Halló!
Það er mánuður í jólin og ég ákvað að henda í smá óskalista. Þetta er samt meira draumalistinn minn en margt af þessu er mér búið langa í lengi og eitthvað sem ég ætla safna mér fyrir. Þannig þetta er meira listi fyrir, ég sendi þennnan ekki á vini og ættingja. Það sem er samt raunverulega á óskalistanum mínum er jólamaturinn sem pabbi gerir, vá ég get ekki beðið! Jólamatur yfirhöfuð er kannski ekki í uppáhaldi en bara stemning í kringum hann og pabbi minn gerir hann svo góðan. Vá hvað ég hlakka til!
Stand Studio Patrice Coat – Jackets & Coats – Kápa drauma minna! Svo falleg og klassísk. Langar reyndar í allt frá þessu merki. Yfirhafnir er eitthvað sem ég fell alltaf fyrir.
Nike Max 2x skór – Nýir strigaskór eru á óskalistanum. Fæturnir mínir stækkuðu á meðgöngunni og passa ég því ekki lengur í gömglu strigaskónna mína, var alltaf að halda í vonina haha. Þannig núna á ég eina strigaskó og þarf eiginlega að fara fjarfesta í fleiri pörum.
Mynd eftir Leif Ými – Mynd eftir Leif Ými er búin að vera á óskalistanum lengi. Það eru allskonar setningar og orð í boði. Mér finnst þetta vera svo íslenskt og brýtur upp heimilið.
Jodis by Andrea Röfn: Margrét – Fallegir brúnir hælaskór sem passa við allt. Þessir skór eru búnir að vera lengi á óskalistanum og hef ég meira segja farið og mátað þá, ótrúlega þægilegir!
HAY Design Nelson Saucher Bubble ljós – Þetta ljós er búið að vera líka á óskalistanum mjög lengi. Ég búin að ákveða að mig langar í þetta ljós yfir borðið heima. Finnst það svo fallegt, birtan mjög mild og góð.
Askja síðúlpa – Síð dúnúlpa fyrir mér eitthvað sem er fullkomið til að fara út að leika með dóttur minni. Þessi nýi litur er svo fallegur og ekta ég.
Búbblukerti – Ný kerti hjá Purkhús og finnst þau svo fallegt. Það er líka hægt að fá minni stærðir.
Innskór EMU Australia – Mayberry – Það er smá skóþema en mig vantar skó og þar á meðal góða inniskó. Ég átti inniskó en suprise suprise þá passa ég ekki í þá lengur haha! Þessir eru ekkert smá fallegir og kósý. Mér finnst þetta líka fullkomin gjöf handa mömmu eða ömmu.
Pond Mirror – Þessi spegill er búinn að vera á óskalistanum lengi lengi og verður áfram. Svo fallegur og gerir svo mikið fyrir rými.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg