*Færslan er ekki kostuð/samstarf
Halló!
Þetta verða fyrstu jólin hennar Áslaugar Rúnar, fyrstu jólin okkar sem fjölskylda og ég er svo spennt! Við ætlum samt ekki beint að gefa henni jólagjöf í ár en hún er búin að fá jólaföt og jólanáttföt sem mér finnst alveg nóg. Hún er svo lítil ennþá og finnst tómur kassi oft meira spennandi en dótið í kassanum haha. Mig langaði samt að taka saman í gamni smá óskalista fyrir hana en mér fannst svo gaman að skoða og taka þennan lista saman. Hún fær síðan loksins herbergi á næsta ári og er ég því mikið að pæla í einhverju inn í herbergið hennar. Vonandi finnst ykkur gaman að sjá.
Fallegur sundbolur sem er á óskalistanum. Vonandi getum við farið oftar í sund árið 2021. Hún var í ungbarnasundi og við ætluðum í framhaldsnámskeið en því var frestað vegna covid þannig ég er orðin mjög spennt að fara með hana í sund aftur!
Þetta er drauma veggljósið inn í herbergið hennar. Þetta er ljós sem mun vaxa með henni, mjög klassískt og fallegt.
Hnífapör eða eitthvað tengt matartímanum finnst mér alltaf góð gjöf.
Þetta er á óskalistanum inn í herbergið hennar en hún á sjálf rúm frá Sebra þannig það væri ótrúlega gaman að hafa í stíl. Þetta er líka algjör klassísk og eitthvað sem maður mun varðveita.
Núna þegar Áslaug Rún er byrjuð að borða fasta fæðu, þá finnst mér henni vanta eitthvað box undir matinn hennar þegar við skreppum kannski til ömmu og afa eða í heimsóknir, sem vonandi verða fleiri á næsta ári. Mér finnst boxin frá Liewood svo falleg og mikið notagildi í þeim. Þetta er eitthvað sem hún getur notað lengi.
Petit Stories samfestingur Partrige
Það fer bráðum að koma að því að ég þurfi að kaupa fleiri föt og eru fallegir kjólar á óskalistanum. Ég er mjög skotin í öllum svona jarðtónum og er þessi frá Petit Stories ótrúlega fallegur og skemmir það fyrir að þetta er íslensk hönnun.
Slaufur í hárið
Hárið hennar vex svo hratt og eru því litlar slaufur á óskalistanum.
Pikler er á óskalistanum inn í herbergið hennar og eitthvað sem hún mun geta notað lengi. Þetta eflir ímyndunaraflið og hreyfiþroska.
Við eigum Bugaboo vagninn og ég elska alla aukahlutina sem hægt að kaupa. Þetta snarlbox er óskalistanum og eitthvað sem ég sé fyrir okkur nota mikið næsta sumar.
Fallegur skelja snagi frá Konges Sljod.
Draumurinn er að gera lítið eldhúshorn í herberginu hennar og það er sniðugt að safna smám saman í það. Þetta er karfa með allskonar matvörum, ótrúlega fallegt og gæti trúað að þetta myndi örva málþroska.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg