Guðrún Sørtveit

25 ÁRA // 08.09.18

LÍFIÐSNYRTIVÖRUR

Í gær varð ég 25 ára og hélt smá partý fyrir nánustu vini. Þetta var yndislegt í alla staði og er ég ekkert smá þakklát. Þótt það sé væmið að segja það en þá eru það algjör forréttindi að fá að eldast og þess vegna á maður að fagna hverju ári.

Ég ætlaði bara að halda smá partý en það má segja að ég sé svolítið ýkt þegar það kemur að því að halda partý eða bara kaffiboð. Mér finnst ótrúlega gaman að vera gestgjafi og bjóða fólki heim. Það var því að sjálfsögðu þema sem var “black & white” þannig allt var skreytt samkvæmt þemanu og allir mættu í svörtu eða hvítu. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og einfalt þema, mæli með!

Pabbi og Fannar bróðir xx

Kjólinn er keyptur á Asos fyrir nokkrum árum

Mig langaði líka aðeins að segja ykkur frá því hvaða snyrtivörur ég notaði á afmælisdaginn. Ég ákvað að gera mjög klassíska förðun en vera með smá glimmer á augnlokunum. Síðan var húðin mjög ljómandi og bronze-uð.

Augun: Ég notaði Naked Heat frá Urban Decay til þess að skyggja, Honey Lust sem er gullfallegur augnskuggi frá Mac Cosmetics yfir allt augnlokið og síðan glimmer frá Stila í litnum “Kitten Karma”. Síðan setti ég svartan eyeliner og stök augnhár.

Húðin: Ég prófaði Mac Studio Fix farðann og hyljarann í fyrsta skipti þetta kvöld. Ég mæli samt aldrei með að prófa nýjan farða fyrir mikilvægt kvöld. Ég sá samt ekki eftir því vegna þess að hann endist allt kvöldið og ég þurfti ekkert að laga mig. Þannig þessi farði og hyljari fá mín með mæli og síðan myndast hann mjög vel!

Þetta ilmvatn er strax orðið eitt af mínum allra uppáhalds en ég fékk þennan gullfallega ilm á Brand day sem ég sagði ykkur frá í seinustu færlsu – æðislegur, mæli með!

<3

Mínar bestu xx

Ég og Fannar bróðir minn – vantar hinn sem er út í Frakklandi að njóta xx

Yndislegt kvöld í alla staði xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BRAND DAY IN COPENHAGEN

LÍFIÐSNYRTIVÖRUR

ESTÉE LAUDER COMPANIES BRAND DAY IN COPENHAGEN

Ég var að koma heim í gær frá æðislegri sólarhringsferð í boði Estée Lauder Companies, eins og ég sagði frá í annarri færslu þá var mér boðið að koma á Brand Day hjá Estée Lauder Companies sem haldin var í Kaupmannahöfn. Þessi ferð var algjör draumur og er ég ennþá að ná mér niður. Ég fékk að kynnast nýjum og spennandi merkjum, sjá nýjungar frá uppáhalds merkjunum mínum og kynnast sögu merkjana ennþá betur. Þetta var stórkostleg upplifun eins og þið munið vonandi sjá á myndunum. Þetta var skipulagt á ótrúlega skemmtilegan hátt en hvert merki var með sitt eigið herbergi. Þannig maður fékk að upplifa merkið og heyra sögu merkisins.

Ég ætla láta myndirnar tala enda tók ég nóg af þeim og vonandi að upplifið þið ferðina með mér xx

     

  

BRAND DAY

CEO Estée Lauder Companies á norðurlöndunum tók vel á móti okkur

Við byrjuðum á tómum poka sem var síðan fljótur af fyllast af allskonar flottum vörum

Okkur var deilt saman í hópa, vorum fimm saman og fengum leiðbeinanda. Við byrjuðum á Tom Ford, síðan næsta og næsta

TOM FORD

Þetta er svo flott merki og langar mjög mikið að þetta komi til Íslands!

LA MER

ESTÉE LAUDER

CLINIQUE

Ný og spennandi vara frá Clinique sem á að vernda húðina frá mengun og óhreinindum í umhverfinu

JO MALONE

Gullfallegt merki sem mig dreymir um að fá til Íslands! Það er svo góð lykt af þessum ilmvötnum og það er hægt að blanda lyktum saman.

GLAM GLOW

Box sem innihélt alla maskana frá Glam Glow

Ný highlighter palletta frá Glam Glow sem á að vera góð fyrir húðina! Væntanleg til Íslands

SMASHBOX

Smashbox er þekktast fyrir sína primer-a og þarna var hægt að finna rétta primer-inn fyrir sína húðtýpu

BOBBI BROWN

@harpakara & @gveiga85 <3 

MAC COSMETICS

60 litir af Studio Fix frá Mac Cosmetics, mjög vel gert. Við fengum að velja okkur farða og hyljara, mjög spennt að prófa!

ORIGINS

Þetta endaði síðan á Origins kvöldverð með öllu tilheyrandi, yndislegt!

Ég hlakka til að deila með ykkur vörunum og sögunum frá merkjunum á næstunni. Takk æðislega fyrir mig, ég er í skýjunum með þessa ferð og óendanlega þakklát!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝR OG SPENNANDI MASKARI: UNLIMITED

FÆRSLAN ER EKKI KOSTUÐSNYRTIVÖRUR

You don’t have limits, so why should your lashes?

Það er að kominn nýr maskari frá L’Oréal sem ég er ótrúlega spennt fyrir sem heitir Unlimited. Maskarinn er mjög frábrugðinn öðrum möskurum að því leytinu til að það er hægt að beygja maskarann. Þetta er fyrsti maskarinn sinnar tegundar sem hægt er að beygja skaftið. Það er mjög góð og gild ástæða fyrir því að maskarinn beygist en þá kemst burstinn til allra litlu háranna og auðveldar maskaraásetninguna. Þessi aðferð er komin frá förðunarfræðingum en þeir hafa notast við þessa tækni í mörg ár.

 

Mér finnst útlitið á maskaranum einstaklega töff og það er ákveðin klassi yfir honum.

Burstinn á maskaranum er gúmmíbursti sem greiðir vel í gegnum öll hárin. Maskarinn er kolsvartur, lengir, þykkir og aðskilur augnhárin. Formúlan er þannig gerð að maskarinn á ekki að smita frá sér og er langvarandi.

Ég er ótrúlega spennt að prófa þennan maskara og mjög forvitin!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

TRAVEL WITH STYLE

LÍFIÐSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

COPENHAGEN HERE I COME!

Mér finnst ótrúlega gaman að segja frá því að ég er að fara til Kaupmannahafnar í næstu viku á Brand day í boði The Estée Lauder Companies. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá á The Estée Lauder Companies til dæmis Estée Lauder, Bobbi Brown, Clinuqe, Mac Cosmetics, Glam Glow, Origins, Tom Ford og fleiri. Þar mun ég fá að kynnast mörgum af mínum uppáhalds merkjum betur og kynnast einnig nýjum merkjum. Ég er ekkert smá spennt og þvílíkur heiður að hafa verið boðið! Ég er ennþá í smá sjokki yfir að hafa boðið og er varla að trúa þessu.. ef ég á að segja eins og er haha!

Til þess að byrja ferðina þá fékk ég í gær ótrúlega sætan pakka sem bar því nafni “Travel with style”. Pakkinn innihélt snyrtivörur í travel size, sem hentar einstaklega vel! Ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með ferðinni hérna á blogginu og á instagraminu mínu.

Maskar, blautþurrkur, rakasprey, hreinsivörur, farðagrunnur og maskarar. Síðan bætti ég við vegabréfinu mínu, sólgleraugum og myndavél.. tilbúin!

Þessi pakki innihélt allt sem mig gæti vantað til þess að undirbúa mig fyrir ferðina og taka með mér út xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

GÓÐAR ÁSTÆÐUR FYRIR ANDLITSNUDDI

GÓÐ RÁÐHÚÐRÚTÍNASAMSTARF

Þið hafið eflaust tekið eftir því að ég elska allt sem við kemur húðumhirðu. Ég hugsa sérstaklega vel um húðina mína en reyni þó alltaf að gera það á mjög einfaldan hátt. Það þarf ekki alltaf að eyða miklum peningum eða tíma í húðumhirðu. Ég er mjög hrifin af öllu sem maður getur gert heima fyrir húðina sína og búið kannski til hálfgert “spa” heima fyrir.

Ég hef nokkrum sinnum farið í andlitshreinsun, þar tók ég fyrst eftir því hvað húðin er mikið nudduð og hvað ég varð alltaf ljómandi og fersk eftir það. Ég fór því að kanna þetta nánar og komst að því að andlitsnudd hefur marga góða ávinninga fyrir húðina.

Góðar ástæður fyrir andlitsnuddi:

1. Eykur blóðflæði húðarinnar

2. Getur komið í veg fyrir fínar línur

3. Eykur þéttleika húðarinnar

4. Meiri ljómi og ferskleiki

Það þarf þó alls ekki að fara alltaf í andlitsnudd eða andlitshreinsun, heldur hægt að gera heima spa og nota andlitsnuddtæki. Ég mæli með að gera þetta daglega og á hreina húð. Það er gott að gera þetta beint eftir hreinsun og setja síðan krem, þá er húðin líka meira tilbúin fyrir kreminu eða öðru. Mér finnst ég sjá mikin mun á húðinni minni eftir að ég byrjaði að vera duglegri að nudda á mér andlitið. Ég fæ líka oft spurningar út í húðina mína og ég myndi segja að þetta væri eitt af mínum “húðtrixum”.

Hérna er andlitsnuddtækið mitt, þetta er ótrúlega einfalt en gerir mikið fyrir húðina.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MAKEUP STUDIO HÖRPU KÁRA

FÖRÐUN

Harpa eða hún er betur þekkt sem Harpa Kára er ein sú færasta í förðunarbransanum að mínu mati og er ég búin að líta upp til hennar lengi. Hún hefur margra ára reynslu í förðun og hefur unnið við það síðasliðin áratug. Harpa er að opna Makeup Studio Hörpu Kára þar sem boðið verður uppá förðunarnámsskeið, kvöldnámskeið og margt fleira. Ég fékk þann heiður að fá að vera partur af hennar teymi og mun vera förðunarkennari þar en ég mun segja ykkur betur frá því seinna. Hún er algjör snillingur og fyrirmynd! Mig langaði að heyra hugmyndina á bakvið Makeup Studio Hörpu Kára, hvernig byrjaði hennar ferill og hvað er Makeup Studio Hörpu Kára? 

Hvenær fékkstu áhugan fyrir förðun?

Ég fékk áhuga fyrir förðun rosalega snemma. Mamma mín var að selja snyrtivörur svo að ég hafði gott aðgengi til þess að fikta í hinum og þessum vörum. Einnig þurfti hún stundum að horfa á videospólur sem að sýndu allavegana farðanir og það varð til þess að ég varð gjörsamlega heilluð. Ef að ég fékk krakka í heimsókn þá skellti ég makeup-kennslu spólunni í tækið og gerði ráð fyrir því að öllum þætti þetta jafn æðislegt og mér. 12 ára gömul var ég svo farin að sminka konurnur í hverfinu fyrir hin og þessi tilefni. Vinkonu mínar fengu líka mikið að finna fyrir þessum brennandi áhuga mínum á öllu tengdu snyrtivörum. Ég man ekki hvort að ég hafi verið 11 eða 12 ára þegar að gangavörðurinn í grunnskólanum mínum hélt förðunarnámskeið og þar áttaði ég mig á að þetta væri eitthvað sem að ég myndi vilja gera að ævistarfi. Mjög fyndið að hugsa til þess svona eftir á. Svo að það má segja að þessi gangavörður hafi brotið blað í mínu lífi.

Hvernig byrjaði þinn förðunarferill?

Eftir menntaskóla byrja ég í hárgreiðslunámi og bæti svo við mig förðunarnámi seinna um árið. Þegar að ég byrjaði í makeup skólanum áttaði ég mig á því að ég vildi taka þetta makeup nám lengra svo að ég hætti í hárgreiðslunni og fór í áframhaldandi nám til Los Angeles. Þetta var ekki auðveld ákvörðun, námið var dýrt og ég þurfti að hafa fyrir því að sannfæra foreldra mína um að þetta væri raunverulega það sem að ég myndi vilja gera í framtíðinni. Á þessum tíma var lítið sem ekkert um samfélagsmiðla, svo að meira nám í förðun var eina í stöðunni fyrir mig til þess að læra meira. Ég fékk vinnu í MAC þegar að ég kom heim til Íslands og átti ég þar frábær 7 ár í starfi og þar fékk ég helling af tækifærum, allt frá því að ráða og þjálfa upp starfsfólk yfir í að komast í MAC nordic event team þar sem að ég fékk að ferðast og vinna á tískuvikum. Samhliða vinnunni í MAC byrjaði ég að vinna í sminkinu á Rúv sem að einnig var frábært tækifæri fyrir mig, þar tók á móti mér drottingin Ragna Fossberg og hún kenndi mér ótrúlega margt. Ragna hefur áratuga reynslu í faginu og brennandi metnað fyrir öllu sem að átti sér stað í sminkherberginu. Ég varð gjörsamlega meira og meira heilluð af þessum förðunarheimi og í gegn um MAC kynntist ég Fríðu Maríu Harðardóttur sminku og hún leyfði mér að aðstoða sig í nokkur ár. Það að fá á fylgja alvöru fagmanni í starfi er ótrúlega góður skóli og Fríðu verð ég alltaf þakklát fyrir allt sem að hún kenndi mér. Árin liðu og ég hætti að vinna fyrir MAC og fór að starfa sem freelance sminka fyrir myndatökur, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Einnig tók ég við sem skólastjóri hjá Mood makeup school en Eygló vinkona mín átti þann skóla og ég var búin að vera prófdómari þar í nokkur ár. Árið 2016 gaf ég svo út förðunarbókina Andlit sem að gekk mjög vel og endaði sem metsölubók og tók við sem förðunarritstjóri tískutímaritsins Glamour. Öll þessi reynsla varð til þess að mig fór að langa til að gefa meira af mér til þeirra sem að langaði að feta í svipuð fótspor.

Afhverju ákvaðstu að opna Makeup Studio Hörpu Kára?

Eftir miklar vangaveltur keypti ég Mood makeup school, skólann sem að ég hafði unnið hjá í nokkur ár. Fyrst ætlaði ég mér minniháttar breytingar en allt í einu var ég komin langt fram úr upprunalegu plani og með hausinn fullan af hugmyndum. Nokkrum mánuðum seinna var ég búin að rífa allt út úr húsnæðinu sem að skólinn hafði verið í frá upphafi og með gróft plan um hverslags breytingar á kennslu ég myndi vilja prófa. Því ákvað ég að breyta nafninu Mood makeup school yfir í Make-up Studio Hörpu Kára.

Hvað er Makeup Studio Hörpu Kára?

Make-up Studio Hörpu Kára verður förðurnar studio sem að heldur allavegana námskeið, við munum bjóða upp á mismunandi námskeið fyrir fólk á öllum aldri, allt frá stuttum helgarnámskeiðum yfir í að halda námskeið fyrir þá sem að vilja læra að verða förðunarfræðingar. Ég er með ótrúlega flotta og ólíka kennara með mér og finnst mér skipta miklu máli að fólk fái að læra af fagaðilum sem að hafa mikla reynslu í faginu og hafa náð framúrskarandi árangri í því sem að þeir gera. Ég legg áherslu á að nemendur mínir fái að kynnast bransanum eins vel og hugsast getur á þeim tíma sem að þeir sækja námið okkar og öðlist reynslu í því hvernig það sé að starfa sem förðunarfræðingur. 2 af mínum helstu fyrirmyndum í förðunarheiminum á Íslandi munu vera gestakennarar hjá mér en það eru þær Fríða María Harðardóttir og Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir. Báðar hafa þær næstum 20 ára reynslu í faginu og hafa gert ótrúlega flotta og aðdáunarverða hluti á þessum árum. Ég ætla nemendum mínum aðeins það besta og því vel ég kennarana sem að koma að náminu eftir því. Ég er óendanlega þakklát öllu því góða fólki sem að vill hjálpa mér að byggja studioið upp hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð frá öðru fólki í mínu fagi sem að er mér og starfinu sem að ég mun bjóða upp á miklis virði. Þó að Make-up Studio Hörpu Kára sé nýtt fyrirtæki þá er ég búin að kenna í mörg ár og mun ég taka alla þá reynslu sem að ég hef öðlast á mínum 11 árum í starfi og yfirfæra hana í gæða förðunarnám ætlað öllum þeim sem að vilja læra af mér og þeim frábæru kennurum sem að verða með mér.

Eitt að lokum, hver er þín uppáhalds snyrtivara?

Ég get næstum því ekki sagt hver sé mín uppáhalds snyrtivara því að það breytist næstum því dag frá degi en ég er búin að nota  Eight hour cream frá Elizabeth Arden í 20 ár (ekki sömu túbu, haha).

Skráning í förðunarnám er hafið, ég mæli innilega með þessu. Þið getið skráð ykkur hér

Mæli með að fylgja @makeupstudiohorpukara

 

Ég hlakka til komandi tíma elsku Harpa, enn og aftur til hamingju með Makeup Studio Hörpu Kára xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HVERNIG Á AÐ NOTA BURSTANA SÍNA?

BURSTAR

Burstar eru mjög mikilvægir þegar það kemur að förðun, ef þú ert með réttu burstana þá er allt hægt. Ég ætla segja ykkur frá hvernig hægt sé að nota burstana úr tveimur af mínum uppáhalds settum frá Real Techniques. Það er þó engin ein rétt leið hvernig á að nota burstana sína en þetta gæti hjálpað þeim sem eru í vafa.

*Samstarf

FLAWLESS BASE SET

 

Þetta sett er hægt að nota í margt og algjört must að mínu mati. Ég nota mitt nánast daglega og í marga mismunandi hluti. Appelsínuguli liturinn segir okkur að burstarnir séu ætlaðir öllu sem tengist grunninum að förðuninni.

Contour Brush: Þessi bursti er ætlaður í nákvæmar skyggingar á andlitinu. Ég hinsvegar nota hann mikið í að setja púður undir augunum og önnur smáatriði á andlitinu.

Detailer Brush: Lítill og góður bursti í smáatriði. Til dæmis að fela bólur, móta varirnar eftir varalitaásetningu og móta augabrúnirnar.

Buffing Brush: Þessi bursti er ætlaður að blanda út farða og er mjög góður í krem vörur.

Square Foundation Brush: Þetta er farða bursti sem hægt er að nota til þess að blanda út farða eða leggja vöruna á andlitið áður en maður blandar. Ef þú vilt miklu þekju þá mæli ég með að nota þennan bursta fyrst til þess að setja farðann á andlitið og síðan blanda með Buffing brush. Ég nota hann líka mikið í maska.

 

ENHANCED EYE SET

Þetta sett nota ég mikið þegar ég er að gera augnförðun. Fjólublái liturinn segir okkur að þessir burstar séu ætlaðir augnsvæðinu.

Medium Shadow Brush: Burstinn er breiður og frekar flatur. Hann er góður í að blanda og gera nákvæma skyggingu í glóbus.

Essential Crease Brush: Þessi er góður í að blanda skyggingu í glóbus og að byggja upp augnskugga.

Fine Liner Brush: Mjór eyeliner bursti, gefur nákæma og skarpa línu.

Shading Brush: Einstaklega góður bursti til þess að setja augnskugga á augnlokið og blanda augnskugga í neðri augnháralínuna.

Lash Separtor: Hver kannast ekki við að vera setja á sig maskara og hann klessir augnhárin? Ég kannast allavega mjög mikið við það og nota þetta mikið til þess að greiða augnhárin í sundur eftir maskaraásetningu.

 

Vonandi hjálpaði þessi stutta sýnikennsla en ég mæli eindregið með því að prófa sig áfram með bursta og finna út hvernig manni finnst best að nota þá!

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

VILT ÞÚ VINNA BECCA ICONICS?

Það er alltaf gaman að gefa og þá sérstaklega eitthvað sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er stundum með gjafaleiki á instagram og gef bara eitthvað sem ég held mikið uppá. Mig langaði svo að deila með ykkur gjafaleiknum sem ég er með í samstarfi við Becca Costmetics á instagraminu mínu og segja ykkur betur frá vörunum í leiðinni.

Þessar vörur eru svokallaðar “Becca Iconics” en það er vegna þess að þetta eru eitt af vinsælustu vörunum frá Becca Cosmetics. Ég gleymdi samt að taka mynd af tveimur vörum sem eru líka í gjafaleiknum en mun segja ykkur einnig frá þeim hér að neðan.

Ég mæli með að kíkja á færslu sem ég gerði þegar Becca Cosmetics var á leiðinni til Íslands en þetta merki er eitt af mínum uppáhalds og held ég mikið uppá það. Þið getið lesið færsluna hér. Þar getið þið lesið betur um merkið og þess háttar. Þetta eru allt vörur sem ég á og er búin að nota í svolítinn tíma. Það sem ég elska mest við Becca er að þau leggja mikla áherslu á ljóma, allt er frekar áreynslulaust og náttúrulegt.

 

FIRST LIGHT PRIMING FILTER

Þetta er farðagrunnur sem birtir yfirborð húðarinnar og gefur húðinni fallegan ljóma. Það er ótrúlegt hvað þetta gerir mikið fyrir mann og ég sé alltaf sjáanlegan mun eftir að ég er búin að setja þennan grunn á mig.

 

UNDER EYE BRIGHTENING CORRECTOR

 

Þessi vara litaleiðréttir undir augun, tekur í burtu dökka bauga og birtir augnsvæðið. Þetta er því algjör baugabani og snilld að nota fyrir hyljara eða einan og sér. Það þarf mjög lítið í einu og endist þetta því mjög lengi, æðisleg vara sem gott er að hafa í snyrtibuddunni!

 

SHIMMERING SKIN PERFECTOR PRESSED HIGHLIGHTER

 

Ég held að Becca Cosmetics sé þekktast fyrir ljómapúðrin sín. Það sem einkennir ljómapúðrin frá Becca er að þau gefa svo fallegan ljóma og húðin verður náttúrulega ljómandi. Þetta er einsog kremaður highlighter á húðinni en er samt púður. Þetta er einn af mínum uppáhalds highlighterum.

 

 

GRADIENT SUNLIT BRONZER

 

Þessi bronzer er æðislegur, hann hlýjar húðina fallega og gefur henni ljóma. Þetta er líka fullkomið fyrir þá sem vilja kannski ekki setja á sig highlighter en vilja samt smá ljóma. Það eru engin glimmerkorn eða slíkt heldur gefur þetta húðinni náttúrulegan ljóma.

 

GLOW GLOSS

Glow glossin frá Becca gefa vörunum fallegan ljóma og eru fullkomin yfir varaliti eða ein og sér. Ég er mikið fyrir gloss og alltaf með allavega eitt gloss í hverjum vasa. Liturinn sem er í gjafaleiknum er Snapdragon, fallegur bleikur litur með gyllingu.

 

Þetta er ekkert smá flottur vinningur og það eru tveir sem vinna! Þannig ég hvet ykkur til að taka þátt og aldrei að vita nema ég verði með annan gjafaleik bráðlega á instagram. Það er svo gaman að fá að gefa vörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér xx

Þið finnið gjafaleikinn á instagraminu (@gudrunsortveit) mínu hér

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

LJÓMANDI AUGNSVÆÐI

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Með því skemmtilegra sem ég geri er að prófa nýjar snyrtivörur og þá sérstaklega ef einhver annar mælir með þeim. Vinkona mín sagði mér frá púðri sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Ég var ekki lengi að fara og kaupa það eftir mjög góð meðmæli frá henni. Púðrið er frá Nyx Professional Makeup og heitir High Definiton Finishing Powder í litnum Banana. Mér finnst ég ekki geta sleppt því að nota það eftir að ég er búin að setja hyljara undir augun.

*Vöruna keypti greinahöfundur sjálf

Þetta púður á einungis að nota undir augun og á þau svæði sem maður vill birta. Púðrið er með gulan undirtón sem gerir það að verkum að það birtir vel undir augun. Það setur punktinn yfir i-ið að setja þetta á eftir að maður er búin að setja hyljara. Það helst allt miklu lengur yfir daginn og birtir svo fallega undir augunum. Setningin “less is more” gildir algjörlega um þessa vöru og þarf alls ekki mikið af henni.

Það eru til nokkrir litir af þessu púðri og verður maður að finna hvaða litur hentar sér. Ég get bara notað litinn Banana ef ég er með brúnkukrem en annars myndi ég taka ljósari lit.

Svona fer ég að:

Skref 1 – Byrja á því að setja hyljara undir augun og blanda vel.

Skref 2 – Tek smá púður í bursta og leggja púðrið á hyljarann.

Ótrúlega einfalt en gerir heil mikið fyrir heildarförðunina!

Púðrið fæst í Hagkaup Kringlunni og Hagkaup Smáralind

Myndirnar eru óbreyttar og þið sjáið vonandi hvað þetta birtir vel undir augunum

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SKÓLADAGAR Í SMÁRALIND

LÍFIÐSNYRTIVÖRURTÍSKA

Núna er skólinn að fara byrja, rútínan og skipulagið. Ég fer oft í mikin skipulagsgír á haustin og “vakna” aftur eftir sumarið. Ég kíkti í Smáralindina í gær á skóladaga og var með Smáralindar snappið (snapchat: smaralind), þar sýndi ég ýmislegt sniðugt fyrir komandi skólaár. Á snappinu fór ég yfir föt, bækur, snyrtivörur og annað sem henta fyrir skólann eða vinnuna. Það er ótrúlega gott úrval í Smáralindinni og hægt er að finna allt fyrir skólann. Það er alltaf jafn mikil stemning og peppandi að skoða nýju haustvörurnar fyrir komandi skólaár.

Ég kíkti í nokkrar verslanir en gleymdi að taka myndir af öllum. Þið getið séð hérna í myndum brot af þeim verslunum sem ég heimsótti. Það er endalaust úrval og mikið hægt að skoða!

*Samstarf

Gullfallegu skórnir sem ég keypti mér úr Kaupfélaginu í þessari verslunarferð fyrir veturinn 

Falleg peysa úr ZARA

Jakki úr ZARA

Fallegt veski úr ZARA

Vinkona mín algjör skvís í fullkomnri skólaskyrtu úr ZARA

Ég er komin með æði fyrir stórum eyrnalokkum!

Ég mæli með að næla sér í frítt eintak af verslunarhandbók Glamours 

Snyrtivörudeildin í Hagkaup Smáralind er einstaklega björt og falleg. Ég mæli með þessu BB kremi fyrir létta og fallega áferð. Fullkomið fyrir skólann!

Uppáhalds maskarinn minn!

Ein mjög sátt með kaup ferðarinnar og tilbúin fyrir komandi skólaár!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit