Guðrún Sørtveit

FALLEGT ÚR Í ÚTSKRIFTARGJÖF // AFSLÁTTARKÓÐI

LÍFIÐ

Miðvikudagsgleði og afsláttarkóði!

Það eru margar útskriftir á næstunni hjá háskólum landsins. Mér datt í hug að deila með ykkur hinu fullkomnu útskriftargjöf að mínu mati. Ég held mikið uppá úrin frá Daniel Wellington, finnst þau ótrúlega falleg og klassísk. Það er mjög gott úrval hjá þeim og vel að hægt að finna sér úr við sitt hæfi. Ég hef sjálf keypt nokkur úr frá Daniel Wellington í gjafir og þær slá alltaf í gegn.

Ég fékk að velja mér eitt úr frá þeim og er ég í skýjunum með það. Úrið sem ég valdi mér frá Daniel Wellington er Classic Petit 28 mm, það er einstaklega fallegt og passar við allt. Síðan er ekkert mál að skipta um ólar ef maður fær leið eða vill breyta til. Mér finnst líka mjög flott að blanda saman skarti við úrið.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf 

Þið getið pantað úr á www.danielwellington.com, það er frí heimsending og hægt að skila. Ég mæli með að nota kóðann minn gudrunsortveit og fá 15% afslátt af öllu! Ég fæ ekki neitt útur þessum kóða eða eitthverja prósentu heldur einungis gert fyrir ykkur til að njóta :-)

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Sørtveit

Þið getið fylgst meira með mér hér

Instagram: gudrunsortveit

HVERNIG Á AÐ SETJA Á SIG BRÚNKUKREM

BRÚNKUKREM

Við erum því miður ekki að fá neina sól hérna á Íslandi en það er þó hægt að setja á sig brúnkukrem. Mig langaði að deila með ykkur mínum helstu tipsum og trixum þegar kemur að brúnkukrem ásetningu. Ég er eiginlega alltaf með brúnkukrem og finnst það oft gera meira fyrir andlegu hliðina. Það tekur í mesta lagi 20 mín að setja á sig brúnkukrem þegar maður er komin í rútínu, þannig maður þarf ekki að mikla það fyrir sér að setja á sig brúnkukrem :-)

 

HVERNIG Á AÐ SETJA Á SIG BRÚNKUKREM

Það sem skiptir mestu máli er undirbúningurinn og að vera með gott brúnkukrem sem hentar þér. Það er hægt að fá allskonar týpur af brúnkukremi og í allskonar litum. Mér finnst best að vinna með brúnkukremsfroðu.

UNDIRBÚNINGUR – DAGINN FYRIR BRÚNKUKREM

Það er MJÖG mikilvægt að undirbúa húðina vel fyrir brúnkukrem og því mæli ég með að gera þetta daginn áður.

1. Skrúbba líkamann

2. Raka líkamhár (persónubundið)

3. Setja rakakrem/body lotion eftir sturtu

BRÚNKUKREMSDAGUR

Það sem þú þarft:

1. Brúnkukrem

2. Brúnkukrems hanska

3. Förðunarbursta/svamp (val)

Brúnkukremsásetning:

1. Byrja á að fara í sturtu

2. EKKI setja bodylotion, nema á það staði sem þú átt það til að verða mjög þurr. Til dæmis olboga, fingur, hné og svo framvegis.

3. Byrja að bera á sig brúnku – best er að byrja neðst á líkamanum og vinna sig upp. Sem sagt byrja á fótunum og svo framvegis.

Til þess að brúnkukremið verði sem jafnast þá er best að gera jafn margar froðusprautur á hvern líkamspart. Til dæmis tvær froðusprautur á hvern fót, mér finnst allavega best að gera það svoleiðis og þá held ég skipulaginu. Þá verð ég til dæmis ekki óvart of brún á hægri fætinum heldur verður brúnkan jöfn.

Síðan nota ég förðunarburstann fyrir andlitið og fingurnar.

Andlitið

Brúnkukrem í andlitið eða ekki? Það er ekki beint mælt með því. Brúnkukrem getur stíflað svitaholurnar og á það til að festast á þurrum svæðum í andlitinu. Það er þó hægt að kaupa brúnkukrem sem er sérstaklega ætluð andlitinu. Ég set þó stundum brúnkukrem í andlitið en áður en ég geri það er ég búin að undirbúa húðina vel með góðu rakakremi.

Vonandi hjálpaði þetta – takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Sørtveit

Þið getið fylgst meira með mér hér..

Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNARSPJALL: VALA FANNEY

SNYRTIVÖRUR

Það er löngu komin tími á næsta förðunarspjall og næsti viðmælandinn minn er Vala Fanney. Ég kynntist Völu Fanneyju í gegnum þennan samfélagsmiðla/förðunarheim og hef ég verið aðdáandi lengi! Hún ein af þeim fyrstu íslensku Youtuber-um sem ég byrjaði að fylgjast með. Hún er ótrúlega einlæg, klár og gaman að fylgjast með henni!

Hver er Vala?

Vala er 24 ára gömul stelpa sem hefur gaman af allskonar sniðugu fólki og dóti. Ég lærði förðunarfræði og útskrifaðist frá MOOD makeupschool árið 2013, síðan þá hef ég starfað við það, bæði sem förðunarfræðingur í snyrtivöruverslun og sem freelance makeupartist. En samhliða því hef ég stundað allskonar nám og eins og er er ég að læra bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

Hvernær fékkstu áhuga á förðun ?

Ég man eiginlega ekki eftir því að hafa ekki elskað förðun – sagan segir að ég hafi verið sirka 2/3 ára þegar ég komst í snyrtibuddu fræknu minnar og hef hreinlega ekki komist upp úr henni síðan. Ég málaði vinkonur mínar fyrir böll í grunnskóla og menntaskóla og hef einhvernvegin alltaf elskað það. En það var svona í menntaskóla þegar ég fattaði að það væri hægt að vinna við þetta og gera þetta að einhverri alvöru. Ég útskirfaðist úr Versló vorið 2013 og svo nokkrum mánuðum seinna var ég mætt í förðunarskólann.

 

Hver er þín uppáhals förðunarvara ?

Ég hugsaði um þetta svar vel og lengi – það er náttúrulega engin vara sem ég gæti ekki lifað án. En mér finnst kinnalitur alveg ómissandi. Mér finnst förðunin verða til þegar maður setur smá lit í kinnarnar.. Það er allavega svona það skref sem ég gæti ekki hugsað mér að sleppa.

Annars finnst mér alltaf gott að eiga einhverskonar ljómadropa – þá er hægt að nota á svo marga vegu. Núna er ég að nota Hollywood Flawless Filter frá Charlotte Tilburry – ekki dropar en svona kremuð ljóma-vara sem ég nota bæði undir og yfir farða og mikið á förðunarlausum dögum til þess að hressa aðeins uppá mig.

 

Hvaða húðvörur notaru og hvernig er þín húðrútína ?

Þar sem að ég hef unnið í The Body Shop hérna á Íslandi síðan árið 2010 nota ég rosalega mikið af snyrtivörum þaðan, ég elska vörurnar og það sem merkið stendur fyrir. Allt er Cruelty Free og meirihluti vöruúrvalsins er vegan. Ég tók þá ákvörðun fyrir ca ári síðan að hætta að kaupa vörur sem væru prófaðar á dýrum – bæði húð- og förðunarvörur – og hefur það verið skemmtileg áskorun.

Ég blanda svolítið mikið saman, uppáhalds vörurnar mínar akkurat núna eru Camomile Cleansing Butter frá The Body Shop til þess að þrífa af allan farða. Japanese Matcha Tea Mask líka frá Body Shop – hann hreinsar húðina vel og nærir í leiðinni, ég nota hann sirka 2 sinnum í viku. Alpha Grapefruit Cleansing Lotion fá Mario Badescu (fæst hjá Fotia) hef ég verið að nota sem tóner og svo líka Vitamin C serumið frá þeim. Það jafnar út áferð og lit húðarinnar, gefur smá ljóma svo húðin virkar heilbrigðari.

Núna er ég líka að prófa vörur frá merkinu The Ordinary og finnst þær svolítið spennandi.

 

Flottasta förðunartrendið að þínu mati ?

Sko ég er mjög hrifin af svona “ókláruðum” förðunum, ss ekki svona instagram makeup lúkkum, sérstaklega á sjálfri mér. Mér finnst gaman að nota glimmer og svona en setja bara vel af maskara og sleppa augnhárum, leyfa húðinni að sjást í gegnum farða og vera bara svolítið náttúrulegri ef hægt er að orða það svoleiðis.

 

Áttu þér fyrirmyndir í förðunarheiminum ?

Ekki einhverja eina, ég hef gaman af því að fylgjast með hvað allir eru að gera. Ég er heppin að eiga mikið af vinkonum sem eru líka förðunarfræðingar, skemmtilegast er að við höfum samt allar okkar eigin stíl og hef ég lært margt af því sem þær gera.

Ég fylgist samt með nokkrum flottum artistum á Instagram –

Katie Jane Hugehs er í miklu uppáhaldi – gerir fallegar og ljómandi farðanir (@katiejanehughes).

Anne Sophie Costa – mikið út fyrir kassan, litríkt og örðuvísi (@annesophiecosta).

Svo finnst mér Sandra Sif vera algjör snillingur! (@sandrasiff)

 

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem þú gætir ekki verið án ?

Eingöngu vegna þess að ég held alltaf áfram að kaupa þessa vörur ætla ég að segja Camomile Cleansing Oil/Butter frá The Body Shop. Ég hef notað þær til skiptis í nokkur ár núna til þess að hreinsa af mér farða og finnst ólíklegt að ég muni fara að breyta því eitthvað á næstunni. Allur farði bráðnar af það sem að þetta eru svona olíu hreinsar og húðin mín er mjúk og nærð eftir notkun.

 

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga ?

Góður hyljari – ég er mjög hrifin af Naked hyljaranum frá Urban Decay.

Vatnsheldur maskari – ég er með löng og bein augnhár og vatnsheldur maskari nær að halda þeim “krulluðum” lang best. Núna er ég að nota Cannonball frá Urban Decay, finnst hann mjög næs.

Augnhárabrettari – af sömu ástæðu og áður, löng og bein augnhár sem verða að vera krulluð svo þau líti vel út.

Rakasprey – til þess að fá smá líf aftur í andlitið, þau bræða allt saman (taka púðuráferð) og svo eru þau bara svo hressandi. Mitt uppáhalds er Vitamin C spreyið frá The Body Shop.

Olía – einhverskonar andlitsolía til þess að nota sem næturkrem.

 

Hver er lykilinn af fallegri förðun?

SKO sjálfsöryggi – vera með eitthvað sem manni sjálfum þykir fallegt og líður vel með, og þá verður maður alveg glæsilegur.

En eins og mörgum öðrum þá finnst mér falleg förðun byrja á húð sem er búið að undirbúa vel, það er, að hún sé hrein og nærð.

 

Og að lokum ertu með einhver góð förðunarráð?

YOU DO YOU BOO!!

en líka alltaf að hreinsa húðina fyrir svefn – mjög mikilvægt!

Ég mæli með að fylgja Völu á samfélagsmiðlum

Instagram: Vala Fanney

Snapchat: Vala Fanney

Youtube: Vala Fanney

Blogg: valafanney.com

 

Takk æðislega fyrir spjallið elsku vinkona xx

– Guðrún Sørtveit

Þið getið fylgst meira með mér hér

Instagram: gudrunsortveit

 

NORDIC FACE AWARDS

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Halló kæru lesendur og gleðilegt helgarfrí eða ég er allavega komin í helgarfrí! Þið afsakið bloggleysið seinustu vikuna en ég var á ferð og flugi alla vikuna. Þið sem fylgtust með Trendnet instastory í vikunni vitið eflaust að ég var stödd í Svíþjóð á förðunarkeppni. Nyx Professional Makeup bauð mér á Nordic Face Awards í Svíþjóð, þetta er árleg förðunarkeppni. Þetta var ótrúlega flott og ég er ekkert smá þakklát yfir að hafa fengið það tækifæri að fara út og upplifa Nordic Face Awards.

Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað Nordic Face Awards er þá er þetta stærsta förðunarkeppni í heiminum. Til þess að taka þátt þarf maður einungis að deila förðunarmyndbandi á instagram, það er ekki flóknara. Það skiptir engu máli hversu marga fylgjendur maður er með eða hvort maður sé lærður förðunarfræðingur.. eina sem skiptir máli eru hæfileikarnir. Síðan er valið topp 30, svo topp 15 og því næst topp 5. Þetta er gríðalega stórt tækifæri sem Nyx Professional Makeup er að gefa fólki en margir sem hafa tekið þátt eru núna eitt af andlitum merkisins. Vinningishafinn hlýtur 10.000 euros, ársbirgðir af Nyx Professional Makeup snyrtivörum og ferð til L.A. að taka þátt í Face Awards keppninni þar. Þannig ég mæli svo sannarlega með að fylgja @nyxcosmeticsnordics á instagram og taka þátt á næsta ári!

Nyx Professional Makeup er hægt að nálgast í Hagkaup Smáralind og Hagkaup Kringlunni. Þetta eru vörur á góðu verði og endalaust úrval.

Það er ótrúlegt að sjá allt þetta flotta fólk sem tekur þátt og það var ein íslensk sem komst í topp fimm. Það er hún Lilja Þorvarðardóttir og stóð sig fáránlega vel! Hún hlaut verðlaun fyrir söguna sína í lokamyndbandinu sínu, ég mæli með að fara og horfa á það hér.

Hérna er ferðin í myndum en ég er ennþá í skýjunum og endalaust þakklát að fá svona skemmtilegt tækifæri, takk fyrir mig Nyx Professional Makeup xx

 

Ég setti þennan æðislega fljótandi highlighter á andlitið á mér og fæturnar. Það kom ótrúlega vel út en þið getið séð hvað fæturnir mínir ljómuðu á næstu myndum haha. Þetta er væntanlegt Íslands!

Það eru margir oft að spyrja út í þessa tösku og hvort ég hafi keypt mér en nei. Ég var svo heppin að mamma mín fékk þessa tösku alla leið frá París þegar hún var 18 ára.. þykir mjög væntum hana.

Sandra Sif sem var í topp 30 og Lilja sem var í topp 5 – Ekkert smá hæfileikaríkar!

Erna Hrund vörumerkjastjóri Nyx Professional Makeup, ofurkona með meiru <3

Ég fékk margar spurningar út í þennan dásamlega kjól en hann er frá Andrea by Andrea, flottasti fatahönnuðurinn! Hún mamma mín á hann og keypti hann fyrir 50 ára afmælið sitt.. algjör skvís. Þetta er draumakjóll og vildi óska að ég gæti keypt hann líka en hann er því miður alveg uppseldur.

  Svartur hamborgari

Vinningshafinn í ár var Rita Ermin frá Noregi

Harpa Kára, Silla, Sara og Erna Hrund <3

Þessar ofurkonur og fyrirmyndir! Þetta var æðisleg ferð með þeim

Síðan var rúta fyrir alla uppá hótel eftir viðburðinn og allir orðnir frekar þreyttir eftir þennan skemmtilega dag

Goodie bag sem við fengum xx

Á leiðinni heim –

 

Takk fyrir að lesa alltaf og vonandi eigið þið yndislega helgi xx 

– Guðrún Sørtveit

Þið getið fylgst meira með mér hér

Instagram: gudrunsortveit

 

 

LÉTT & RAKAGEFANDI SÓLARVÖRN

SNYRTIVÖRUR

Gleðilegan sólríkan föstudag kæru lesendur!

Ég vona að allir hafi notið dagsins og kvöldsins í sólinni.. og munað eftir sólarvörn! Það er svo ótrúlega mikilvægt að muna eftir sólarvörn þótt að það séu bara rétt yfir 10 gráðurnar. Við fáum bara eina húð og þess vegna er mikilvægt að hugsa vel um hana. Það er líka mikill misskilingur um að maður verði ekki brúnn ef maður er með sólarvörn. Ég passa mig alltaf á því að nota sólarvörn til þess að vernda húðina og halda henni ungri. Þegar ég fór í húðgreiningu fyrir nokkrum mánuðum var húðin mín í góðu standi nema að það voru byrjaðir að myndast sólarblettir, það var mikið sjokk því ég er einungis 24 ára.. þannig enn og aftur.. munum eftir sólarvörninni!

Þegar ég er að velja mér sólarvörn þá vil ég að hún sé létt á húðinni og helst ekki klístruð. Ég fann hina fullkomnu sólarvörn sem er rakagefandi, létt og er myndahæf. Þetta er nýjasta sólarvörnin frá Garnier og er einstaklega létt. Þessi sólarvörn er tvískipt og kemur í sprey formi, mikilvægt að hrista sólarvörnina fyrst áður en hún er spreyjuð á líkamann. Síðan má alls ekki gleyma að gefa líkamanum góðan raka eftir mikla sól og gott að nota after sun svo að húðin nái að jafna sig hraðar.

 

Mér finnst þessi sólarvörn eitthvað svo djúsí, það er fersk og góð lykt af henni, alls ekki þung sólarvarnar “lykt”. Núna er ég tilbúin fyrir sólina og sólin má skína alla daga!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

BUBBLY HOUR @KRÖST

LÍFIÐ

Við vinkonurnar fórum á bubbly hour um daginn á Kröst sem er á Hlemm Mathöll og vá hvað það var yndislegt. Ég var ekki að koma í fyrsta skipti og alls ekki það síðasta. Hamborgarnir á Kröst eru með þeim betri sem ég hef smakkað. Ég var því ekki lengi að segja já takk þegar Kröst bauð mér að koma á bubbly hour sem er milli 14:00-18:00.

Það er svo skemmtileg stemning á Hlemm Mathöll og manni líður næstum eins og maður sé erlendis. Það er mikið mannlíf og ótrúlega gaman að fara á bubbly hour hjá þeim til þess að brjóta upp hversdagsleikann.

 

 

 

 

Vinkonustund xx

 

 

 

Ég ákvað að breyta til og fá mér vegan hamborgarann en ég hef fengið mér hinn nokkrum sinnum. Ég er ekki frá því að mér finnist vegan hamborgarinn betri – mæli allavega 100% með báðum!

Yndislegt og ég mæli 100% með! Kröst fær allavega fimm stjörnur frá mér xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

DRAUMA SUNDBOLUR

TÍSKA

Ég er búin að vera leita mér að flottum sundfötum í nokkra mánuði núna. Mér finnst alltaf mjög erfitt að finna sundföt sem fara mér vel og láta mér líða vel. Ég á til dæmis bara eitt bikiní sem ég nota stanslaust og fannst komin tími á að finna eitthvað nýtt fyrir sumarið.

Mig langaði svo að finna mér einhvern flottan sundbol. Ég var búin að liggja yfir netsíðunum og skoða í búðum en fann ekkert sem hentaði mér. Síðan til allrar hamingju sá ég að Oroblu væri að koma með sundföt. Oroblu er þekkt fyrir gæða flíkur og eru allar vörurnar þeirra gerðar í Ítalíu. Margir tengja eflaust Oroblu strax við sokkabuxur en fyrirtækið hefur verið að prófa sig áfram með að hanna flíkur með góðum árangri. Sundbolarnir eru engin undatekning. Það komu sundbolir í allskonar litum og sniðum en það var einn sem ég gjörsamlega kolféll fyrir. Ég ákvað að fara alveg út fyrir þægindar(sund)rammann og fá mér gullfallegan gulan sundbol. Ég er í skýjunum með hann, hann er svo klæðilegur og hentar mínum vexti svo vel.

*Vörunar fékk greinahöfundur að gjöf

Sundbolarnir frá Oroblu fást einungis í Hagkaup Kringlunni og Smáralind –

 

 

Sundbolurinn liggur vel og þétt að líkamanum. Mér finnst hann draga fram það besta í mínum vexti. Ég mun sýna ykkur hann betur við tækifæri.. ég sýndi hann þó í instastory við mjög góðar undirtektir. Greinilega fleiri en ég að leita af fallegum sundbol.

Núna þarf maður bara að bíða eftir sumrinu!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

SÝNIKENNSLA: SVONA GERIR ÞÚ EINFALDA LIÐI Á 5 MÍN

HÁRSÝNIKENNSLA

Fyrsta video-ið sem ég deili hérna á Trendnet og alls ekki það seinasta! Þetta var mjög mikið út fyrir minn þægindarramma en ég hlakka til að deila fleiri myndböndum með ykkur.

Í myndbandinu sýni ég hvernig mér finnst best að gera einfalda liði í hárið á mér, ótrúlega fljótlegt og þægilegt!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

AUGNHÁR FYRIR ÚTSKRIFTARDAGINN

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Núna fara útskriftirnar að byrja og ég er spennt að fara farða útskriftarskvísur fjórða árið í röð. Það er alltaf jafn gaman að farða fyrir útskriftir en gleðin er mikil og dagur sem margir eru búnir að bíða eftir. Það er ein spurning sem ég fæ oft en það er “hvernig augnhár á ég að vera með?”. Mér persónulega finnst fallegt að vera með frekar náttúruleg augnhár, sem draga fram það besta. Það þarf að hafa í huga að útskriftir eru yfirleitt allan daginn og byrja því snemma morguns. Þess vegna þarf að velja augnhár sem passa ýmist um daginn og kvöldið.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds augnhárum sem ég nota mikið þegar ég er að farða. Þetta eru allt augnhár frá Eylure en það er engin sérstök ástæða fyrir því en ég mæli alltaf með þeim því það er auðvelt að nálgast þau og eru á góðu verði.

*Færslan er ekki kostuð

  1. Númer 117 – Þessi augnhár eru búin að vera mín uppáhalds lengi. Þau eru ekki of löng en þykkja vel og lengjast aðeins út, þannig það er einstaklega fallegt að vera með eyeliner við þau.
  2. Enchanted: Who needs a prince? – Þessi augnhár eru löng og ekki of þétt. Þau gefa fallega og náttúrulega lengingu.
  3. Enchanted: Divine Crime – Þessi augnhár eru klippt hringlaga og eru lengst í miðjunni. Það er einstaklega fallegt að vera með “halo” förðun eða einn augnskugga yfir allt augnlokið og blanda.
  4. Duos & Trios – Þessi augnhár eru mín allra uppáhalds! Ég nota eiginlega einungis þessi augnhár og finnst þau sérstaklega falleg í útskriftarfarðanir. Þegar maður notar stök augnhár getur maður meira stjórnað hvernig maður vill hafa augnhárin, löng, stutt, þykk eða náttúrulega.. allt hægt!
  5. Númer 116 – Þessi lengja og finnst mér þau vera þessi “klassísku” augnhár. Frábær augnhár ef maður vill eitthvað náttúrulegt og klassískt.
  6. Enchanted: Heartbreaker – Ótrúlega falleg og “wispy” augnhár. Ég myndi segja að þetta væru fullkomin fyrir þau sem eru vön að vera með augnhár.

Hér er ég með duos & trios 

 

Vonandi hjálpar þetta ykkur sem eruð að leita af augnhárum fyrir útskriftina xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

FULLKOMNAR FERSKJU NUDE VARIR FYRIR SUMARIÐ

VARIR

Það komið sumar hjá mér þrátt fyrir mjög leiðinlegt og grátt veður í dag. Ég var að fatta það í gær að það er komið eitt ár síðan að ég byrjaði að blogga hérna á Trendnet! Vá hvað tíminn líður hratt.. mér finnst ég alltaf nýbyrjuð haha. Vonandi er ykkur búið að finnast gaman að fylgjast með mér síðast liðið ár og hlakka til komandi tíma xx

Yfir í annað en ég var að enduruppgötva einn varalit sem er fullkomin fyrir sumarið að mínu mati. Þetta er Vivid Matte Liquid frá Maybelline og er ferskjulitaður nude. Mér finnst ferskjulitaður einstaklega fallegur litur fyrir sumarið og þá sérstaklega þegar maður er kannski komin með smá lit. Formúlan er mött án þess að þurkka varirnar. Ég eignaðist hann líklegast fyrir ári og var alveg búin að steingleyma honum.

*Færslan er ekki kostuð

Þessi litur heitir Nude Thrill 

 

Það voru líka að koma nýir varalitir frá Maybelline sem ég er spennt að prófa!

Stutt færsla í dag en takk fyrir að lesa, ég vildi líka minna á að ég er mjög virk á instagram þessa dagana og er oft að sýna eitthvað skemmtilegt þar xx Þið finnið mig undir nafninu @gudrunsortveit.

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup