fbpx

ÓSKALISTI: SNYRTIVÖRUR

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Halló!

Það er ansi langt síðan að gerði snyrtivöru óskalista en það hafa nokkrar snyrtivörur vakið athygli mína seinustu mánuði og langar mig deila þeim með ykkur. Þegar ég var að lesa mig til og skrifa um þær tók ég eftir því að það er áberandi þema með þessum snyrtivörum. Þetta eru nánast allt snyrtivörur sem hafa góð áhrif á húðina, gefa raka og hafa aðra ávinninga fyrir húðina. Þetta eru snyrtivörur sem hafa eiginleika húðvara. Ég held að snyrtivörur sem hafa góð áhrif á húðina og gefi náttúrulegan ljóma verði áberandi árið 2020 í förðunarheiminum.

 

 

1. Instant Eye Palette Pillow Talk

Gullfallega palletta frá Charlotte Tilbury. Ég held mikið uppá vörurnar frá henni og langar mig nánast í allt frá henni. Þessi nýja palletta er því engin undartekning. Pallettan er hönnuð út frá einum af hennar vinsælasta lit sem heitir “Pillow Talk”. Pillow talk er til í mörgum útgáfum hjá henni, til dæmis í varalit, varablýant og kinnalit, svo eitthvað sé nefnt. Þessi palletta inniheldur gullfallega liti sem eru bæði mattir og shimmer. Mér finnst líka mjög skemmtilegt hvernig hún setur pallettuna upp og gefur manni hugmyndir hvernig hægt sé að nota hana.

Pallettunni er því skipt í “Day” sem er hugsað fyrir hversdagförðunina, “Desk” fyrir vinnuna, “Date” fyrir kvöldförðun og “Dream” er þegar maður vill fara aðeins út fyrir þægindarrammann. Það er auðvitað hægt að nota þessa liti alvega eins og maður vill en skemmtileg hugsun.

2. Light Shifter Brightening Concealer

Ný vara frá Becca Cosmetics sem ég er missa mig yfir. Þetta er vara sem hylur, gefur náttúrulegan ljóma, birtir og er ótrúlega létt á húðinni. Þetta er snyrtivara sem hefur einnig góð áhrif á húðina en hún gefur raka, inniheldur hylronic acid sem hefur marga ávinninga fyrir húðina og grænt te sem birtir húðina. Ég er svo spennt að prófa þessa vöru og get ekki beðið eftir að hún komi til Íslands!

3. Chanel Natrual Finish Loose Powder

Fíngert laust púður sem gefur náttúrulega áferð. Ég er búin að heyra góða hluti um þetta púður en það skiptir mig miklu máli að nota púður sem er mjög fíngert þannig það gefi ekki frá sér “púður áferð”. Chanel er eitt af mínum uppáhalds merkjum og því spennt fyrir þessari vöru frá þeim.

4. C-Firma™ Day Serum

Mig hefur lengi langað að prófa vörur frá Drunk Elephant. Þessi vara er ein af þeirra stjörnu vörum sem hefur unnið til margra verðlauna. Þetta er serum sem inniheldur fullt af andoxunarefnum og öðrum góðum vítamínum sem hjálpa til við að þétta húðina, vinna úr fínum línum og birta hana.

5. Dior Forever Skin Correct Concealer

Ný hyljari frá Dior en mér finnst alltaf gaman að prófa nýja hyljara. Þessi hyljari á að endast í allt að 24 klst og hefur húðvöru eiginleika. Hyljarinn gefur raka, sléttir og jafnar áferð húðarinnar.

6. Charlotte Tilbury Hollywood Contour Wand

Krem skyggingarvara sem auðvelt er að blanda og byggja upp. Ég hef prófað kinnalit frá Charlotte Tilbury sem er í alveg eins umbúðum og elska hann, þannig ég held að þessi skyggingarvara sé æðisleg. Það er miklu náttúrulegra að nota kremvörur og kemur svo falleg áferð á húðina.

7. By Terry Brightening CC serum

Þessa vöru er mér búið að langa lengi í en þetta er serum eða hægt að nota sem farðagrunn sem gefur ljóma og raka. Það heillar mig mikið að þetta sé vara sem hægt að nota í snyrtivörurútínunni sinni en hefur einnig góð áhrif á húðina.

8. NARS Tinted Glow Booster

Ný vara frá NARS sem er ljómagrunnur en þetta er snyrtivara sem hefur húðvöru ávinninga. Varan gefur ljóma, raka og lætur farða haldast lengur á húðinni. Mjög spennt fyrir þessari vöru!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

DRAUMATASKA

Skrifa Innlegg