þessi bursti er einnig nýr og er frábær til þess að setja highlighter á kinnbeinin, eða til þess að púðra minni svæði. Ég held að hann yrði líka frábær í hyljara.

Instapop Crease Brush

Þessi bursti er einstaklega þéttur og er frábær í að bera lausa augskugga eða glimmer á augnlokin. Ég notaði þennan um daginn einmitt til þess að setja lausan augskugga yfir allt auglokið, áferðin ótrúlega þétt og falleg.

Pointed Foundation Brush

Þetta er flatur bursti sem hægt er að nota í að bera farða á andlitið eða hyljara undir augun. Það er auðvelt að stjórna honum og er því frábær ef maður vill fá meiri þekju á ákveðin svæði.

Lip Brush

Þéttur bursti sem er einstaklega góður til þess að móta varirnar og fylla inn í. Það er líka hægt að nota hann til þess að fela bólur eða móta augabrúnirnar.

Ég hugsa að þetta sett væri frábær fyrir byrjendur og lengra komna. Það er mjög gott notagildi í þessu setti og ekki skemmir það fyrir hvað þeir eru krúttlegir!

Takk fyrir að lesa og vonandi eruð þið jafn burstasjúk og ég!

Þið getið einnig fylgst með mér hér..

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

SÍLIKON SVAMPUR FYRIR HÚÐINA

BURSTARSNYRTIVÖRUR

Já sílikon svampur fyrir húðina! Sílikon svampar eru tiltölulega nýir á snyrtivörumarkaðinum og hefur mig lengi langað að prófa slíkan en hef þó alltaf verið með mínar efasemdir um sílikon svampinn. Real Techniques er nýlega búin að gefa út Expert Blending Duo sem inniheldur hin gamla góða Miracle Complexion svampinn (sem er minn allra uppáhalds) og nýjustu viðbótina, sílikon svampinn. Þessa tvo svampa á að nota saman og eiga þeir að gefa húðinni fullkomna áferð. Þetta hljómar mjög vel að mínu mati og stóðst ég því ekki mátið að prófa!

Það er ákveðin hugmynd á bakvið þetta sett og góð ástæða afhverju þeir koma tveir saman í pakka en ekki stakir. Ástæðan afhverju þeir koma saman í pakka er sú að sílikon svampurinn gefur mikla þekju en Miracle Complexion svampurinn, ef notaður er rakur, gefur létta áferð. Það skapast því gott jafnvægi með því að nota þá saman og gefur húðinni fullkomna áferð.

 *Færslan er unnin í samstarfi við Real Techniques

EXPERT BLENDING DUO

 

SKREF 1

 

Fyrsta skrefið er að bera farðann á með sílikon svampinum. Kostirnir við að nota sílikon svamp fyrst sú að hann þekur mun betur en Miracle Complexion svampurinn og dregur ekki eins mikið af vöru í sig. Það er einnig minni hætta á bakteríumyndun og auðveldara að þrífa sílikon svampinn. Hlutverk sílikon svampsins er því að bera farðann á húðina.

Það var mjög skrítin tilfinning fyrst að bera farða á sig með þessum sílikon svampi en ég verð að viðurkenna að mér finnst það æði! Ég næ að dreifa betur úr farðanum og ég nota minna af farða. Í fyrsta skipti sem ég prófaði svampinn setti ég alltof mikið af farða, eða jafn mikið og ég myndi nota venjulega, og það var alltof mikið. Þannig mæli með að byrja með lítið í einu haha.

SKREF 2

Næsta skref er síðan að renna yfir með Miracle Complexion svampinum og þannig fær maður þessa fullkomnu áferð. Ég nota Miracle Complexion svampinn alltaf rakan en það er líka hægt að nota hann þurran.

Húðin varð ótrúlega fín og þetta gefur þetta “flawless look”.

 

Takk fyrir að lesa og kíkja við xx

Þið finnið mig einnig hér..

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup